Víðavangshlaup Íslands 2015
Víðavangshlaup Íslands 2015
Ármann heldur Meistaramót í víðavangshlaupi við Þvottalaugarnar í Laugardal. Hlaupnir eru hringir, mismargir eftir heildar vegalengd hlaupsins.
Keppnisflokkar, vegalengdir og tímasetning:
Karlar og konur 7,5 km 11:00
Piltar og stúlkur U13 1,5 km 11:50
Piltar og stúlkur 13-14ára 1,5 km 12:10
Piltar og stúlkur 15-17ára 3,0 km 12:30
Piltar og stúlkur 18-19ára 6,0 km 13:00
Sveitakeppni fer fram í hlaupinu, þar sem fjórir fyrstu, af hvoru kyni skipa sveit.
Grænmetisbændur gefa sigurvegurum karla og kvenna glæsilegar grænmetiskörfur. Myndir frá vel heppnuðu hlaupi í fyrra má sjá á myndasíðu frjálsíþróttadeildarinnar hér.