Ármenningar sendu 18 manna sveit til keppni á MÍ 15-22 ára sem fram fór um helgina, þreföldun frá liðnu ári. Þá unnu Ármenningar til tólf verðlauna í ár, tvöfalt fleiri en í fyrra. Þeir Ármenningar sem náðu í verðlaun voru:
Piltasveit Ármanns skipuð þeim Erni Jónssyni, Viktori Orra Péturssyni, Guðmundi Karli Úlfarssyni og Fannari Frey Ómarssyni, gull í 4×200 metra boðhlaupi 16-17 ára flokki á 1:40,05
Kristófer Þorgrímsson, brons í 200 metra hlaupi 20-22 ára ungkarla á tímanum 23,49s.
Þátttaka var mjög góð í mótinu en alls tóku 217 keppendur þátt. Í stigakeppni félaga varð Ármann í sjöunda sæti af 16 þátttökuliðum með 75 stig, nærri tvöföldun frá fyrra ári. Bestum árangri náðu 16-17 ára piltar fjórða sæti í sínum flokki.