Færslur merktar ‘Björn Margeirsson’

Velkominn Björn Margeirsson!

Um áramót fékk Ármann mikinn liðsstyrk. Skagfirðingurinn Björn Margeirsson gekk til liðs við félagið. Við tökum svona liðsmanni meira en fagnandi. Við hrópum húrra. Björn er góður félagi og frábær fyrirmynd öllum íþróttamönnum. Agaður og einbeittur og mikill keppnismaður. Ekki skaðar að hann er eldklár og tilbúinn að miðla visku sinni.

Afrekaskrá Björns er skemmtileg lesning, sjá hér. Þar á meðal má sjá að Björn er Íslandsmethafi í 800m hlaupi innanhúss, með 1:51,07 og einn þriggja Íslending sem hafa náð að hlaupa 800m utanhúss undir eina mínútu og fimmtíu sekúndur.

Björn hljóp sér til skemmtunar eins og hann sagði á liðnu ári. Þó hreint ekki með neinum afgangs árangri. Björn á annan besta tíma ársins í 800m hlaupi þegar árið 2013 er gert upp.Spennandi frjálsíþróttakeppni RIG á sunnudag

Reykjavík International Games fer fram næstu tvær helgar í borginni. Frjálsíþróttahluti leikanna fer fram á sunnudaginn kemur milli klukkan 13 og 15.

Keppendalisti liggur nú fyrir og má sjá keppendur í karlaflokki hér og í kvennaflokki hér og tímaseðill hér.

Eins og sjá má eru Ármenningar fjölmennir í karlaflokki, alls munu sjö. Þeir eru:

Björn Margeirsson, Ernir Jónsson og Viktor Orri Pétursson í 800m hlaupi. Kristófer Þorgrímsson og Haraldur Einarsson í 60m hlaupi. Bjarni Malmquist Jónsson í 60m grindahlaupi og þjálfarinn Guðmundur Hólmar Jónsson í kúluvarpi.

Því miður er engin Ármannskona með þetta árið, vonandi þeim mun fleiri að ári.

Þetta er mót sem enginn áhugamanneskja um frjálsar ætti að láta framhjá sér fara!

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No connected account.

Please go to the Instagram Feed settings page to connect an account.

Aðventumót Ármanns