Meistaraflokkur – iðkendur
Meistaraflokkur Ármanns er samhentur, glaðbeittur og glæsilegur hópur. Hópurinn hefur fengið til liðs við sig fjölda kröftugra íþróttamann, að ógleymdu þjálfarateyminu.
Á þessari síðu verður hægt að fylgjast með hópnum. Sjá nánar hér til hliðar í undirflokkum. Hér að neðan eru upptaldir íþróttamenn meistaraflokksins
Andri Snær Ólafsson Lukeš
Andri er nýlega orðinn Ármenningur en hann hefur verið í nokkurra ára hléi frá frjálsum íþróttum. Hann er langt kominn með að læra læknisfræði við Háskóla Íslands, enda spekingur mikill. Andri er sprettharður og góður stökkvari en langstökk og þrístökk liggja sérstaklega vel fyrir honum.
Ásdís Hjálmsdóttir
Ásdísi þekkja flestir Íslendingar nú þegar en hún er Íslandsmethafi í spjótkasti kvenna og hefur margbætt eigið Íslandsmet síðustu árin. Hún hefur keppt á síðustu tveimur Ólympíuleikum en er einungis 29 sem er ekki hár aldur hjá spjótkastara. Ásdís býr eins og er í Swiss þar sem hún æfir af kappi hjá þjálfaranum Terry McHugh en hún stefnir að sjálfsögðu á næstu Ólympíuleika. Ásdís er með mastersgráðu í lyfjafræði frá HÍ en hún útskrifaðist þaðan með fyrstu einkunn. Um Ásdísi má lesa frekar hér
Bjarni Malmquist er einn sá fjölhæfasti sem um getur. Hann er fæddur árið 1987, kemur frá Jaðri í Suðursveit en flutti til höfuðborgarinnar fyrir þónokkrum árum til að læra Rafiðnfræði í HR. Á frjálsíþróttavellinum keppir Bjarni í fjölmörgum greinum og virðist góður í þeim öllum. Nú síðast komst hann í landsliðið í 400m grindahlaupi en fyrir það hafði hann aðallega keppt í langstökki, þrístökki, stangastökki, spretthlaupum og styttri grindahlaupum.
Bjarni Már Ólafsson
Bjarni Már er sunnlendingur eins og nokkrir aðrir í meistaraflokki Ármanns. Hann er ættaður úr Austur- Landeyjum en fluttist síðar á Skeiðin í uppsveitum Árnessýslu. Nú býr hann í höfuðborginni og lærir sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands ásamt því að þjálfa yngri flokka Ármanns í frjálsum íþróttum. Bjarni Már hefur verið í landsliðshópnum sem þrístökkvari en hefur átt við meiðsli að stríða og hefur verið nokkuð frá keppni upp á síðkastið.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir
Hólmfríður Hartmannsdóttir
Ólafur Einar Skúlason
Viktor Orri Pétursson
Þór Daníel Hólm