Börn – 5. og 6. bekkur

Frjálsar fyrir 5. og 6. bekk

Æfingatími vorannar 2019 er 16:00–17:30, mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga.

Fyrsta æfing vorannar er 8. janúar og stendur önnin út maí.

Í vetur verður lögð áhersla á fjölþætta þjálfun og leiki í æfingum 5. og 6. bekkjar. Krakkarnir kynnast öllum helstu greinum frjálsíþrótta. Elstu krakkarnir og reyndustu byggja á fyrri þjálfun og fá áskorun við sitt hæfi.

Iðkendur þurfa ekki annað en hefðbundinn íþróttafatnað og létta íþróttaskó.

Æfingagjald vorannar 2019 er 40.000,- krónur fyrir æfingar 3x í viku. Þeir sem æfa 2x í viku greiða 32,000,- krónur. Þeir sem æfa 1x í viku greiða 20.000,- krónur. Innifalið í æfingagjöldum eru keppnisgjöld á tiltekin mót annarinnar, Ármannsbolur fyrir þá sem ekki eiga og 1.000,- króna iðkendagjald til FRÍ.

Skráning í æfingar fer fram í skráningarkerfi Ármanns á armenningar.felog.is. Mögulegt er að nota frístundakort Reykjavíkurborgar til greiðslu æfingagjalda.

 

Netfang: fimmtiogsjotti@frjalsar.is

Æfingarnar fara fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sjá afstöðumynd að neðan.

Frjálsíþróttahöll afstöðumynd

Frjálsíþróttahöll afstöðumynd

armannfrjalsar á Instagram

Aðventumót Ármanns