Börn – 3. og 4. bekkur
Frjálsar fyrir 3. og 4. bekk
Æfingatími vorannar 2021 er 16:00–17:00, þriðjudaga og fimmtudaga.
Æfingar 3. og 4. bekkjar hafa verið gríðar vinsælar. Æfingar þessa flokks byggjast á fjölbreyttum æfingum og leikjum þar sem iðkendur fá þjálfun í öllum tegundum frjálsíþrótta, hlaupum, stökkum og köstum.
Fyrsta æfing vorannar er þriðjudaginn 5. janúar og stendur önnin út maí.
Iðkendur þurfa ekki annað en hefðbundinn íþróttafatnað og annað hvort létta íþróttaskó eða sokka eftir því hvað þeim þykir þægilegast. Flestir eru í léttum íþróttaskóm.
Æfingagjald vorannar 2021 er 34.500,- fyrir æfingar 2x í viku. Æfingagjald fyrir þá sem æfa 1x í viku er 20,500. Innifalið í æfingagjöldum eru keppnisgjald á tiltekin mót vorannar, Ármannsbolur fyrir þá sem ekki eiga og 1.000,- króna iðkendagjald til FRÍ.
Skráning í æfingar fer fram í skráningarkerfi Ármanns á armenningar.felog.is. Mögulegt er að nota frístundakort Reykjavíkurborgar til greiðslu æfingagjalda.
Æfingarnar fara fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sjá afstöðumynd að neðan.
Nánari upplýsingar veitir umsjónarþjálfari yngri flokka Örvar Ólafsson – orvar (hjá) frjalsar.is