Börn – 1. og 2. bekkur

Frjálsar fyrir 1. og 2. bekk

Æfingatími vorannar 2019 er 15:00–15:45, þriðjudaga og fimmtudaga.

Fyrsta æfing haustannarinnar er þriðjudaginn 8. september og stendur önnin út maí.

Æfingar 1. og 2. bekkjar hafa verið gríðar vinsælar, enda einkar fjölbreytt og uppbyggjandi starf undir stjórn góðra þjálfara. Fjölbreytt og skemmtileg þjálfun við bestu aðstæður. Æfingarnar í vetur verða líkt og áður tengdar frístundarútunni sem ekur iðkendum frá frístundaheimilum við Laugarnes-, Langholts- og Vogaskóla á æfingarnar.

Iðkendur þurfa ekki annað en hefðbundinn íþróttafatnað og annað hvort létta íþróttaskó eða sokka eftir því hvað þeim þykir þægilegast.

Æfingagjald vorannar 2019 er 33.750,- fyrir æfingar 2x í viku og 20.250,- fyrir æfingar 1x í viku. Innifalið í æfingagjöldum eru keppnisgjöld á tiltekin mót annarinnar, Ármannsbolur fyrir þá sem ekki eiga slíkt og 1.000,- króna iðkendagjald til FRÍ.

Skráning í æfingar OG frístundarútu fer fram í skráningarkerfi Ármanns á armenningar.felog.is. Mögulegt er að nota frístundakort Reykjavíkurborgar til greiðslu æfingagjalda.

 

Frjálsíþróttahöll afstöðumynd

Netfang: fyrstiogannar@frjalsar.is

Æfingarnar fara fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sjá afstöðumynd að neðan.

10949248314_24697db8b9_z

armannfrjalsar á Instagram

Aðventumót Ármanns