Fyrirliðar íslenska landsliðsins, Ásdís og Óðinn, mætt til Georgíu

Um helgina fer fram evrópukeppni landsliða í 3.deild. Keppnin að þessu sinni er haldin í Tbilisí höfuðborg Georgíu.

Við Ármenningar eigum aðsjálfsögðu fulltrúa þarna en það eru þau Ásdís og Óðinn en þau verða jafnframt fyrirliðar íslenska liðsins

Óskum við þeim og landsliðinu góðs gengis um helgina.

 

Viktor Orri og Ernir í góðum hópi í Baku

Nú um helgina fer fram í Baku í Azerbajan forkeppni Evrópu fyrir Ólympíumót ungmenna. Ármenningarnir Viktor Orri Pétursson og Ernir Jónsson eru í glæsilegum hópi ungmenna frá Íslandi sem keppa á mótinu.

Að neðan má sjá allan hópinn, Viktor Orri þriðji frá vinstri og Ernir honum við hlið, fjórði frá vinstri.

Baku

Mynd Þórunnar Erlingsdóttur.

Piltarnir hafa lokið keppni. Ernir hljóp á 2:00,45. Það er bæting á hans besta árangri utanhúss, en aðeins frá hans besta árangri innanhúss. Viktor Orri hljóp á 2:01,16, sem er nokkuð frá hans besta. Sjá úrslit úr hlaupinu hér.

Heildar úrslit má sjá á vefnum hér.

 

 

Vorferð 5.-7. bekkjar

Síðastliðna helgi fóru krakkarnir í 5.-7. bekkjar hópnum hjá Ármanni í vorferð. Að þessu sinni var förinni heitið til Þorlákshafnar. Þar undu krakkarnir sér vel við leiki og æfingar. Gist var í Grunnskólanum í Þorlákshöfn, nokkrir foreldrar voru með í ferðinni og aðstoðuðu þjálfara. Á laugardaginn var haldið mót á frjálsíþróttavellinum í samvinnu við frjálsíþróttadeild KR. Að loknu móti sem haldið var í hressilegu slagveðri var góðri ferð lokið með sundferð.

kúluvarp Guðmundur Karl Úlfarsson

Glæsilegur hópur íþróttamanna á NM í þraut

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið eftirtalda íþróttamenn til keppni á NM ungmenna í fjölþrautum sem fram fer í Kópavogi 7.-8. júní næstkomandi.

Flokkur 19-22 ára
Karlar: Hermann Þór Haraldsson FH, Ingi Rúnar Kristinsson Breiðablik, Stefán Þór Jósefsson UFA 
Konur: Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH

Flokkur 18-19 ára
Piltar: Krister Blær Jónsson ÍR
Stúlkur: Arna Stefanía Guðmundsdóttir ÍR, Ásgerður Jana Ágústsdóttir UFA

Flokkur 16-17 ára
Piltar: Fannar Yngvi Rafnarsson HSK/UMF.Selfoss, Guðmundur Karl Úlfarsson Ármann, Tristan Freyr Jónsson ÍR, Ari Ari Eiríksson Breiðablik
Stúlkur: Hanna Þráinsdóttir ÍR, Irma Gunnarsdóttir Breiðablik

 

Óðinn í samstarf við Holta kjúkling og MS

Ólympíufarinn Óðinn Björn Þorsteinsson, sem gekk til liðs við okkur Ármenninga í vetur, hefur hafið samstarf við Holta kjúkling og MS.

Að sögn Óðins er hann mjög ánægður með þetta samstarf, sem muni hjálpa honum enn frekar við að ná markmiðum sínum.

Þetta er jafnframt frábær auglýsing fyrir MS og Holta enda Óðinn frábær íþróttamaður og fyrirmynd jafnt innan sem utan vallar.

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No connected account.

Please go to the Instagram Feed settings page to connect an account.

Aðventumót Ármanns