Foreldrafundir yngri flokka

Á fimmtudaginn (11. september) verða haldnir foreldrafundir hjá yngri flokkum Ármanns. Fundirnir verða haldnir í sal nr. 3 í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Á fundunum kynna þjálfarar fyrirkomulag æfinga, starfið á haustönninni og helstu viðburði. Á meðan á foreldrafundunum stendur verða iðkendur virkir inni í sal undir leiðsögn þjálfara. Tímasetningar eru sem hér segir:

1.-2. bekkur kl. 16.15
3.-4. bekkur kl. 17.00

5.-6. bekkur kl. 17.30
7.-10. bekkur kl. 18.00

Frjálsar á fullt

Vetrarstarfið í frjálsum barna og unglinga hefst með opnu húsi í frjálsíþróttahöllinni á laugardag milli klukkan 11 og 13. 

Æfingar yngri flokka hefjast samkvæmt þessari stundaskrá eftir helgi. Bendum sérstaklega á að æfingar fyrir 1. og 2. bekk eru tengdar frístundastrætó sem hefur akstur eftir helgi.

Skráning er hafin á http://armenningar.felog.is

Hlökkum til að sjá ykkur í frjálsíþróttahöllinni.

Reykjavíkurmót 11 ára og eldri

Þessa vikuna fer fram á Laugardalsvelli Reykjavíkurmót 11-14 ára og 15 ára og eldri. Í kvöld hófst keppni í þónokkrum greinum og hópur Ármenninga tók þátt. Ármenningar stóðu sig með sóma, mótvindur var í spretthlaupunum og miklar sveiflur í vindstyrk í langstökkinu. Heildarúrslit dagsins má finna hér og tímaseðil fyrir keppni næstu daga. Á morgun miðvikudag verður keppni með svipuðu sniði, á fimmtudaginn eru eingöngu 15 ára og eldri að keppa.Á myndinni sem fylgir má sjá Ármannskeppendur í 11-12 ára flokki sem allir komust á pall í dag.

Opið hús hjá Frjálsíþróttadeild Ármanns

Æfingar hefjast hjá Frjálsíþróttadeild Ármanns 1. september n.k. Hægt er að sjá yfirlit yfir tímasetningar æfinga og hvaða daga þær eru hér.

Líkt og undanfarin ár hefjum við tímabilið með opnu húsi í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Þangað eru allir velkomnir til að kynna sér aðstæður og hitta á þjálfara deildarinnar. Að sjálfsögðu verður hægt að spreyta sig í frjálsíþróttagreinum. Um að gera að mæta og bjóða með vinum, ættingjum og bekkjarfélögum!  Opna húsið stendur frá kl. 11-13 laugardaginn 30. ágúst.

Meistaramót Íslands um helgina

Um helgina næstkomandi mun Meistaramót Íslands fullorðinna fara fram. Mótið fer fram að þessu sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Ármenningar munu aðsjálfsögðu senda öfluga sveit til leiks.

Hægt er að nálgast dagskrána hér.

Hvetjum við alla áhugasama Ármenninga að mæta og fylgjast með okkar fólki.

 

 

 

Ármannshlaupið 2014 – Kári Steinn og Agnes Íslandsmeistarar

Íslandsmeistarar2014

Kári Steinn Karlsson og Agnes Kristjánsdóttir fögnuðu sigri í Ármannshlaupinu sem þreytt var í kvöld en hlaupið er einnig Íslandsmeistaramót í 10 km götuhlaupi.

Alls hlupu 450 keppendur 10 km leiðina frá Sundahöfn út að Hörpu og til baka og kom Kári Steinn fyrstur allra í mark á tímanum 30 mínútur og 29 sekúndur, sem jafnframt er nýtt brautarmet. Um tveimur og hálfri mínútu á eftir honum var Ingvar Hjartarson og þriðji í karlaflokki á rétt rúmum 33 mínútum varð Guðni Páll Pálsson.
Agnes var 38 mínútur og 59 sekúndur að fara vegalengdina, tæpri mínútu þar á eftir kom önnur kvenna í mark Andrea Kolbeinsdóttir og þriðja varð svo Eva Skarpaas Einarsdóttir á 41 mínútu og 31 sekúndu.


Sigurvegarar í öðrum aldursflokkum voru:
Konur 18 ár og yngri – Andrea Kolbeinsdóttir, ÍR 39:50
Karlar 18 ára og yngri – Þór Daníel Hólm, Ármann 36:48
Konur 19 til 39 ára – Agnes Kristjánsdóttir  38:57
Karlar 19 til 39 ára – Kári Steinn Karlsson, ÍR  30:28
Konur 40 til 49 ára – Eva Skarpaas Einarsdóttir, ÍR 41:31
Karlar 40 til 49 ára – Kristján Sigurðsson  36:51
Konur 50 til 59 ára – Berglind Jóhannsdóttir  44:51
Karlar 50 til 59 ára – Ívar T. Jósafatsson, Ármann 36:22
Konur 60 ára og eldri – Kristjana Bergsdóttir  56:37
Karlar 60 ára og eldri – Kjartan B. Kristjánsson  45:23
 

Ármannshlaupið 2014

Armannshlaupid2014

Miðvikudagskvöldið 9. júlí kemur í ljós hverjir eru bestu götuhlaupararnir….
 
…því þá fer Ármannshlaupið fram, með góðum stuðningi Eimskips, sem er jafnframt er meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi. Þetta þýðir þó ekki að minni spámenn eða byrjendur þurfi að halda sig til hlés, því hlaupaleiðin er með þeim léttari og fékk hlaupið afar góða umsögn á hlaup.is í uppgjöri síðasta árs. Allar upplýsingar má finna hér á síðunum fyrir neðan og nú er ekki eftir neinu að bíða heldur bara að skrá sig, það tekur enga stund og er mun ódýrara en að gera það á mótsdegi!

Mótanefndin

Ármenningar á Gautaborgarleikum

Öflugur hópur unglinga úr frjálsíþróttadeild Ármanns eru komnir til Gautaborgar þar sem þau munu keppa um helgina á Gautaborgarleikunum. Unglingarnir hafa undirbúið ferðina í allan vetur með markvissum æfingum og ýmiss konar fjáröflunum. Þjálfarar hópsins eru þeir Halldór Kristjánsson og Stefán Guðjónsson og jafnframt eru nokkrir foreldrar með í för og aðstoða við fararstjórn.

 

Hægt er að fylgjast með keppninni og sjá úrslit um leið og þau berast hér. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn á síðustu æfingu fyrir brottför með Stefáni þjálfara.

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No connected account.

Please go to the Instagram Feed settings page to connect an account.

Aðventumót Ármanns