Frjálsar.is » Fréttir og pistlar

Ármenningar opna frjálsar.is

Frjálsíþróttadeild Ármanns opnar hér með síðuna frjalsar.is. Hér er ætlunin að birta fréttir, myndir, myndbönd og fleira af frjálsum. Ármenningar verða hér í aðalhlutverki þó fleiri komi fyrir.

Mögulegt er að gerast áskrifandi að færslum síðunnar með t.d. RSS streymi, hér.

Allar ábendingar vel þegnar á armann@frjalsar.is

Viktor Orri og Ernir bæta sig

 
Viktor Orri og Ernir Jónsson

Viktor Orri Pétursson og Ernir Jónsson kampakátir á æfingu í dag.

Viktor Orri Pétursson og Ernir Jónsson reimuðu á sig gaddaskóna um helgina fyrir 800m hlaup á Silfurleikum ÍR. Það var vel þessi virði því þeir bættu sig báðir mikið. Viktor Orri sigraði í flokki 16-17 ára á tímanum 2:01,93. Viktor bætti með þessu eigin Ármannsmet. Ernir varð annar á 2:03,68. Sjá úrslit hlaupsins hér.

Tíminn er fínn á miðju uppbyggingartímabili hjá strákunum. Þeir æfa nú ásamt Þór Daníel Hólm undir stjórn Erlings Jóhanssonar. Upphaf samstarfsins lofar góðu.

Með hlaupi sínu náðu báðir lágmarki inn í Úrvalshóp FRÍ. En lágmarkið er 2:05,0 fyrir þeirra árgang, 1997.

Tími Viktors Orra er sá sjöundi besti frá upphafi samkvæmt afrekaskrá. Hann nær að lauma sér inn á milli bræðranna Sveins og Björns Margeirssona. Þó er rétt að taka fram að þeir bræður unnu sín afrek á krappri 100m braut.

Gleðin við völd

Meistaraflokkur Ármanns er búinn að æfa vel það sem af er hausti. Andinn er einstaklega góður jafnt á æfingum sem og utan þeirra. Af og til eru myndavélar iðkenda meðferðis og þá nást oftar en ekki glæsilegir taktar á „filmu“.  Sjá þetta og endilega fylgist með því sem bætist þarna við í framtíðinni.

Vígalegur hópur á lyftingaæfingu:

1456899_10152641144435110_956510403_n
Æfingahópurinn er afskaplega duglegur að hittast á milli æfinga og borða saman góðan mat. Hér hópurinn að borða rammíslenskan mat heima hjá Helgu Margéti. Slátur, grjónagrautur, flatkökur með hangikjöti og margt fleira.


1476996_10152641141065110_1638289733_n

Ný heimsíða frjálsíþróttardeildarinnar

Velkomin á nýja heimasíðu frjálsíþróttadeildar Ármanns. Síðan er enn í vinnslu og við leyfum ykkur ágætu lesendur að fylgjast með framganginum. Hér munu birtast reglulegar fréttir og myndir af starfi frjálsíþróttardeildarinnar. Eins og sjá má tilheyrir breiður hópur frjálsíþróttadeildinni. Af því erum við stolt. Hjá okkur geta jafnt 6 ára og 60 ára eflt sig og reynt á sig. Við vonum svo sannarlega að þessi síða eigi eftir að koma að góðum notum og  að stuðningsmenn Ármanns og fleiri geti enn fremur fylgst með okkar fólki og okkar starfi.

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns