Frjálsar.is » Fréttir og pistlar

Viktor Orri Pétursson setur Íslandsmet í 1500m hlaupi 17 ára og yngri

Í kvöld lauk Reykjavíkurmeistaramóti í frjálsum í Laugardalshöll. Eitt aldursflokkamet var sett á mótinu. Það setti Ármenningurinn Viktor Orri Pétursson þegar hann hljóp 1500m á 4:09,40s. Bætti hann með þessu Íslandsmet í flokki 17 ára og yngri um rúma sekúndu. Viktor Orri naut stuðnings æfingafélaga síns Ernis Jónssonar í hlaupinu, en hann hjálpaði Viktori að halda uppi hraða og ,,héraði". Þetta var djörf tilraun því fyrir hlaupið hafði Viktor Orri hlaupið vegalengdina best á 4:28,22s.

Þeir félagar hafa tekið feikn miklum framförum í vetur undir stjórn nýs þjálfara. Sá heitir Erlingur Jóhannsson og er Íslandsmethafi í 800 metra hlaupi.

Eftir síðustu helgi sitja þeir nú í öðru og fjórða sæti afrekaskrár í 800m hlaupi innanhúss, eins og sjá má hér.

Skemmtilegt er að skoða framfarir Viktors Orra undanfarið ár í 800m hlaupi og sérstaklega undanfarna mánuði.

1:57,45

8. Bikarkeppni FRÍ innanhúss

Reykjavík

15.02.2014

1:59,22

Meistaramót Íslands

Reykjavík

02.02.2014

2:00,32

Reykjavík International Games

Reykjavík

19.01.2014

2:01,43

Meistaramót Íslands 15-22 ára

Reykjavík

11.01.2014

2:01,93

Silfurleikar ÍR

Reykjavík

16.11.2013

2:05,95

Stórmót ÍR

Reykjavík

26.01.2013

Viktor Orri Pétursson, nýr Íslandsmethafi í 1500m hlaupi pilta innanhúss. Mynd: Gunnlaugur Júlíusson

Mynd: Viktor Orri Pétursson, nú Íslandsmethafi í 1500m hlaupi 17 ára og yngri

Ármenningar stóðu sig vel á MÍ 11-14 ára

Um síðustu helgi fór fram MÍ 11-14 ára í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Óvenju margir keppendur tóku þátt frá Ármanni eða rétt tæplega 40 krakkar. Lang flestir þeirra voru í 11 og 12 ára flokkunum. Gaman var að sjá bláa og glaða Ármenninga sem lögðu sig alla fram, margir að taka þátt í fyrsta sinn á meistaramóti. Með fréttinni má sjá hressar stúlkur sem kepptu í flokki 13 ára í 4×200 metra boðhlaupi. Jafnframt má sjá hluta keppenda í kúluvarpi 11 ára stúlkna með Rut þjálfara sínum og 11 ára pilta með Örvari.

Öll úrslit mótsins má finna hér.

 

MÍ11-142014Inni3 MÍ11-142014Inni2

Næring hlauparans

Eftir æfingu á þriðjudegi bauð Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupari og næringarfræðingur M.Sc., hlaupahópnum upp á fyrirlestur þar sem hún fór yfir næringarþarfir þeirra sem stunda reglubundna hreyfingu.

Á fyrirlestrinum fjallaði Elísabet vel um almenna næringarfræði og talaði út frá því að hverju fólk sem æfir reglulega, þ.e. nokkrum sinnum í viku, þarf að gæta að í mataræðinu. Hún fór svo sérstaklega yfir hvernig það álag sem fylgir reglubundnum hlaupum hefur áhrif á orkubúskap líkamans og niðurbrot.

Með tilliti til þess sagði Elísabet frá hvernig aðlaga þarf mataræði til að uppfylla orkuþörfina sem hlaupurum er nauðsynleg. En mjög mikilvægt er einnig að huga að endurheimt eftir æfingu og gaf Elísabet góð ráð um hvernig þarf að gæta að næringarþörf eftir æfingu svo líkaminn fái allt sem þarf til að byggja upp það sem æfingaálag brýtur niður svo æfingin skili sínu og hlauparinn komi sterkari inn í næstu æfingu.

Fyrirlesturinn var mjög vel fluttur. Tók hópurinn mikinn þátt og sköpuðust líflegar umræður bæði á meðan Elísabet flutti mál sitt og á eftir.

 

MÍ 11-14 ára um helgina

Um helgina fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal MÍ 11-14 ára í umsjón ÍR. Góð þátttaka er á mótinu, 360 keppendur alls staðar af landinu. Ármenningar senda stóran hóp kraftmikilla krakka á mótið – alls 40 keppendur. Meðfylgjandi má sjá krakkana í 5.-7. bekkjar flokknum á æfingu fyrir skemmstu í hinum sívinsæla gulrótarbóndaleik! Hægt er að nálgast tímaseðil og úrslit mótsins þegar þau liggja fyrir hér.

Hreinn Heiðar með bætingu og Íslandsmeistaratitil (myndband)

 

Í dag fór fram seinni dagur Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum. Árangur Ármenninga var alls ekki síðri en á fyrri keppnisdegi. Hæst ber að nefna Íslandsmeistaratitil Hreins Heiðars Jóhannssonar.

Hreinn stökk hæst keppenda þegar hann vippaði sér yfir ránna í 197cm hæð yfir gólffleti en það gerði hann í fyrstu tilraun. Næst reyndi hann við 2 metra en það gekk ekki upp í þetta skiptið en það verður gaman að sjá hvað hann gerir á Bikarkeppni FRÍ eftir tvær vikur. Hreinn hefur aldeilis byrjað vel í Ármannsbúningnum en þetta var hans annað mót eftir að hann gekk til liðs við félagið, á fyrra mótinu varð hann Íslandsmeistari ungkarla 20-22 ára. 

Fleiri gerðu vel en Björn Margeirsson hreppti til að mynda silfur í 800m hlaupi en hann hljóp á 1:56,96 mín. Viktor Orri Pétursson hljóp einnig glæsilegt 800m hlaup og rauf þar í fyrsta skipti 2 mínútna múrinn með tímanum 1:59,22 mín.

 

Árangur dagsins var eftirfarandi:

 

Andri Snær Ólafsson Lukes

Langstökk – 6,10m

 

Bjarni Malmquist Jónsson

Langstökk – 6,39m 

 

Björn Margeirsson

800m hlaup – 1:56,96 mín

 

Ernir Jónsson

800m hlaup – 2:02,82 mín

 

Viktor Orri Pétursson

800m hlaup – 1:59,22 mín (persónuleg bæting úr 2:00,32 mín)

 

Þór Daníel Hólm Friðbjörnsson

2:10,51 mín

 

Bætingarstökk Hreins Heiðars:

 

60m hlaup karla á MÍ, Haraldur bætir sig (myndband)

Nú um helgina fer fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss í Laugardalshöllinni. Ármenningar eiga nokkra keppendur á mótinu en þrír þeirra kepptu í dag og stóðu sig glæsilega á fyrri keppnisdegi. Árangur þeirra má sjá hér að neðan. Haraldur Einarsson komst á pall í gríðarlega sterku úrslitahlaupi í 60m með persónulegri bætingu þegar hann hljóp á tímanum 7,07 sekúndum. Myndband af hlaupinu má sjá hér að neðan en eins og áður bendum við áhugasömum að auki á  myndbandasíðu meistaraflokks.

 

Árangur Ármenninga á fyrri degi Meistaramóts fullorðinna:

Andri Snær Ólafsson 

60m hlaup – 7,28 sek (persónuleg bæting úr 7,31 sek)

Þrístökk, 2. sæti – 13,47m

 

Haraldur Einarsson

60m hlaup, 3. sæti – 7,07 sek (persónuleg bæting úr 7,08 sek)

 

Ernir Jónsson 

400m hlaup, 53,30 sek (persónuleg bæting úr 53,94 sek)

 

 

Endilega veljið full gæði á myndbandinu svo það njóti sín sem best.

María Rún semur við háskólalið Minnesota

María Rún Gunnlaugsdóttir frjálsíþróttakona úr Ármanni flutti um miðjan janúar til borgarinnar Minneapolis í Minnesotaríki í Bandaríkjunum. Hún mun næstu misserin stunda nám við University of Minnesota sem er með stærri og betri skólum Bandaríkjanna. Við skólann stunda nám um 40.000 nemendur. Þjálfarar frjálsíþróttaliðs skólans settu sig í samband við Maríu á HM 19 ára og yngri sem haldið var í Barcelona sumarið 2012. Þeir hafa fylgst með henni síðan þá og meðal annars komið tvisvar hingað til lands í þeim tilgangi að sjá hana í keppni (MÍ innanhúss sl. vetur), fylgjast með æfingum og ræða við hana og fjölskyldu hennar.

María Rún fær fullan skólastyrk við skólann svo og allt annað sem hún þarf á að halda varðandi íþróttir, ferðakostnað og það annað sem tilheyrir æfingum og keppni meðan hún dvelur við skólann. Hún nýtur þannig fyrsta flokks aðstöðu til æfinga og keppni á vegum skólans. Megin grein hennar fyrir hönd skólans verður sjöþraut. Margir af fremstu frjálsíþróttamönnum landsins hafa æft og keppt með bandarískum háskólaliðum en María Rún er fyrsti Íslendingurinn sem gengur til liðs við frjálsíþróttalið University of Minnesota.

María Rún í Minnesota

Því miður á María enn við meiðsli að stríða sem hún varð fyrir á EM 20-22 ára í júlí sl. Lítið hafði gengið að vinna bug á þeim fram til þessa. Hún var strax sett í myndatöku og nákvæma skoðun við komuna til Minneapolis og er nú komin í ákveðna meðferð sem bundnar eru vonir við að skili árangri. María mun koma heim með vorinu og verður vonandi þá búin að vinna bug á meiðslunum svo hún geti keppt hér heima í sumar.

60m hlaup á Stórmóti ÍR (myndband)

Eins og áður hefur komið fram fór Stórmót ÍR fram um síðustu helgi. Þar átti Ármann þrjá keppendur í 60m hlaupi í karlaflokki.

Hér á myndbandasíðu meistaraflokks má sjá myndband af riðlunum þremur sem Ármenningarnir Haraldur, Andri Snær og Kristófer hlupu í. Gaman er að horfa á ræsingu hlaupanna sem er sýnd mjög hægt.

Andri Snær Ólafsson hljóp sitt fyrsta 60m hlaup frá árinu 2010 og jafnaði sinn besta árangur, 7,31 sek.
Haraldur Einarsson og Kristófer hlupu vel en bætti sig þó ekki. Hraðast allra hljóp Norðlendingurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson en hann fór 60 metrana á 7,01 sekúndu.


Stórmóti ÍR lokið

Ármenningar stóðu sig með ágætum á Stórmóti ÍR sem fram fór um helgina. Krakkarnir í 1.-2. og 3.-4. bekkjar hópunum tóku þátt í þrautabrautum sem fram fóru sitt hvorn morguninn. Aðrir tóku þátt í hinum ýmsu greinum ýmist annan eða báða dagana.

Árangur var góður hjá krökkunum, fjölmargar bætingar og nokkrir að taka þátt í sínu fyrsta móti. Heildarúrslit mótsins er að finna hér.

  • Þeir Ármenningar sem komust á verðlaunapall um helgina voru eftirtaldir:
  • Hildur Kaldalóns Björnsdóttir varð í 2.-3. sæti í hástökki 12 ára stúlkna með stökki upp á 1.27m.
  • Bjarni Dagur Kristjánsson varð í 3. sæti í kúluvarpi 11 ára stráka með 7.50 metra kasti.
  • Ernest Zyrek sigraði í langstökki 11 ára pilta með 3.90 metra stökki og varð þriðji í 600 metra hlaupi á tímanum 2:05,12.
  • Kristófer Þorgrímsson varð þriðji í 200 metra hlaupi karla á tímanum 22,97.
  • Andri Snær Ólafsson stökk 6,49 metra og varð í öðru sæti í langstökki karla.
  • Diljá Mikaelsdóttir varð í öðru sæti í hástökki 15 ára stúlkna með glæsilegri bætingu þegar hún stökk 1,58m.
  • Baráttan heldur áfram að vera hörð hjá þeim köppum Viktori Orra Péturssyni og Erni Jónssyni. Þeir kepptu í 16-17 ára flokki, að þessu sinni bar Viktor Orri sigur úr býtum á tímanum 2:00,77 en Ernir varð annar á tímanum 2:02,19. Viktor Orri varð auk þess annar í 400 metra hlaupi á tímanum 53,54s.

Velkominn Björn Margeirsson!

Um áramót fékk Ármann mikinn liðsstyrk. Skagfirðingurinn Björn Margeirsson gekk til liðs við félagið. Við tökum svona liðsmanni meira en fagnandi. Við hrópum húrra. Björn er góður félagi og frábær fyrirmynd öllum íþróttamönnum. Agaður og einbeittur og mikill keppnismaður. Ekki skaðar að hann er eldklár og tilbúinn að miðla visku sinni.

Afrekaskrá Björns er skemmtileg lesning, sjá hér. Þar á meðal má sjá að Björn er Íslandsmethafi í 800m hlaupi innanhúss, með 1:51,07 og einn þriggja Íslending sem hafa náð að hlaupa 800m utanhúss undir eina mínútu og fimmtíu sekúndur.

Björn hljóp sér til skemmtunar eins og hann sagði á liðnu ári. Þó hreint ekki með neinum afgangs árangri. Björn á annan besta tíma ársins í 800m hlaupi þegar árið 2013 er gert upp.armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns