Frjálsar.is » Unglingar

Ernir og Guðmundur Karl með Ármannsmet á Áramóti Fjölnis

Nokkrir vaskir piltar sem æfa með Ármanni kepptu á Áramóti Fjölnis í dag. Ernir Jónsson náði að bæta Ármannsmet Viktors Orra Péturssonar í 400m hlaupi 16-17 ára, með Viktor Orra á hælum sér. Mettími Ernis var 53,94s og tími Viktors Orra 54,06s. Fyrra met var 55,62s, svo heilmikil bæting hjá báðum.

Æfingafélagi þeirra Þór Daníel hljóp greitt í 800m hlaupi, en steig á línu og var dæmdur úr leik.

Í 200m hlaupinu voru tveir úr meistaraflokki félagsins á palli. Það voru þeir Haraldur Einarsson, HSK, með silfurverðlaun og Kristófer Þorgrímsson með brons. Haraldur hljóp á sínum besta tíma 22,90s (átti fyrir 22,92s). Kristófer stórbætti sinn besta tíma, um tvær sekúndur, hljóp nú á 23,25s en átti áður 25,25s frá árinu 2010. Þá sigraði Haraldur í 60m hlaupi á 7,22s.

Síðast en ekki síst náði Guðmundur Karl Úlfarsson að bæta eigin met í 200m hlaupi. Hann hljóp á 24,98s og náði þar með lágmarki fyrir Úrvalshóp FRÍ í greininni.

Heildar úrslit mótsins má sjá hér. Frekari samantekt má sjá á vef FRÍ hér.

Verðlaunahafar í 200m hlaupi á Áramóti Fjölnis

Viktor Orri valinn úr hópi efnilegra Ármenninga

Glímufélagið Ármann verðlaunaði í gær unga og efnilega íþróttamenn sérstaklega. Viðurkenningar fengu þeir sem útnefndir höfðu verið efnilegastir í sinni deild. Erfitt verk hafði dómnefnd með höndum, að velja á milli ólíkra einstaklinga úr ólíkum íþróttum.

Efnilegustu íþróttamenn hverrar deildar eða þeirra fulltrúar. Þór Daníel Hólm, þriðji frá vinstri, tók við verðlaunum f.h. Viktors Orra æfingafélaga síns.

Sá sem varð fyrir valinu heitir Viktor Orri Pétursson, upprennandi millivegalengdarhlaupari úr frjálsíþróttadeild. Viktor Orri er Seltirningur, fæddur 1997. Hann hefur æft handknattleik og knattspyrnu með Gróttu, en einbeitir sér nú að millivegalengdarhlaupum. Eins og kom fram hér á síðunni náði Viktor Orri nú undir lok árs lágmarki fyrir Úrvalshóp FRÍ. Viktor Orri æfir undir stjórn Dr. Erlings Jóhannssonar Íslandsmethafa í 800m hlaupi. Framfarir hans á önninni undir stjórn Erlings hafa verið miklar.

Árangur Viktors Orra í keppni árið 2013

 • 1. sæti á MÍ 15-22ja ára í 800m og 1500m hlaupum
 • 1. sæti í 10km í Ármannshlaupinu.
 • Reykjavíkurmeistari í sínum aldursflokki á besta tíma ársins.
 • 4. sæti í 10.000,- metra hlaupi á braut í flokki fullorðinna.
 • Reykjavíkurmaraþon, 2. sæti í sínum aldursflokki.
 • Reykjavíkurmeistari í 400m hlaupi á 55,62s
 • Sigurvegari á Silfurleikum ÍR í 800m hlaupi.
 • Reykjavíkurmeistari í 1500m hlaupi í sínum aldursflokki.
 • Sigurvegari í Hjartadagshlaupinu 5km.

Staða Viktors Orra á afrekaskrá FRÍ, í sínum aldursflokki

 • 800m hlaup, 1. sæti í sínum aldursflokki.
 • 1500m hlaup, 1. sæti í sínum aldursflokki.
 • 3000m hlaup, 1. sæti í sínum aldursflokki.

Hafsteinsmót í atrennulausum stökkum

Föstudaginn 20.desember fer fram hið árlega Hafsteinsmót í atrennulausum stökkum. Mótið var fyrst haldið árið 2009 og er trúlega eina stökkmótið sem haldið er í atrennulausum stökkum á höfuðborgarsvæðinu. Mótið heitir í höfuðið á Hafsteini Þorvaldssyni en hann er mikill félagsmálamaður og var til að mynda formaður Ungmennafélags Íslands í mörg ár. Atrennulausu stökkin, sem hafa þurft að víkja fyrir hefðbundum stökkgreinum síðustu ár, voru á árum áður stunduð af miklum móð. Þá voru íþróttir oftar en ekki æfðar í litlum félagsheimilum þar sem ekki var hægt að hlaupa atrennu eða stökkva í sandgryfju og því lá beinast við að stökkva langstökk, þrístökk og hástökk án atrennu. Greinarnar eru afskaplega skemmtilegar að því leyti að fólk getur komið úr öllum mögulegum íþróttagreinum og staðið sig mjög vel. Þar er það ekki endilega frjálsíþróttafólkið sem stendur best að vígi heldur hafa kraftlyftingamenn til dæmis staðið sig mjög vel. Íslandsmetið í langstökki án atrennu í karlaflokki er í eigu Flósa Jónssonar kraftlyftingamanns. Það mældist 3,45 m. Frjálsíþróttadeild Ármanns skorar á íþróttafólk úr öllum greinum að mæta á svæðið og reyna sig á móti mörgum af bestu frjalsíþróttamönnum og -konum landsins. Að sama skapi væri gaman að fá gamlar kempur til að mæta á svæðið og keppa í flokki 50 ára og eldri. Nánar um mótið: Keppt verður í 6 flokkum: -Flokki 16 ára og yngri sveinar -Flokki 16 ára og yngri meyjar -Karlaflokki -Kvennaflokki -Karlaflokki 50+ -Kvennaflokki 50+ Keppnisgreinar: -Langstökk án atrennu -Þrístökk án atrennu -Hástökk án atrennu Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki og fyrir flest heildarstig í karla og kvennaflokki. Allir velkomnir og hvattir til að mæta. Keppnisgjald er: -1000kr fyrir 16 ára og yngri -1500kr fyrir 17 ára og eldri Fylgist með fram að móti á facebook síðunni “Hafsteinsmót í atrennulausum stökkum.Skráning: hafsteinsmot@hotmail.com – Takið fram fullt nafn og kennitölu Ábyrgðarmaður: Haraldur Einarsson Yfirdómari: Bjarni Már Ólafsson
Guðmundur Karl 200m

Guðmundur Karl setti nýtt Ármannsmet í 200m hlaupi 15 ára

Hinn 15 ára gamli Guðmundur Karl Úlfarsson náði góðum árangri á Aðventumóti Ármanns um helgina. Hann kastaði lengst sinna jafnaldra í kúluvarpi 12,04m (4kg kúla), stökk lengst í langstökki (5,64m), sem er persónulegt met og hljóp hraðast í 200m hlaup (25,07s).

Árangurinn í 200m hlaupinu er nálægt lágmarki fyrir 15 ára inn í Úrvalshóp FRÍ, það er 24,75s.

Tími Guðmundar Karls er nýtt Ármannsmet í 15 ára flokki. Fyrra met var tveggja ára gamalt í eigu Sölva Kolbeinssonar, 25,75s.

kúluvarp Guðmundur Karl Úlfarsson

Guðmundur Karl Úlfarsson kastar kúlu á Aðventumótinu.

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns