
Opnað fyrir skráningu í vikunni
Nú styttist í að frjálsíþróttaveturinn hefjist. Við vinnum nú hörðum höndum að undirbúningi og stefnum á að opna fyrir skráningu rétt um 20. ágúst.
Skráning fer fram sem fyrr á http://armenningar.felog.is
Nú styttist í að frjálsíþróttaveturinn hefjist. Við vinnum nú hörðum höndum að undirbúningi og stefnum á að opna fyrir skráningu rétt um 20. ágúst.
Skráning fer fram sem fyrr á http://armenningar.felog.is
Kári Steinn Karlsson og Agnes Kristjánsdóttir fögnuðu sigri í Ármannshlaupinu sem þreytt var í kvöld en hlaupið er einnig Íslandsmeistaramót í 10 km götuhlaupi.
Alls hlupu 450 keppendur 10 km leiðina frá Sundahöfn út að Hörpu og til baka og kom Kári Steinn fyrstur allra í mark á tímanum 30 mínútur og 29 sekúndur, sem jafnframt er nýtt brautarmet. Um tveimur og hálfri mínútu á eftir honum var Ingvar Hjartarson og þriðji í karlaflokki á rétt rúmum 33 mínútum varð Guðni Páll Pálsson.
Agnes var 38 mínútur og 59 sekúndur að fara vegalengdina, tæpri mínútu þar á eftir kom önnur kvenna í mark Andrea Kolbeinsdóttir og þriðja varð svo Eva Skarpaas Einarsdóttir á 41 mínútu og 31 sekúndu.
Sigurvegarar í öðrum aldursflokkum voru:
Konur 18 ár og yngri – Andrea Kolbeinsdóttir, ÍR 39:50
Karlar 18 ára og yngri – Þór Daníel Hólm, Ármann 36:48
Konur 19 til 39 ára – Agnes Kristjánsdóttir 38:57
Karlar 19 til 39 ára – Kári Steinn Karlsson, ÍR 30:28
Konur 40 til 49 ára – Eva Skarpaas Einarsdóttir, ÍR 41:31
Karlar 40 til 49 ára – Kristján Sigurðsson 36:51
Konur 50 til 59 ára – Berglind Jóhannsdóttir 44:51
Karlar 50 til 59 ára – Ívar T. Jósafatsson, Ármann 36:22
Konur 60 ára og eldri – Kristjana Bergsdóttir 56:37
Karlar 60 ára og eldri – Kjartan B. Kristjánsson 45:23
Öflugur hópur unglinga úr frjálsíþróttadeild Ármanns eru komnir til Gautaborgar þar sem þau munu keppa um helgina á Gautaborgarleikunum. Unglingarnir hafa undirbúið ferðina í allan vetur með markvissum æfingum og ýmiss konar fjáröflunum. Þjálfarar hópsins eru þeir Halldór Kristjánsson og Stefán Guðjónsson og jafnframt eru nokkrir foreldrar með í för og aðstoða við fararstjórn.
Hægt er að fylgjast með keppninni og sjá úrslit um leið og þau berast hér. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn á síðustu æfingu fyrir brottför með Stefáni þjálfara.
Þá er kominn júní. Við viljum benda á skipulag æfinga í júní hjá deildinni. Sérstaklega bendum við á námskeið 10.-20. júní fyrir 11 ára og yngri.
Sjá nánar hér.
Nú um helgina fer fram í Baku í Azerbajan forkeppni Evrópu fyrir Ólympíumót ungmenna. Ármenningarnir Viktor Orri Pétursson og Ernir Jónsson eru í glæsilegum hópi ungmenna frá Íslandi sem keppa á mótinu.
Að neðan má sjá allan hópinn, Viktor Orri þriðji frá vinstri og Ernir honum við hlið, fjórði frá vinstri.
Mynd Þórunnar Erlingsdóttur.
Piltarnir hafa lokið keppni. Ernir hljóp á 2:00,45. Það er bæting á hans besta árangri utanhúss, en aðeins frá hans besta árangri innanhúss. Viktor Orri hljóp á 2:01,16, sem er nokkuð frá hans besta. Sjá úrslit úr hlaupinu hér.
Heildar úrslit má sjá á vefnum hér.
Reykjavíkurmót 11-14 ára fer fram í dag og á morgun í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Keppt er í 60. metra hlaupi, hástökki, langstökki, kúluvarpi og 600/800 metra hlaupum, 4×200 metra boðhlaupi auk þess sem 13 ára og eldri geta keppt í grindahlaupi. Frjálsíþróttafélögin í Reykjavík standa sameiginlega að framkvæmd mótsins. Tímaseðil má nálgast hér.
Ármenningar verða fjölmennir á mótinu en yfir 30 krakkar hafa skráð sig til leiks.
Í kvöld lauk Reykjavíkurmeistaramóti í frjálsum í Laugardalshöll. Eitt aldursflokkamet var sett á mótinu. Það setti Ármenningurinn Viktor Orri Pétursson þegar hann hljóp 1500m á 4:09,40s. Bætti hann með þessu Íslandsmet í flokki 17 ára og yngri um rúma sekúndu. Viktor Orri naut stuðnings æfingafélaga síns Ernis Jónssonar í hlaupinu, en hann hjálpaði Viktori að halda uppi hraða og ,,héraði". Þetta var djörf tilraun því fyrir hlaupið hafði Viktor Orri hlaupið vegalengdina best á 4:28,22s.
Þeir félagar hafa tekið feikn miklum framförum í vetur undir stjórn nýs þjálfara. Sá heitir Erlingur Jóhannsson og er Íslandsmethafi í 800 metra hlaupi.
Eftir síðustu helgi sitja þeir nú í öðru og fjórða sæti afrekaskrár í 800m hlaupi innanhúss, eins og sjá má hér.
Skemmtilegt er að skoða framfarir Viktors Orra undanfarið ár í 800m hlaupi og sérstaklega undanfarna mánuði.
1:57,45 |
Reykjavík |
15.02.2014 |
|
1:59,22 |
Reykjavík |
02.02.2014 |
|
2:00,32 |
Reykjavík |
19.01.2014 |
|
2:01,43 |
Reykjavík |
11.01.2014 |
|
2:01,93 |
Reykjavík |
16.11.2013 |
|
2:05,95 |
Reykjavík |
26.01.2013 |
Mynd: Viktor Orri Pétursson, nú Íslandsmethafi í 1500m hlaupi 17 ára og yngri
Um síðustu helgi fór fram MÍ 11-14 ára í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Óvenju margir keppendur tóku þátt frá Ármanni eða rétt tæplega 40 krakkar. Lang flestir þeirra voru í 11 og 12 ára flokkunum. Gaman var að sjá bláa og glaða Ármenninga sem lögðu sig alla fram, margir að taka þátt í fyrsta sinn á meistaramóti. Með fréttinni má sjá hressar stúlkur sem kepptu í flokki 13 ára í 4×200 metra boðhlaupi. Jafnframt má sjá hluta keppenda í kúluvarpi 11 ára stúlkna með Rut þjálfara sínum og 11 ára pilta með Örvari.
Öll úrslit mótsins má finna hér.
Um helgina fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal MÍ 11-14 ára í umsjón ÍR. Góð þátttaka er á mótinu, 360 keppendur alls staðar af landinu. Ármenningar senda stóran hóp kraftmikilla krakka á mótið – alls 40 keppendur. Meðfylgjandi má sjá krakkana í 5.-7. bekkjar flokknum á æfingu fyrir skemmstu í hinum sívinsæla gulrótarbóndaleik! Hægt er að nálgast tímaseðil og úrslit mótsins þegar þau liggja fyrir hér.