Velgengni Helga Sveins heldur áfram en hann fór með sigur af hólmi í spjótkasti í dag í flokki F42 á opna meistaramótinu í Grosseto á Ítalíu.
Helgi kastaði spjótinu 52,61 í fyrsta kasti og dugði það til sigurs.
Enn eitt gullið í safnið hjá honum og er óhætt að segja að Helgi sé í fanta formi þessa dagana en þess má geta að þá sló hann heimsmetið í sínum flokki um daginn eins og eflaust flestir vita.
Ármenningarnir Helgi Sveins og Patrekur Andrés Axelsson eru staddir þessa stundina á Ítalíu, ásamt fleirum úr afrekshópi ÍF, þar sem þeir munu keppa á opna ítalska meistaramótinu í Grosseto á laugardag og sunnudag.
Farið var sl sunnudag og hafa undanfarnir dagar farið í að æfa og aðlaga sig að aðstæðum fyrir komandi keppni sem hefst núna um helgina.
Heims- og evrópumeistarinn, Helgi Sveins, mætir til leiks á föstudaginn og hefur keppni í spjótkasti í flokki F42.
Patrekur fer í formlega flokkun sjónskertra í T12 og keppir í fyrsta skipti erlendis. Hann mun keppa í 100m á laugardaginn og 200m hlaupi á sunnudaginn.
Hulda Sigurjónsdóttir sem æfir hjá Ármanni undir stjórn Paul Cota mun einnig keppa á mótinu þar sem hún keppir í kúlu og kringlu.
Yfirþjálfari Ármanns sem og landsliðsþjálfari ÍF Kári Jónsson er aðsjálfsögðu með í för og lætur okkur vita af gangi mál.
Fréttir af gangi mála munu birtast hérna á heimasíðunni.
Kringlukast kvenna á Smáþjóðaleikunum var nú að ljúka rétt í þessu. Ásdis sem er betur þekkt fyrir afrek sín í spjótkasti var mætt til leiks í kringluna í dag og endaði í 2. sæti með kasti uppá 42,13m. Androniki Lada frá Kýpur sigraði með kasti uppá 53,73m.
Niðurstaða því gull og silfur hjá Ásdísi á Smáþjóðaleikunum. Glæsilegur árangur það og óskum við henni til hamingju með árangurinn!
Ásdís mun taka þátt í demantamóti í Osló í næstu viku eftir að hafa þegið boð frá Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu nú á dögunum.
Spennandi verður að fylgjast með gangi mála þar sem Ásdís er í toppformi þessa dagana en eins og flestir vita þá náði hún lágmarki inná HM og Ólympíuleikana nú um daginn og sömuleiðis sigur á Smáþjóðaleikunum í gær.
Að sögn Ásdísar mun svo stífur undirbúningur hefjast að loknu demantamótinu í Osló fyrir HM í sumar.
Ásdís Hjálmsdóttir var að tryggja sér sigur á Smáþjóðaleikunum í Laugardalnum með 58.85m kasti, rétt við Smáþjóðaleikametið, sem Ásdís á sjálf. María Rún Gunnlaugsdóttir varð þriðja. Keppnin fór fram í stífum vindi í Laugardalnum í dag.
Ásdís Hjálmsdóttir hóf keppnistímabil sitt í dag. Eins og undanfarin ár hóf Ásdís keppnisárið á því að etja kappi við margar af bestu spjótkösturum álfunnar á Vetrarkastmóti Evrópu í Leiria, Portúgal. Þar náði hún fjórða sæti með 59,10m löngu kasti. Sigurvegari varð Þjóðverjinn Linda Stahl, bronsverðlaunahafi frá síðustu Ólympíuleikum, með 61,20m kasti. Bæði Linda og Ásdísi voru nokkuð frá sínu besta í dag. Linda á 66,81m og Ásdís 62,77m. Enda eru að kastarar oft nokkuð frá sínu besta á Vetrarkastmótinu í upphafi keppnisárs.
Þetta upphaf í dag er það besta hjá Ásdísi frá 2010. Heildar úrslit úr keppninni má sjá hér.