Bronsleikar ÍR um helgina

Fyrsti viðburður haustannarinnar er framundan en Bronsleikar ÍR fara fram í fimmta sinn á laugardaginn. Á mótinu er annarsvegar í boði þrautabraut fyrir 8. ára og yngri og hins vegar fyrir 9.-10 ára. Allir fá verkefni við hæfi á mótinu, aðal málið er að taka þátt og hafa gaman af, í lok móts fá allir verðlaunapening að launum fyrir þátttökuna. Eins og undanfarin ár taka Ármenningar þátt og stefnir í góða þátttöku. Þjálfarar Ármanns láta foreldra í sínum flokkum vita um hvernig fyrirkomulag skráningar er hjá okkur. Góða skemmtun! Nánari upplýsingar

Hausthátið Ármanns á fimmtudagskvöld

Fimmtudagskvöldið 11. september klukkan 20:00 verður sett í Laugardalshöll Hausthátíð Ármanns 2014.

Á hátíðinni verður gert upp liðið starfsár hjá deildinni, viðurkenningar veittar en einnig horft til framtíðar og skipulag þjálfunar næsta starfsárs kynnt.

Hátíðin var haldin í fyrsta sinn fyrir ári. Myndir frá samkomu síðasta árs má sjá hér.

Foreldrafundir yngri flokka

Á fimmtudaginn (11. september) verða haldnir foreldrafundir hjá yngri flokkum Ármanns. Fundirnir verða haldnir í sal nr. 3 í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Á fundunum kynna þjálfarar fyrirkomulag æfinga, starfið á haustönninni og helstu viðburði. Á meðan á foreldrafundunum stendur verða iðkendur virkir inni í sal undir leiðsögn þjálfara. Tímasetningar eru sem hér segir:

1.-2. bekkur kl. 16.15
3.-4. bekkur kl. 17.00

5.-6. bekkur kl. 17.30
7.-10. bekkur kl. 18.00

Frjálsar á fullt

Vetrarstarfið í frjálsum barna og unglinga hefst með opnu húsi í frjálsíþróttahöllinni á laugardag milli klukkan 11 og 13. 

Æfingar yngri flokka hefjast samkvæmt þessari stundaskrá eftir helgi. Bendum sérstaklega á að æfingar fyrir 1. og 2. bekk eru tengdar frístundastrætó sem hefur akstur eftir helgi.

Skráning er hafin á http://armenningar.felog.is

Hlökkum til að sjá ykkur í frjálsíþróttahöllinni.

Reykjavíkurmót 11 ára og eldri

Þessa vikuna fer fram á Laugardalsvelli Reykjavíkurmót 11-14 ára og 15 ára og eldri. Í kvöld hófst keppni í þónokkrum greinum og hópur Ármenninga tók þátt. Ármenningar stóðu sig með sóma, mótvindur var í spretthlaupunum og miklar sveiflur í vindstyrk í langstökkinu. Heildarúrslit dagsins má finna hér og tímaseðil fyrir keppni næstu daga. Á morgun miðvikudag verður keppni með svipuðu sniði, á fimmtudaginn eru eingöngu 15 ára og eldri að keppa.Á myndinni sem fylgir má sjá Ármannskeppendur í 11-12 ára flokki sem allir komust á pall í dag.

Opið hús hjá Frjálsíþróttadeild Ármanns

Æfingar hefjast hjá Frjálsíþróttadeild Ármanns 1. september n.k. Hægt er að sjá yfirlit yfir tímasetningar æfinga og hvaða daga þær eru hér.

Líkt og undanfarin ár hefjum við tímabilið með opnu húsi í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Þangað eru allir velkomnir til að kynna sér aðstæður og hitta á þjálfara deildarinnar. Að sjálfsögðu verður hægt að spreyta sig í frjálsíþróttagreinum. Um að gera að mæta og bjóða með vinum, ættingjum og bekkjarfélögum!  Opna húsið stendur frá kl. 11-13 laugardaginn 30. ágúst.

Myndasafn Ármenninga skoðað meira en milljón sinnum

Við Ármenningar höfum náð ánægjulegum áfanga. Myndir í myndasafni okkar hafa nú verið skoðaðar 1,003,868 sinnum. Það er yfir milljón sinnum!

Myndirnar eru alls rétt tæplega 14.000, flokkaðar niður í 104 sett, eða viðburði sjá hér. Heiðurinn að lang flestum þeirra á gjaldkeri deildarinnar, ofurhlauparinn Gunnlaugur Júlíusson.

Í tilefni áfangans teljum við rétt að birta mynd af Gunnlaugi í kunnuglegri stöðu.

Gunnlaugur tekur myndir á Afmæli Ármanns

Gunnlaugur tekur myndir á 125 ára Afmæli Ármanns, 15. desember 2013.

Þá fylgir einnig að neðan yfirlit yfir nokkrar vinsælustu myndirnar úr myndasafninu.

[AFG_gallery id=’3′]

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No connected account.

Please go to the Instagram Feed settings page to connect an account.

Aðventumót Ármanns