Hlaupadagur í Laugardal

Frjálsíþróttadeild Ármanns stóð fyrir tveimur hlaupaviðburðum laugardaginn 10. maí s.l. Dagskráin hófst með Fjölskylduhlaupi Ármanns og garðyrkjubænda. Áður en hlaupið var ræst spreyttu krakkarnir sig í boðhlaupi með gúrku sem kefli! Hlaupin var góðlega kílómetra leið um nágrenni þvottalauganna í Laugardal. Töluverður fjöldi hlaupara á ýmsum aldri spreytti sig á brautinni og naut veðurblíðunnar í dalnum. Svipmyndir af hlaupinu og stemningunni má sjá hér.

 

Klukkan 11 var svo fyrsta hlaup í Víðavangshlaupi Íslands ræst. Keppt var í fjölmörgum flokkum beggja kynja. Af úrslitum Ármenninga má nefna að í flokki 12 ára og yngri pilta sigraði Ólíver Dór Örvarsson. Jafnframt sigruðu Ármanns piltar stigakeppni félaga auk Ólívers skipuðu þeir Björn Þór Gunnlaugsson, Páll Rúnar Sigurðsson og Flóki Týr Klöruson sveitina. Guðmundur Karl Úlfarsson varð í 3. sæti 16-17 ára pilta og Þór Daníel Hólm varð í öðru sæti í flokki 18-19 ára pilta. Ívar Trausti Jósafatsson sigraði í flokki 40 ára og eldri karla og Stefán Guðjónsson varð í 3. sæti í sama flokki. Þeir tveir ásamt Marvin Ívarssyni sigruðu sveitakeppni í flokknum. Í flokki 35 ára og eldri kvenna sigraði Gunnur Róbertsdóttir. Heildarúrslit úr hlaupinu má finna hér. Svipmyndir frá keppni í Víðavangshlaupi Íslands má sjá hér.

 

Frjálsíþróttadeild Ármanns vill nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum lögðu sitt af mörkum fyrir aðstoðina. Sölufélagi Garðyrkjumanna fyrir veittan stuðning við að gera viðburðinn jafn glæsilegan og raun bar vitni. SS fyrir pylsurnar og Myllunni fyrir pylsubrauðin. Jafnframt viljum við þakka öllum hlaupurum og öðrum gestum fyrir komuna.

Víðavangshlaup Íslands og Fjölskylduhlaup Ármanns og grænmetisbænda

Það verður nóg um að vera fyrir hlaupfúsa fætur í Laugardalnum á laugardaginn! Frjálsíþróttadeild Ármanns hefur daginn með Fjölskylduhlaupi Ármanns og garðyrkjubænda. Mæting í Fjölskylduhlaupið er kl. 9.45 við Þvottalaugarnar í Laugardal. Hlaupaleiðin er um 1,5 kílómeter. Að loknu hlaupi verða veitingar í boði Sölufélags garðyrkjumanna. Það kostar ekkert að taka þátt í hlaupinu.

 

Kl. 11 hefst svo Víðavangshlaup Íslands á sama stað. Þar er keppt í öllum aldursflokkum beggja kynja. Jafnframt er keppt um stigabikar í hverjum aldursflokki fyrir sig. Nánari upplýsingar um Víðavangshlaup Íslands má finna hér, tímaseðil má sjá hér. Hlaupaleiðina má sjá hér, í lengri hlaupum dagsins bætist við 500 metra hringur sjá hér.

Páskamót Ármanns

Laugardaginn 12. apríl s.l. stóð Frjálsíþróttadeild Ármanns í fyrsta sinn fyrir Páskamóti Ármanns.

Mótið hófst kl. 9.00 á þrautabraut 8. ára og yngri og 9.-10 ára. Gaman var að sjá hvað krakkarnir lögðu sig vel fram. Sérstaklega var vel tekið á því í þeim þrautum þar sem börnin kepptu við foreldra sína. Að loknum þrautabrautunum fengu allir þátttakendur verðlaunapening.

Kl. 11 hófst svo fimmtarþraut fyrir 11-14 ára flokka drengja og stúlkna. Í fimmtarþrautinni töldu allar greinar samkvæmd unglingastigatöflu. Greinarnar sem krakkarnir tóku þátt í voru 60. metra hlaup, þrístökk án atrennu, kúluvarp, langstökk og 600 metra hlaup. Svipmyndir frá keppni í fjölþrautinni má sjá hér og úrslitin í mótaforriti má sjá hér.

Vonandi er Páskamót Ármanns komið til að vera, frjálsíþróttadeildin þakkar Securitas stuðninginn við mótið.

Reykjavíkurmót 11-14 ára

Reykjavíkurmót 11-14 ára fer fram í dag og á morgun í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Keppt er í 60. metra hlaupi, hástökki, langstökki, kúluvarpi og 600/800 metra hlaupum, 4×200 metra boðhlaupi auk þess sem 13 ára og eldri geta keppt í grindahlaupi. Frjálsíþróttafélögin í Reykjavík standa sameiginlega að framkvæmd mótsins. Tímaseðil má nálgast hér.

 

Ármenningar verða fjölmennir á mótinu en yfir 30 krakkar hafa skráð sig til leiks.

Ármenningar stóðu sig vel á MÍ 11-14 ára

Um síðustu helgi fór fram MÍ 11-14 ára í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Óvenju margir keppendur tóku þátt frá Ármanni eða rétt tæplega 40 krakkar. Lang flestir þeirra voru í 11 og 12 ára flokkunum. Gaman var að sjá bláa og glaða Ármenninga sem lögðu sig alla fram, margir að taka þátt í fyrsta sinn á meistaramóti. Með fréttinni má sjá hressar stúlkur sem kepptu í flokki 13 ára í 4×200 metra boðhlaupi. Jafnframt má sjá hluta keppenda í kúluvarpi 11 ára stúlkna með Rut þjálfara sínum og 11 ára pilta með Örvari.

Öll úrslit mótsins má finna hér.

 

MÍ11-142014Inni3 MÍ11-142014Inni2

MÍ 11-14 ára um helgina

Um helgina fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal MÍ 11-14 ára í umsjón ÍR. Góð þátttaka er á mótinu, 360 keppendur alls staðar af landinu. Ármenningar senda stóran hóp kraftmikilla krakka á mótið – alls 40 keppendur. Meðfylgjandi má sjá krakkana í 5.-7. bekkjar flokknum á æfingu fyrir skemmstu í hinum sívinsæla gulrótarbóndaleik! Hægt er að nálgast tímaseðil og úrslit mótsins þegar þau liggja fyrir hér.

Árangur Ármenninga á MÍ 15-22ja ára margfalt betri í ár en í fyrra

Ármenningar sendu 18 manna sveit til keppni á MÍ 15-22 ára sem fram fór um helgina, þreföldun frá liðnu ári. Þá unnu Ármenningar til tólf verðlauna í ár, tvöfalt fleiri en í fyrra. Þeir Ármenningar sem náðu í verðlaun voru: Þátttaka var mjög góð í mótinu en alls tóku 217 keppendur þátt. Í stigakeppni félaga varð Ármann í sjöunda sæti af 16 þátttökuliðum með 75 stig, nærri tvöföldun frá fyrra ári. Bestum árangri náðu 16-17 ára piltar fjórða sæti í sínum flokki.  
Guðmundur Karl 200m

Guðmundur Karl setti nýtt Ármannsmet í 200m hlaupi 15 ára

Hinn 15 ára gamli Guðmundur Karl Úlfarsson náði góðum árangri á Aðventumóti Ármanns um helgina. Hann kastaði lengst sinna jafnaldra í kúluvarpi 12,04m (4kg kúla), stökk lengst í langstökki (5,64m), sem er persónulegt met og hljóp hraðast í 200m hlaup (25,07s).

Árangurinn í 200m hlaupinu er nálægt lágmarki fyrir 15 ára inn í Úrvalshóp FRÍ, það er 24,75s.

Tími Guðmundar Karls er nýtt Ármannsmet í 15 ára flokki. Fyrra met var tveggja ára gamalt í eigu Sölva Kolbeinssonar, 25,75s.

kúluvarp Guðmundur Karl Úlfarsson

Guðmundur Karl Úlfarsson kastar kúlu á Aðventumótinu.

Styrmir Dan tvíbætti Íslandsmet á Aðventumóti Ármanns

Vel heppnuðu Aðventumóti Ármanns lauk skömmu eftir hádegi í dag. Þátttaka var mjög góð en 186 keppendur voru skráðir til leiks. Margt frábært íþróttafólk tók þátt á mótinu, aðallega í yngri flokkum en þó var sæmileg þátttaka í fullorðinsflokkum.

Mörg met voru í hættu og þá sérstaklega aldursflokkamet. Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir bætti Íslandsmet í sínum fötlunarflokki (F20) í kúluvarpi kvenna með kasti upp á 9,20m en hún er í íþróttafélaginu Suðra á Suðurlandi.

Hinn bráðefnilegi Styrmir Dan Steinunnarson sýndi frábæra takta í hástökki þegar hann tvíbætti Íslandsmet í flokki 14 ára pilta innanhúss. Fyrst bætti hann metið, sem var 1,85m með því að stökkva 1,86m í þriðju tilraun sinni við hæðina. Þá var ráin hækkuð í 1,90m og gerði pilturinn sér lítið fyrir og stökk yfir þá hæð í fyrstu tilraun. Myndband af stökkunum má sjá hér að neðan. Ármann þakkar keppendum, starfsmönnum og gestum mótsins kærlega fyrir góðan dag.

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No connected account.

Please go to the Instagram Feed settings page to connect an account.

Aðventumót Ármanns