5 Bætingar á Kópavogsmótinu 14.júlí

Kópavogsmótið í umsjón Breiðabliks fór fram á Kópavogsvelli þann 14. júlí sl. Mótið er jafnframt 5. í mótaröðinni.

Ármenningar sendu fjölmennt lið til leiks og náðist frábær árangur eða alls 5 bætingar hjá okkar fólki.

Kári Jónsson, yfirþjálfari, tók saman árangur okkar fólks sem sjá má hér að neðan:

Andrea Rún 2,75m í stöng.

Diljá Mikaelsdóttir stökk 4,97m í langstökki og átti langt stökk ógilt. Hún þjófaði sig út í 100m því miður.

Birna Kristín Kristjánsdóttir stökk PB 5,05m í langstökkinu og varð í 3. sæti næst á undan Diljá. Hún sett líka PB i 100m 13,13 sek í mótvindi -1,2m/s og varð fjórða.

María Rún Gunnlaugsdóttir átti ekki góðan dag í spjótinu 38,14m þar sem útkastið var allt of bratt. En krafturinn var nægur til að kasta 50m.


Eyrún Halla Haraldsdóttir varpaði 10,52m í kúlu og er að ná sér eftir veikindi. 
Guðrún 
Hulda Sigurjónsdóttir varpaði 9,47m í kúlu.
Guðmundur Karl Úlfarsson bætti sig í spjóti 40,71m og hljóp nálægt sínu besta í 100m 11,77m.

Björn Margeirsson hljóp 400m á 53,36 sek
Viktor Orri Pétursson hljóp 400m á 52,34 sek 
Trausti Þór Þorsteins hljóp 400m á 53,04 sek PB
Þór Daníel Hólm hljóp 400m á 54,11 sek PB
Patrekur Gísli Guðmundsson hljóp 400m á 60,06 sek
Guðmundur 
Holmar Jones kastaði spjótinu 56,16m og náði 2. sæti

 

Alls voru því 5 bætingar í kvöld.

Mundi sjötti í Köben

Guðmundur Úlfarsson keppti á Norðurlandamóti ungmenna í fjölþrautum sem fram fór í Kaupmannahöfn um síðast liðna helgi. Gerði hann sér lítið fyrir og lenti í 6. sæti af 11 keppendum með 6150 stig.

Úrslit greina má sjá hér: http://d.mars-net.dk/liveboard/Events?meetId=8916537b-5405-45bb-ad50-cf41d0f80631&groupId=D17&dayNo=0&sortBy=0

Frjábær árangur hjá okkar efnilega fjölþrautamanni og óskum við honum til hamingu með þennan árangur.

Velgengni heimsmethafans heldur áfram

Velgengni Helga Sveins heldur áfram en hann fór með sigur af hólmi í spjótkasti í dag í flokki F42 á opna meistaramótinu í Grosseto á Ítalíu.

Helgi kastaði spjótinu 52,61 í fyrsta kasti og dugði það til sigurs.

Enn eitt gullið í safnið hjá honum og er óhætt að segja að Helgi sé í fanta formi þessa dagana en þess má geta að þá sló hann heimsmetið í sínum flokki um daginn eins og eflaust flestir vita.

 

Helgi Sveins og Patrekur mættir til Ítalíu

Ármenningarnir Helgi Sveins og Patrekur Andrés Axelsson eru staddir þessa stundina á Ítalíu, ásamt fleirum úr afrekshópi ÍF, þar sem þeir munu keppa á opna ítalska meistaramótinu í Grosseto á laugardag og sunnudag.

Farið var sl sunnudag og hafa undanfarnir dagar farið í að æfa og aðlaga sig að aðstæðum fyrir komandi keppni sem hefst núna um helgina.

Heims- og evrópumeistarinn, Helgi Sveins, mætir til leiks á föstudaginn og hefur keppni í spjótkasti í flokki F42.

Patrekur fer í formlega flokkun sjónskertra í T12 og keppir í fyrsta skipti erlendis. Hann mun keppa í 100m á laugardaginn og 200m hlaupi á sunnudaginn.

Hulda Sigurjónsdóttir sem æfir hjá Ármanni undir stjórn Paul Cota mun einnig keppa á mótinu þar sem hún keppir í kúlu og kringlu.

Yfirþjálfari Ármanns sem og landsliðsþjálfari ÍF Kári Jónsson er aðsjálfsögðu með í för og lætur okkur vita af gangi mál.

Fréttir af gangi mála munu birtast hérna á heimasíðunni.

Óskum við þeim öllum góðs gengis.

Helgi Sveins og Patrekur mættir til Ítalíu

Ármenningarnir Helgi Sveins og Patrekur Andrés Axelsson eru staddir þessa stundina á Ítalíu, ásamt fleirum úr afrekshópi ÍF, þar sem þeir munu keppa á opna ítalska meistaramótinu í Grosseto á laugardag og sunnudag.

Farið var sl sunnudag og hafa undanfarnir dagar farið í að æfa og aðlaga sig að aðstæðum fyrir komandi keppni sem hefst núna um helgina.

Heims- og evrópumeistarinn, Helgi Sveins, mætir til leiks á sunnudaginn og hefur keppni í spjótkasti í flokki F42.

Patrekur fer í formlega flokkun sjónskertra í T12 og keppir í fyrsta skipti erlendis. Hann mun keppa í 100 og 200m hlaupi.

Hulda Sigurjónsdóttir sem æfir hjá Ármanni undir stjórn Paul Cota mun einnig keppa á mótinu þar sem hún keppir í kúlu og kringlu.

Yfirþjálfari Ármanns sem og landsliðsþjálfari ÍF Kári Jónsson er aðsjálfsögðu með í för og lætur okkur vita af gangi mál.

Fréttir af gangi mála munu birtast hérna á heimasíðunni.

Óskum við þeim öllum góðs gengis.

 

 

 

Millivegalengdarhlauparar Ármanns

Fólk út á götu vilja meina að þessi hópur sé sá hættulegasti á brautinni. Sjö svellkaldir 200-,400-,800- og 1500-metra hlauparar sem leggja allt á sig til þess að setja ný Íslandsmet og verja meistaratitlana sína.

Hópurinn byrjaði að myndast árið 2011 þegar Þór Daníel og Viktor Orri æfðu saman nokkrum sinnum í viku. En síðan fór hópurinn að bæta við sig þegar próferssor Erlingur Jóhannsson tók við sem þjálfari millivegahlaupara Ármanns haustið 2013 sem er einnig þekktur sem Íslandsmethafi í 800 metrum. Þar bættist Ernir Jónsson í hóp Ármanns, en fékk einnig Kristinn Þór Kristinnsson þann heiður að fá að æfa með hópnum, sem er þrefaldur Íslandsmeistari í 800-metrum.

Allt gekk eins og í sögu og bættu allir sig gríðalega á innanhústímabilinu undir stjórn Erlings. En ekki leið á löngu fyrr en fleiri fóru að myndast í hópinn, Patrekur Gísli fór að sýna sig á æfingum og stendur sig nú eins og hetja. Byrjunin var að vissu mjög erfið fyrir hann en sem betur fer hleypur hann ennþá á æfingu. Bjarni Ármann var síðan næsti meðlimur og kom hann gríðalega sterkur inn. Fyrsta stelpan byrjaði að æfa með okkur á svipuðum tíma, Ástrós Eir að nafni og gaf hún mikinn kraft í hópinn.

Sumarið 2014 fóru Viktor Orri og Ernir Jónsson til Azerbaijan og kepptu á Ólympíuleikum æskunar, sem var fyrir unglinga undir 18 ára aldri. Þrátt fyrir engar bætingar vegna mikils hita var þetta góð reynsla fyrir þá. 

Seinna um sumarið fóru þeir með Þór Daníel og Patrek til Svíþjóðar og kepptu á Gautaborgaleikunum. Þar var mikil stemming, þar sem allir bættu sinn tíma og var ferðin til sóma í alla staði.

Því miður hætti Ástrós Eir síðan, en vonandi tímabundið, og var erfitt að komast af æfingu án hennar stuðnings. En kom annar einstaklingur til sögunar. Trausti Þór Þorsteinsson byrjaði í október í fyrra og hefur tekið andlit af fólki síðan. Trausti hefur verið á rosalegri siglingu frá því hann byrjaði og er hann ekki langt frá Íslandsmeti í 800-metrum innanhús.

Um páskana ákvað hópurinn að skella sér í æfingaferð til Spánar eða til Chiclana de la Frontera, en fóru fjórir meðlimir Ármanns í ferðina en hinir þrír sátu eftir á klakanum. Þessir fjórir meðlimir deildu ferðinni með fimm öðrum einstaklingum úr UFA frá Akureyri. Þar var æft af mikilli ákefð og voru æfingar oft tvisvar á dag. Það var góð aðstaða fyrir hópinn og ekki var veðrið að skemma fyrir þau. Hlupið var á ströndinni nánast á hverjum degi en einnig var frábær völlur með lyftingaraðstöðu ekki svo langt frá sem hópurinn notfærði sérmikið.

Sumarbústaðarferð er næst á dagskrá hjá okkur og verður vonandi haldið til Skorradal að þessu sinni.

Það vill svo skemmtilega til að hópurinn tekur mjög vel á móti duglegu íþróttafólki. Það þarfnast ekki mikla reynslu frá hlaupum heldur er nauðsynlegt að hafa dugnað og jákvætt viðhorf þar sem að rosalegur agi er í hópnum. Þvert á móti er þetta ótrúlega gaman og mjög lærdómsríkt með frábæru fólki. Aldur skiptir engu máli, en hópurinn er þó yngst fæddur 98 og elst fæddur 89, karlkyns eða kvenkyns, skiptir engu máli, við viljum fá þig sem fyrst!

Hafðu samband ef þú hefur áhuga – thordanielholm@gmail.com eða hafa samband við stjórn Ármanns.

 

gallery

Líflegt í Laugardalnum á Ólympíudögum

Það hefurverið mikið líf í Laugardalnum í vikunni. Þar hafa ekki bara farið íþróttamenn og sjálfboðaliðar Smáþjóðaleikanna. ÍSÍ hefur samhliða leikunum haldið Ólympíudaga í dalnum. Fjöldi nemenda úr skólum víðs vegar að hafa fengið kynningu á nokkrum íþróttagreinum.

Frjálsum hafa verið gerð mjög góð skil. Má það þakka sérstaklega Ármanns þjálfurunum Stefáni Guðjónssyni og Rut Sigurjónsdóttur sem ásamt sjálfboðaliðum ÍSÍ hafa boðið upp á vel heppnaða og vinsæla kynningu á Kastvellinum í Laugardal.

IMAG2428

Að ofan: Stefán Guðjónsson og Rut Sigurjónsdóttir ásamt sjálfboðaliðum ÍSÍ

 

IMAG2440

Alda Særós og fleiri nemendur Laugalækjarskóla munda spjótin

IMAG2445

Nemendur Laugalækjarskóla að ofan og neðan. Á neðri myndinni ásamt Rut Sigurjónsdóttur.IMAG2451

Ásdís með silfur í kringlunni

Kringlukast kvenna á Smáþjóðaleikunum var nú að ljúka rétt í þessu. Ásdis sem er betur þekkt fyrir afrek sín í spjótkasti var mætt til leiks í kringluna í dag og endaði í 2. sæti með kasti uppá 42,13m. Androniki Lada frá Kýpur sigraði með kasti uppá 53,73m.

Niðurstaða því gull og silfur hjá Ásdísi á Smáþjóðaleikunum. Glæsilegur árangur það og óskum við henni til hamingju með árangurinn!

Ásdís keppir á demantamótinu í Osló

Ásdís mun taka þátt í demantamóti í Osló í næstu viku eftir að hafa þegið boð frá Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu nú á dögunum.

Spennandi verður að fylgjast með gangi mála þar sem Ásdís er í toppformi þessa dagana en eins og flestir vita þá náði hún lágmarki inná HM og Ólympíuleikana nú um daginn og sömuleiðis sigur á Smáþjóðaleikunum í gær.

Að sögn Ásdísar mun svo stífur undirbúningur hefjast að loknu demantamótinu í Osló fyrir HM í sumar.

Óskum við Ásdísi góðs gengis á demantamótinu.

Góðir dagar festir á filmu af Gunnlaugi

Mikill fjöldi fólks leggur á sig mikið sjálfboðastarf í tengslum við Smáþjóðaleikana í Laugardalnum þessa vikuna. Einn af fjölmörgum er Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupari með meiru. Gunnlaugur á heiður að langflestum myndum á myndasíðu frjálsíþróttadeildar Ármanns.

Í gær stóð Gunnlaugur vaktina sem fyrr. Myndir hans frá fyrsta degi mótsins má nú sjá í myndaalbúmi hér.

Nokkrar úrvalsmyndir má sjá einnig hér að neðan.18213225078_29ee4023b7_k 18213365248_0ae0be8528_k 18213452580_448198b37a_k 17780546603_d011e07483_h 18374697876_aebed1b1fa_k 17778446704_2658562a8f_h

 

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No connected account.

Please go to the Instagram Feed settings page to connect an account.

Aðventumót Ármanns