Höfundur safns

Víðavangshlaup Íslands og Fjölskylduhlaup Ármanns og grænmetisbænda

Það verður nóg um að vera fyrir hlaupfúsa fætur í Laugardalnum á laugardaginn! Frjálsíþróttadeild Ármanns hefur daginn með Fjölskylduhlaupi Ármanns og garðyrkjubænda. Mæting í Fjölskylduhlaupið er kl. 9.45 við Þvottalaugarnar í Laugardal. Hlaupaleiðin er um 1,5 kílómeter. Að loknu hlaupi verða veitingar í boði Sölufélags garðyrkjumanna. Það kostar ekkert að taka þátt í hlaupinu.

 

Kl. 11 hefst svo Víðavangshlaup Íslands á sama stað. Þar er keppt í öllum aldursflokkum beggja kynja. Jafnframt er keppt um stigabikar í hverjum aldursflokki fyrir sig. Nánari upplýsingar um Víðavangshlaup Íslands má finna hér, tímaseðil má sjá hér. Hlaupaleiðina má sjá hér, í lengri hlaupum dagsins bætist við 500 metra hringur sjá hér.

Páskamót Ármanns

Laugardaginn 12. apríl s.l. stóð Frjálsíþróttadeild Ármanns í fyrsta sinn fyrir Páskamóti Ármanns.

Mótið hófst kl. 9.00 á þrautabraut 8. ára og yngri og 9.-10 ára. Gaman var að sjá hvað krakkarnir lögðu sig vel fram. Sérstaklega var vel tekið á því í þeim þrautum þar sem börnin kepptu við foreldra sína. Að loknum þrautabrautunum fengu allir þátttakendur verðlaunapening.

Kl. 11 hófst svo fimmtarþraut fyrir 11-14 ára flokka drengja og stúlkna. Í fimmtarþrautinni töldu allar greinar samkvæmd unglingastigatöflu. Greinarnar sem krakkarnir tóku þátt í voru 60. metra hlaup, þrístökk án atrennu, kúluvarp, langstökk og 600 metra hlaup. Svipmyndir frá keppni í fjölþrautinni má sjá hér og úrslitin í mótaforriti má sjá hér.

Vonandi er Páskamót Ármanns komið til að vera, frjálsíþróttadeildin þakkar Securitas stuðninginn við mótið.

Reykjavíkurmót 11-14 ára

Reykjavíkurmót 11-14 ára fer fram í dag og á morgun í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Keppt er í 60. metra hlaupi, hástökki, langstökki, kúluvarpi og 600/800 metra hlaupum, 4×200 metra boðhlaupi auk þess sem 13 ára og eldri geta keppt í grindahlaupi. Frjálsíþróttafélögin í Reykjavík standa sameiginlega að framkvæmd mótsins. Tímaseðil má nálgast hér.

 

Ármenningar verða fjölmennir á mótinu en yfir 30 krakkar hafa skráð sig til leiks.

Útiæfing yngri flokka

Síðastliðinn fimmtudag var Frjálsíþróttahöllin lokuð fram eftir degi vegna viðburðar. Tækifærið var notað og æfinga hjá yngri flokkum Ármanns voru haldnar utandyra. Veðurguðirnir voru ekkert sérstaklega hliðhollir en krakkarnir höfðu gaman af! Með fréttinni fylgir mynd af krökkunum í 5.-7. bekkjar hópnum sem nýttu svo tækifærið og æfðu spjótkasttækni með snjóboltum!

Ármenningar stóðu sig vel á MÍ 11-14 ára

Um síðustu helgi fór fram MÍ 11-14 ára í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Óvenju margir keppendur tóku þátt frá Ármanni eða rétt tæplega 40 krakkar. Lang flestir þeirra voru í 11 og 12 ára flokkunum. Gaman var að sjá bláa og glaða Ármenninga sem lögðu sig alla fram, margir að taka þátt í fyrsta sinn á meistaramóti. Með fréttinni má sjá hressar stúlkur sem kepptu í flokki 13 ára í 4×200 metra boðhlaupi. Jafnframt má sjá hluta keppenda í kúluvarpi 11 ára stúlkna með Rut þjálfara sínum og 11 ára pilta með Örvari.

Öll úrslit mótsins má finna hér.

 

MÍ11-142014Inni3 MÍ11-142014Inni2

MÍ 11-14 ára um helgina

Um helgina fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal MÍ 11-14 ára í umsjón ÍR. Góð þátttaka er á mótinu, 360 keppendur alls staðar af landinu. Ármenningar senda stóran hóp kraftmikilla krakka á mótið – alls 40 keppendur. Meðfylgjandi má sjá krakkana í 5.-7. bekkjar flokknum á æfingu fyrir skemmstu í hinum sívinsæla gulrótarbóndaleik! Hægt er að nálgast tímaseðil og úrslit mótsins þegar þau liggja fyrir hér.

Stórmóti ÍR lokið

Ármenningar stóðu sig með ágætum á Stórmóti ÍR sem fram fór um helgina. Krakkarnir í 1.-2. og 3.-4. bekkjar hópunum tóku þátt í þrautabrautum sem fram fóru sitt hvorn morguninn. Aðrir tóku þátt í hinum ýmsu greinum ýmist annan eða báða dagana.

Árangur var góður hjá krökkunum, fjölmargar bætingar og nokkrir að taka þátt í sínu fyrsta móti. Heildarúrslit mótsins er að finna hér.

  • Þeir Ármenningar sem komust á verðlaunapall um helgina voru eftirtaldir:
  • Hildur Kaldalóns Björnsdóttir varð í 2.-3. sæti í hástökki 12 ára stúlkna með stökki upp á 1.27m.
  • Bjarni Dagur Kristjánsson varð í 3. sæti í kúluvarpi 11 ára stráka með 7.50 metra kasti.
  • Ernest Zyrek sigraði í langstökki 11 ára pilta með 3.90 metra stökki og varð þriðji í 600 metra hlaupi á tímanum 2:05,12.
  • Kristófer Þorgrímsson varð þriðji í 200 metra hlaupi karla á tímanum 22,97.
  • Andri Snær Ólafsson stökk 6,49 metra og varð í öðru sæti í langstökki karla.
  • Diljá Mikaelsdóttir varð í öðru sæti í hástökki 15 ára stúlkna með glæsilegri bætingu þegar hún stökk 1,58m.
  • Baráttan heldur áfram að vera hörð hjá þeim köppum Viktori Orra Péturssyni og Erni Jónssyni. Þeir kepptu í 16-17 ára flokki, að þessu sinni bar Viktor Orri sigur úr býtum á tímanum 2:00,77 en Ernir varð annar á tímanum 2:02,19. Viktor Orri varð auk þess annar í 400 metra hlaupi á tímanum 53,54s.

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No connected account.

Please go to the Instagram Feed settings page to connect an account.

Aðventumót Ármanns