Frjálsar.is » Freyr Ólafsson

Höfundur safns

kúluvarp Guðmundur Karl Úlfarsson

Glæsilegur hópur íþróttamanna á NM í þraut

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið eftirtalda íþróttamenn til keppni á NM ungmenna í fjölþrautum sem fram fer í Kópavogi 7.-8. júní næstkomandi.

Flokkur 19-22 ára
Karlar: Hermann Þór Haraldsson FH, Ingi Rúnar Kristinsson Breiðablik, Stefán Þór Jósefsson UFA 
Konur: Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH

Flokkur 18-19 ára
Piltar: Krister Blær Jónsson ÍR
Stúlkur: Arna Stefanía Guðmundsdóttir ÍR, Ásgerður Jana Ágústsdóttir UFA

Flokkur 16-17 ára
Piltar: Fannar Yngvi Rafnarsson HSK/UMF.Selfoss, Guðmundur Karl Úlfarsson Ármann, Tristan Freyr Jónsson ÍR, Ari Ari Eiríksson Breiðablik
Stúlkur: Hanna Þráinsdóttir ÍR, Irma Gunnarsdóttir Breiðablik

 

Fínt upphaf hjá Ásdísi, fjórða í Leiria, Portúgal

Ásdís Hjálmsdóttir hóf keppnistímabil sitt í dag. Eins og undanfarin ár hóf Ásdís keppnisárið á því að etja kappi við margar af bestu spjótkösturum álfunnar á Vetrarkastmóti Evrópu í Leiria, Portúgal. Þar náði hún fjórða sæti með 59,10m löngu kasti. Sigurvegari varð Þjóðverjinn Linda Stahl, bronsverðlaunahafi frá síðustu Ólympíuleikum, með 61,20m kasti. Bæði Linda og Ásdísi voru nokkuð frá sínu besta í dag. Linda á 66,81m og Ásdís 62,77m. Enda eru að kastarar oft nokkuð frá sínu besta á Vetrarkastmótinu í upphafi keppnisárs.

Þetta upphaf í dag er það besta hjá Ásdísi frá 2010. Heildar úrslit úr keppninni má sjá hér.

Aðalfundi lokið, tölur grænar nýtt fólk í stjórn

Frjálsíþróttadeild Ármanns hélt aðalfund sinn nú í kvöld. Að baki er annasamt og árangursríkt ár í starfi deildarinnar. Eftir margra ára uppbyggingarstarf var sérstaklega gleðilegt að sjá útkomu ársreikinga. Í fyrsta sinn standa nú æfingagjöld undir þjálfarakostnaði. Ágætis afgangur varð af rekstri deildarinnar.

Á fundinum gengu úr stjórn Atli Örn Guðmundsson og Oddný Jónína Hinriksdóttir eftir tveggja ára setu. Í þeirra stað komu þau Friðbjörn Hólm Ólafsson og Malgorzata Sambor Zyrek. Áfram í stjórn sitja Freyr Ólafsson, Gunnlaugur Júlíusson, Sigrún Broddadóttir, Inga Björk Guðmundsdóttir og Reynir Björgvinsson

Velkominn Björn Margeirsson!

Um áramót fékk Ármann mikinn liðsstyrk. Skagfirðingurinn Björn Margeirsson gekk til liðs við félagið. Við tökum svona liðsmanni meira en fagnandi. Við hrópum húrra. Björn er góður félagi og frábær fyrirmynd öllum íþróttamönnum. Agaður og einbeittur og mikill keppnismaður. Ekki skaðar að hann er eldklár og tilbúinn að miðla visku sinni.

Afrekaskrá Björns er skemmtileg lesning, sjá hér. Þar á meðal má sjá að Björn er Íslandsmethafi í 800m hlaupi innanhúss, með 1:51,07 og einn þriggja Íslending sem hafa náð að hlaupa 800m utanhúss undir eina mínútu og fimmtíu sekúndur.

Björn hljóp sér til skemmtunar eins og hann sagði á liðnu ári. Þó hreint ekki með neinum afgangs árangri. Björn á annan besta tíma ársins í 800m hlaupi þegar árið 2013 er gert upp.Spennandi frjálsíþróttakeppni RIG á sunnudag

Reykjavík International Games fer fram næstu tvær helgar í borginni. Frjálsíþróttahluti leikanna fer fram á sunnudaginn kemur milli klukkan 13 og 15.

Keppendalisti liggur nú fyrir og má sjá keppendur í karlaflokki hér og í kvennaflokki hér og tímaseðill hér.

Eins og sjá má eru Ármenningar fjölmennir í karlaflokki, alls munu sjö. Þeir eru:

Björn Margeirsson, Ernir Jónsson og Viktor Orri Pétursson í 800m hlaupi. Kristófer Þorgrímsson og Haraldur Einarsson í 60m hlaupi. Bjarni Malmquist Jónsson í 60m grindahlaupi og þjálfarinn Guðmundur Hólmar Jónsson í kúluvarpi.

Því miður er engin Ármannskona með þetta árið, vonandi þeim mun fleiri að ári.

Þetta er mót sem enginn áhugamanneskja um frjálsar ætti að láta framhjá sér fara!

Ernir og Guðmundur Karl með Ármannsmet á Áramóti Fjölnis

Nokkrir vaskir piltar sem æfa með Ármanni kepptu á Áramóti Fjölnis í dag. Ernir Jónsson náði að bæta Ármannsmet Viktors Orra Péturssonar í 400m hlaupi 16-17 ára, með Viktor Orra á hælum sér. Mettími Ernis var 53,94s og tími Viktors Orra 54,06s. Fyrra met var 55,62s, svo heilmikil bæting hjá báðum.

Æfingafélagi þeirra Þór Daníel hljóp greitt í 800m hlaupi, en steig á línu og var dæmdur úr leik.

Í 200m hlaupinu voru tveir úr meistaraflokki félagsins á palli. Það voru þeir Haraldur Einarsson, HSK, með silfurverðlaun og Kristófer Þorgrímsson með brons. Haraldur hljóp á sínum besta tíma 22,90s (átti fyrir 22,92s). Kristófer stórbætti sinn besta tíma, um tvær sekúndur, hljóp nú á 23,25s en átti áður 25,25s frá árinu 2010. Þá sigraði Haraldur í 60m hlaupi á 7,22s.

Síðast en ekki síst náði Guðmundur Karl Úlfarsson að bæta eigin met í 200m hlaupi. Hann hljóp á 24,98s og náði þar með lágmarki fyrir Úrvalshóp FRÍ í greininni.

Heildar úrslit mótsins má sjá hér. Frekari samantekt má sjá á vef FRÍ hér.

Verðlaunahafar í 200m hlaupi á Áramóti Fjölnis

Myndasafn Ármenninga skoðað meira en milljón sinnum

Við Ármenningar höfum náð ánægjulegum áfanga. Myndir í myndasafni okkar hafa nú verið skoðaðar 1,003,868 sinnum. Það er yfir milljón sinnum!

Myndirnar eru alls rétt tæplega 14.000, flokkaðar niður í 104 sett, eða viðburði sjá hér. Heiðurinn að lang flestum þeirra á gjaldkeri deildarinnar, ofurhlauparinn Gunnlaugur Júlíusson.

Í tilefni áfangans teljum við rétt að birta mynd af Gunnlaugi í kunnuglegri stöðu.

Gunnlaugur tekur myndir á Afmæli Ármanns

Gunnlaugur tekur myndir á 125 ára Afmæli Ármanns, 15. desember 2013.

Þá fylgir einnig að neðan yfirlit yfir nokkrar vinsælustu myndirnar úr myndasafninu.

[AFG_gallery id=’3′]

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns