Frjálsar.is » Freyr Ólafsson

Höfundur safns

Líflegt í Laugardalnum á Ólympíudögum

Það hefurverið mikið líf í Laugardalnum í vikunni. Þar hafa ekki bara farið íþróttamenn og sjálfboðaliðar Smáþjóðaleikanna. ÍSÍ hefur samhliða leikunum haldið Ólympíudaga í dalnum. Fjöldi nemenda úr skólum víðs vegar að hafa fengið kynningu á nokkrum íþróttagreinum.

Frjálsum hafa verið gerð mjög góð skil. Má það þakka sérstaklega Ármanns þjálfurunum Stefáni Guðjónssyni og Rut Sigurjónsdóttur sem ásamt sjálfboðaliðum ÍSÍ hafa boðið upp á vel heppnaða og vinsæla kynningu á Kastvellinum í Laugardal.

IMAG2428

Að ofan: Stefán Guðjónsson og Rut Sigurjónsdóttir ásamt sjálfboðaliðum ÍSÍ

 

IMAG2440

Alda Særós og fleiri nemendur Laugalækjarskóla munda spjótin

IMAG2445

Nemendur Laugalækjarskóla að ofan og neðan. Á neðri myndinni ásamt Rut Sigurjónsdóttur.IMAG2451

Góðir dagar festir á filmu af Gunnlaugi

Mikill fjöldi fólks leggur á sig mikið sjálfboðastarf í tengslum við Smáþjóðaleikana í Laugardalnum þessa vikuna. Einn af fjölmörgum er Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupari með meiru. Gunnlaugur á heiður að langflestum myndum á myndasíðu frjálsíþróttadeildar Ármanns.

Í gær stóð Gunnlaugur vaktina sem fyrr. Myndir hans frá fyrsta degi mótsins má nú sjá í myndaalbúmi hér.

Nokkrar úrvalsmyndir má sjá einnig hér að neðan.18213225078_29ee4023b7_k 18213365248_0ae0be8528_k 18213452580_448198b37a_k 17780546603_d011e07483_h 18374697876_aebed1b1fa_k 17778446704_2658562a8f_h

 

Tilraun við heimsmet á JJ-móti Ármanns á Laugardalsvelli í dag

Ármenningurinn Helgi Sveinsson, heims og Evrópumeistari í spjótkasti karli í flokki F42/T42, mun keppa á JJ-móti Ármanns í dag. Helgi gerði góða atlögu að heims- og Evrópumeti í sínum flokki á Vormóti HSK á Selfossi síðastliðinn laugardag, þar sem hann kastaði spjótinu 52,69m, eða aðeins 5cm frá Evrópumetinu og 10cm frá heimsmetinu. Helgi virðist því ná góðum takti við þjálfarann öfluga Einar Vilhjálmsson, formann FRÍ. 

Keppni á mótinu hefst klukkan 18:00, keppni í spjótkasti karla hefst klukkan 19:00. 

Ágætis skráning er á mótið, yfir 80 keppendur alls. Auk keppni í spjótkasti má benda sérstaklega að landslið Íslands í 4*100m boðhlaupi mun keppa á mótinu og þannig æfa sig fyrir keppni á Smáþjóðaleikum. Í 100m hlaupi kvenna er ÍR-ingurinn Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir Íslandsmethafi í 60m hlaupi skráð til leiks og líkleg til sigurs. Í 400m hlaupi kvenna hlaupa m.a. tvær feikn efnilegar FH stúlkur, Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir. Í 100m hlaupi karla etja kappi helstu spretthlauparar landsins og ljóst að verður hörð barátta þar keppa m.a. Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA, Ari Bragi Konráðsson trompetleikari og spretthlaupari úr FH, ásamt félaga sínum Juan Ramon Borges FH  og ÍR ingarnir Ívar Kristinn Jasonarson og Einar Daði Lárusson, svo fáeinir séu nefndir. Frekari upplýsingar um greinar og keppendur má sjá að neðan og í mótakerfi FRÍ á thor.fri.is.

Það er ekki á hverjum degi sem möguleikar eru á heimsmeti í Laugardalnum. Nú er bara að fjölmenna í Laugardalinn til að hvetja keppendur áfram og auka þannig líkurnar á góðum afrekum í öllum greinum.

Keppendur Dags. Tími Grein Fjoldi
Keppendur 20.05.2015 18:00 Kúluvarp (7,26 kg) karla 2
Keppendur 20.05.2015 18:00 Spjótkast (600 gr) kvenna 5
Keppendur 20.05.2015 18:00 100 metra hlaup kvenna 17
Keppendur 20.05.2015 18:00 Langstökk karla 3
Keppendur 20.05.2015 18:30 100 metra hlaup karla 21
Keppendur 20.05.2015 19:00 800 metra hlaup kvenna 2
Keppendur 20.05.2015 19:00 Langstökk kvenna 9
Keppendur 20.05.2015 19:00 Kúluvarp (4,0 kg) kvenna 7
Keppendur 20.05.2015 19:00 Spjótkast (800 gr) karla 7
Keppendur 20.05.2015 19:15 800 metra hlaup karla 10
Keppendur 20.05.2015 19:30 4×100 metra boðhlaup karla  
Keppendur 20.05.2015 19:35 400 metra hlaup kvenna 4
Keppendur 20.05.2015 19:55 400 metra hlaup karla 9
Keppendur 20.05.2015 20:10 1500 metra hlaup kvenna  
Keppendur 20.05.2015 20:25 1500 metra hlaup karla 4
Keppendur 21.05.2015 18:00 Stangarstökk kvenna 4
Keppendur 21.05.2015 19:30 Stangarstökk karla  

 

Kempumót Íslands

Nú hefur verið boðað til móts sem nefnist Meistaramót Öldunga. Nafnið hefur ekki náð að heilla fjöldann til þátttöku til þessa, lítil von er til þess að það breytist. Kann að vera að Kempumót Íslands sé betra? Eða bara Kempumótið? Hvað sem nafngift líður þá er mótið bráð skemmtilegt. Þar etja kappi í frjálsíþróttum fullorðnir íþróttamenn í aldursflokkum, karlar 35 ára og eldri, konur 30 ára og eldri. 

Kempur í kúlu

Að þessu sinni er það FH sem býður kempum landsins að koma og keppa í Hafnarfirði 23. og 24. maí. Sjá allar frekari upplýsingar í útsendu boðsbréfi hér.

Fyrir áhugasama má skoða úrslit frá móti vetrarins hér og myndir á heimasíðu Ármanns hér.

 

 

 

RM 10 ára og yngri í næstu viku

Í næstu viku, þriðjudaginn 19. maí, fer Reykjavíkurmót 10 ára fram í Laugardalshöllinni, yfirstjórn móts í höndum Ármenninga. Mótið hefst klukkan 16:30 en mæting skal vera 30 mínútum fyrir mót, eða klukkan 16:00, og eru áætluð mótslok klukkan 18:00.

Fyrirkomulag keppninnar

Mótið verður í fjölþrautarformi og boðið verður uppá tvo aldursflokka, 8 ára og yngri og 9 til 10 ára. Allir þátttakendur fá verðlaun. Í hverju liði mega vera að hámarki 8 keppendur og skal vera liðsstjóri með hverju liði, foreldri eða þjálfari frá viðkomandi félagi sem sér um að skrá niður árangur í hverri þraut. Mæting er í anddyri A og B þar sem liðin finna sinn stað með sínum liðsstjóra. Þar fær liðsstjóri bækling í hendurnar með upplýsingum um þær þrautir sem farið verður í gegnum og á hvaða stöð hvert lið hefur keppni. Þegar liðsstjóri fær merki um að ganga inn í höllina þá leiðir hann sinn hóp á fyrstu stöð.

Skráning

Hvert félag sér um skráningu hjá sínum keppendum og raðar þeim upp í lið. Mótshaldarar áskilja sér rétt til að sameina fámenna hópa ef á þarf að halda.

Liðin finna sitt félag í flipum neðst í skjölunum, skráning í meðfylgjandi skjölum :

8 ára og yngri – smellið hér

9 – 10 ára – smellið hérSkráningafrestur er til miðnættis 15. maí.

Til þess að undirbúningur mótsins gangi sem best verða félög að senda sína skráningu áður en skráningarfrestur rennur út 15. maí. Auk liðsstjóra með hverjum hópi er gert ráð fyrir að hvert þátttökufélag útvegi jafn marga greinastjóra.

Gert er ráð fyrir að foreldrar séu staðsettir utan keppnissvæðis á meðan keppni fyrir fram.

Nánari upplýsingar veitir Ragna Baldvinsdóttir: ragnabaldvins@gmail.com

María Rún er komin aftur á spjótkastbrautina

JJ-mót Ármanns í næstu viku

Í næstu viku fer fram í Laugardal JJ-mót Ármanns, samkvæmt mótaskrá FRÍ. Mótið er nokkuð litað af því að nú styttist í Smáþjóðaleika. Starfsmenn munu æfa sig við að nota nýjan tæknibúnað á mótinu. Kastvöllur er lokaður vegna framkvæmda og sleggjukast ekki í boði eins og undanfarin ár. Af sömu ástæðu mun keppni í stangarstökki fara fram í Laugardalshöll á fimmtudaginn.
 
Skráning er hafin í nýja mótaforritinu á http://thor.fri.is og verður opið til miðnættis mánudaginn 18. maí. Endanlegur tímaseðill verður birtur í mótaforriti þriðjudaginn 19. maí.
 
Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir hverja grein. Ætlast er til þess að hvert félag eða héraðssamband geri upp fyrir sitt fólk. Vinsamlegast tryggið að þátttökugjald sé lagt inn á reikning 301-26-1150, kt: 491283-0339, fyrir klukkan 16:00 þriðjudaginn 19. maí og að kvittun berist í tölvupósti á: gjaldkeri@frjalsar.is.
 
Sigurvegarar í hverri grein hljóta verðlaun. 
 
Drög að tímaseðli fylgja að neðan:
 
Dagur 1 20. maí miðv.      
Tími Hlaup Langstökk Kúluvarp Spjótkast
18:00 100 m konur Karlar Karlar Konur
18:30 100 m karlar      
19:00 800 m konur Konur Konur Karlar
19:15 800 m karlar      
19:30 4*100m karlar      
19:40 400 m konur      
19:55 400 m karlar      
20:00        
20:10 1500 m konur      
20:25 1500 m karlar      
 
Dagur 2 21. maí fim.
Tími Stangarstökk
17:45 Konur
18:50 Karlar
 
 
Athugasemdum og fyrirspurnum svarar undirbúningsnefnd ef sent er á skraning@frjalsar.is
 
Vinsamlegast áframsendið á áhugasama, einnig má benda á Facebook viðburð mótsins hér.

Meistaramót Íslands í víðavangshlaupi – úrslit

Neðangreint eru úrslit í Meistaramóti Íslands í víðavangshlaupi, haldið í Laugardal 9. maí 2015. Athugasemdir sendist á skra@frjalsar.is.

Karlar – 7,5km
Sæti Keppandi Félag F.ár Tími
1 Arnar Pétursson ÍR 91 26:06.0
2 Sæmundur Ólafsson ÍR 95 26:31.0
3 Guðni Páll Pálsson ÍR 87 27:10.0
4 Sigurbjörn Árni Arngrímsson UMFL 73 27:40.0
5 Þórólfur Ingi Þórsson ÍR 76 28:48.0
6 Vignir Már Lýðsson ÍR 89 30:31.0
7 Vilhjálmur Þór Svansson ÍR 86 35:09.0
8 Pétur Karlsson Ármann 69 43:20.0
Konur – 7,5km
Sæti Keppandi Félag F.ár Tími
1 María Birkisdóttir ÍR 95 31:58.0
2 Fríða Rún Þórðardóttir ÍR 70 32:16.0
3 Eva Skarpaas Einarsdóttir ÍR 71 34:42.0
4 Anna Þuríður Pálsdóttir ÍR 93 39:35.0
5 Sigríður Garðarsdóttir Sprettur 65 40:16.0
Piltar 18-19ára – 6km
Sæti Keppandi Félag F.ár Tími
1 Jóhann Ingi Harðarsson ÍR 97 25:11.3
Stúlkur 18-19ára – 6km
Sæti Keppandi Félag F.ár Tími
1 Aníta Hinriksdóttir ÍR 96 22:38.5
Piltar 15-17ára – 3km
Sæti Keppandi Félag F.ár Tími
1 Daði Arnarson Fjölnir 99 10:42.7
2 Bjarni Ármann Atlason Á 98 10:44.3
3 Daníel Einar Hauksson FH 98 10:52.7
4 Starri Snær Valdimarsson ÍR 98 11:24.0
5 Andri Már Hannesson ÍR 99 11:35.8
6 Hinrik Snær Steinsson FH 00 11:56.5
7 Árni Haukur Árnason ÍR 99 14:54.8
Stúlkur 15-17ára – 3km
Sæti Keppandi Félag F.ár Tími
1 Andrea Kolbeinsdóttir ÍR 99 11:38.8
2 Þórdís Eva Steinsdóttir FH 00 12:10.6
3 Vilborg María Loftsdóttir ÍR 99 14:01.6
4 Birta Karen Tryggvadóttir Fjölnir 00 14:37.4
5 Margrét Hlín Harðardóttir ÍR 99 14:58.7
6 Aníta Birna Berndsen ÍR 98 15:10.4
Piltar 13-14ára – 1,5 km
Sæti Keppandi Félag F.ár Tími
1 Ólíver Dór Örvarsson Ármann 02 06:10.0
2 Úlfur Árnason ÍR 01 06:22.8
3 Mikael Daníel Guðmarsson ÍR 01 06:24.3
4 Gisli Zanen ÍR 01 06:28.9
5 Theodór Tristan S. Sigurðsson Fjölnir 02 06:31.3
6 Ísar Freyr Jónasson ÍR 01 06:47.5
7 Ísar Ingason ÍR 01 06:58.7
8 Páll Rúnar Sigurðsson Ármann 02 07:14.4
9 Viktor Logi Pétursson Ármann 02 07:14.9
Stúlkur 13-14ára – 1,5km
Sæti Keppandi Félag F.ár Tími
1 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR 01 06:09.8
2 Arna Eiríksdóttir ÍR 02 06:18.9
3 Lára Björk Pétursdóttir UMFL 02 06:25.4
4 Helga Margrét Haraldsdóttir ÍR 01 06:32.9
5 Elísa Sverrisdóttir Fjölnir 02 06:34.6
Piltar 12 ára og yngri – 1,5km
Sæti Keppandi Félag F.ár Tími
1 Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson UMFL 03 06:51.4
Stúlkur 12 ára og yngri – 1,5km
Sæti Keppandi Félag F.ár Tími
1 Þórey Kjartansdóttir Ármann 03 06:55,7
2 Bryndís Eiríksdóttir ÍR 05 07:18,4
3 Vaka Sigríður Ingólfsdóttir GoIngó 04 08:48,4

 

 

 

 

 

Skráning hafin í fjölgreinaskóla Ármanns og Þróttar

Nú er mögulegt að skrá sig í Fjölgreinaskóla Ármanns og Þróttar í skráningarkerfi Ármanns hér.

Boðið er upp á faglegt tveggja vikna námskeið í útivistarparadís Reykjavíkur í Laugardalnum. Á námskeiðunum fá börnin að kynnast fjölmörgum íþróttagreinum í bland við leiki og vettvangsferðir. Mikil áhersla er lögð á hreyfingu á námskeiðinu og fara börnin fótgangandi sem víðast. Námskeiðið er fyrir börn fædd 2005-2009 og er allan daginn. Starfsmenn á námskeiðinu hafa breiðan bakgrunn úr ólíkum íþróttagreinum. Skipulögð dagskrá er á milli 9-12, svo er hádegismatur og frjáls leikur á milli 12-13, svo aftur skipulögð dagskrá á milli 13-16. Gæsla er í boði á milli 8-9 og 16-17 og er hún gjaldfrjáls. Verð á tveggja vikna námskeiði er 25.000 krónur og innifalinn er heitur hádegismatur. Veittur er 15% systkinaafsláttur af lægra gjaldi.

Námskeið 1:      22. júní – 3. júlí 
Námskeið 2:      6. – 17. júlí
Námskeið 3:      4. ágúst – 7. ágúst (4 daga námskeið)
Námskeið 4:      10. – 21. ágúst 

 

Fjölskylduhlaup Ármanns og grænmetisbænda 2015

Það verður grænt og skemmtilegt hjá okkur á laugardaginn, 9. maí. Ármann heldur hlaupahátíð í Laugardal. Hátíðin hefst klukkan 10:00 þegar Fjölskylduhlaup Ármanns og grænmetisbænda verður ræst við Þvottalaugarnar.

 

Hlaupið er víðavangshlaup þar sem börn og fullorðnir hlaupa saman einn um 1,5km hring um gras og stíga Laugardalsins. Allir hlauparar fá grænmeti að launum frá grænmetisbændum og pylsur frá SS. Vinsamlegast skráið ykkur í hlaupið hér, ótrúlegt en satt þá kostar ekkert að taka þátt: http://tinyurl.com/skramig  

 

Myndir frá hlaupinu í fyrra má sjá hér.

 

Á sama stað hefst klukkan 11:00 Meistaramót Íslands í víðavangshlaupi á skemmtilegri braut í Laugardalnum. Skráning og frekari upplýsingar má sjá hér.

 

 

 

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns