Velgengni heimsmethafans heldur áfram
Velgengni Helga Sveins heldur áfram en hann fór með sigur af hólmi í spjótkasti í dag í flokki F42 á opna meistaramótinu í Grosseto á Ítalíu.
Helgi kastaði spjótinu 52,61 í fyrsta kasti og dugði það til sigurs.
Enn eitt gullið í safnið hjá honum og er óhætt að segja að Helgi sé í fanta formi þessa dagana en þess má geta að þá sló hann heimsmetið í sínum flokki um daginn eins og eflaust flestir vita.
