Ari Bragi fremstur meðal jafningja á JJ-mótinu
Ármenningar hafa nú tekið saman stigatölur í einstaklingsgreinum á JJ-móti Ármanns sem fram fór 20. maí síðastliðinn. Flestum stigum í karlaflokki náði Ari Bragi Kárason fyrir afrek sitt í 100m hlaupi eða 895 stig. Tíu bestu afrek mótsins má sjá að neðan. Lesa má um afrek í kvennaflokki hér.
Grein | Árangur | IAAF stig | Nafn keppanda | Félag |
100M | 10,97 | 895 | Ari Bragi Kárason | FH |
100M | 11,05 | 871 | Juan Ramon Borges Bosque | FH |
100M | 11,07 | 866 | Kolbeinn Höður Gunnarsson | UFA |
100M | 11,11 | 854 | Ívar Kristinn Jasonarson | ÍR |
100M | 11,11 | 854 | Tristan Freyr Jónsson | ÍR |
SPJÓT | 61,06 | 827 | Dagbjartur Daði Jónsson | ÍR |
1500M | 4:03,07 | 819 | Sæmundur Ólafsson | ÍR |
1500M | 4:04,00 | 808 | Arnar Pétursson | ÍR |
800M | 1:58,41 | 801 | Snorri Sigurðsson | ÍR |
400M | 51,12 | 794 | Kormákur Ari Hafliðason | FH |
