Góðir dagar festir á filmu af Gunnlaugi
Mikill fjöldi fólks leggur á sig mikið sjálfboðastarf í tengslum við Smáþjóðaleikana í Laugardalnum þessa vikuna. Einn af fjölmörgum er Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupari með meiru. Gunnlaugur á heiður að langflestum myndum á myndasíðu frjálsíþróttadeildar Ármanns.
Í gær stóð Gunnlaugur vaktina sem fyrr. Myndir hans frá fyrsta degi mótsins má nú sjá í myndaalbúmi hér.
Nokkrar úrvalsmyndir má sjá einnig hér að neðan.
