Ásdís og María í landsliðshópnum fyrir Smáþjóðaleikana
Ásdís Hjálmsdóttir og María Rúna Gunnlaugsdóttir úr Ármanni hafa verið valdnar í landslið Íslands til að keppa á Smáþjóðaleikunum í sumar en Smáþjóðaleikarnir verða jafnframt haldnir hér á landi.
Ásdís og María munu bæði keppa í spjótkasti á leikunum en ásamt spjótkastinu mun Ásdís einnig keppa í kringlukasti.
Undirbúningur fyrir Smáþjóðaleikana er nú að fara á fullt og hefst formlega næstkomandi föstudag þegar ÍSÍ boðar til fundar með sérsamböndum og þátttakendum leikanna.
Ármenningar geta verið stolt af sínum fulltrúum og óskum við þeim góðs gengið í undirbúningi og keppni.
