Hausthátið Ármanns á fimmtudagskvöld
Fimmtudagskvöldið 11. september klukkan 20:00 verður sett í Laugardalshöll Hausthátíð Ármanns 2014.
Á hátíðinni verður gert upp liðið starfsár hjá deildinni, viðurkenningar veittar en einnig horft til framtíðar og skipulag þjálfunar næsta starfsárs kynnt.
Hátíðin var haldin í fyrsta sinn fyrir ári. Myndir frá samkomu síðasta árs má sjá hér.
