Ármannshlaupið 2014 – Kári Steinn og Agnes Íslandsmeistarar
Kári Steinn Karlsson og Agnes Kristjánsdóttir fögnuðu sigri í Ármannshlaupinu sem þreytt var í kvöld en hlaupið er einnig Íslandsmeistaramót í 10 km götuhlaupi.
Alls hlupu 450 keppendur 10 km leiðina frá Sundahöfn út að Hörpu og til baka og kom Kári Steinn fyrstur allra í mark á tímanum 30 mínútur og 29 sekúndur, sem jafnframt er nýtt brautarmet. Um tveimur og hálfri mínútu á eftir honum var Ingvar Hjartarson og þriðji í karlaflokki á rétt rúmum 33 mínútum varð Guðni Páll Pálsson.
Agnes var 38 mínútur og 59 sekúndur að fara vegalengdina, tæpri mínútu þar á eftir kom önnur kvenna í mark Andrea Kolbeinsdóttir og þriðja varð svo Eva Skarpaas Einarsdóttir á 41 mínútu og 31 sekúndu.
Sigurvegarar í öðrum aldursflokkum voru:
Konur 18 ár og yngri – Andrea Kolbeinsdóttir, ÍR 39:50
Karlar 18 ára og yngri – Þór Daníel Hólm, Ármann 36:48
Konur 19 til 39 ára – Agnes Kristjánsdóttir 38:57
Karlar 19 til 39 ára – Kári Steinn Karlsson, ÍR 30:28
Konur 40 til 49 ára – Eva Skarpaas Einarsdóttir, ÍR 41:31
Karlar 40 til 49 ára – Kristján Sigurðsson 36:51
Konur 50 til 59 ára – Berglind Jóhannsdóttir 44:51
Karlar 50 til 59 ára – Ívar T. Jósafatsson, Ármann 36:22
Konur 60 ára og eldri – Kristjana Bergsdóttir 56:37
Karlar 60 ára og eldri – Kjartan B. Kristjánsson 45:23
- Heildarúrslit – http://www.frjalsar.is/armannshlaupid-2014
- Heildarúrslit á timataka.net – http://www.timataka.net/armannshlaupid2014/urslit
- Myndir af mótinu – https://www.flickr.com/photos/armannfrjalsar/sets
