Viktor Orri og Ernir í góðum hópi í Baku
Nú um helgina fer fram í Baku í Azerbajan forkeppni Evrópu fyrir Ólympíumót ungmenna. Ármenningarnir Viktor Orri Pétursson og Ernir Jónsson eru í glæsilegum hópi ungmenna frá Íslandi sem keppa á mótinu.
Að neðan má sjá allan hópinn, Viktor Orri þriðji frá vinstri og Ernir honum við hlið, fjórði frá vinstri.
Mynd Þórunnar Erlingsdóttur.
Piltarnir hafa lokið keppni. Ernir hljóp á 2:00,45. Það er bæting á hans besta árangri utanhúss, en aðeins frá hans besta árangri innanhúss. Viktor Orri hljóp á 2:01,16, sem er nokkuð frá hans besta. Sjá úrslit úr hlaupinu hér.
Heildar úrslit má sjá á vefnum hér.

Tög:Ernir, Viktor Orri