Viktor Orri Pétursson setur Íslandsmet í 1500m hlaupi 17 ára og yngri
Í kvöld lauk Reykjavíkurmeistaramóti í frjálsum í Laugardalshöll. Eitt aldursflokkamet var sett á mótinu. Það setti Ármenningurinn Viktor Orri Pétursson þegar hann hljóp 1500m á 4:09,40s. Bætti hann með þessu Íslandsmet í flokki 17 ára og yngri um rúma sekúndu. Viktor Orri naut stuðnings æfingafélaga síns Ernis Jónssonar í hlaupinu, en hann hjálpaði Viktori að halda uppi hraða og ,,héraði". Þetta var djörf tilraun því fyrir hlaupið hafði Viktor Orri hlaupið vegalengdina best á 4:28,22s.
Þeir félagar hafa tekið feikn miklum framförum í vetur undir stjórn nýs þjálfara. Sá heitir Erlingur Jóhannsson og er Íslandsmethafi í 800 metra hlaupi.
Eftir síðustu helgi sitja þeir nú í öðru og fjórða sæti afrekaskrár í 800m hlaupi innanhúss, eins og sjá má hér.
Skemmtilegt er að skoða framfarir Viktors Orra undanfarið ár í 800m hlaupi og sérstaklega undanfarna mánuði.
1:57,45 |
Reykjavík |
15.02.2014 |
|
1:59,22 |
Reykjavík |
02.02.2014 |
|
2:00,32 |
Reykjavík |
19.01.2014 |
|
2:01,43 |
Reykjavík |
11.01.2014 |
|
2:01,93 |
Reykjavík |
16.11.2013 |
|
2:05,95 |
Reykjavík |
26.01.2013 |
Mynd: Viktor Orri Pétursson, nú Íslandsmethafi í 1500m hlaupi 17 ára og yngri

Tög:Aldursflokkamet, Erlingur Jóhannsson, Ernir, Viktor Orri