60m hlaup karla á MÍ, Haraldur bætir sig (myndband)
Nú um helgina fer fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss í Laugardalshöllinni. Ármenningar eiga nokkra keppendur á mótinu en þrír þeirra kepptu í dag og stóðu sig glæsilega á fyrri keppnisdegi. Árangur þeirra má sjá hér að neðan. Haraldur Einarsson komst á pall í gríðarlega sterku úrslitahlaupi í 60m með persónulegri bætingu þegar hann hljóp á tímanum 7,07 sekúndum. Myndband af hlaupinu má sjá hér að neðan en eins og áður bendum við áhugasömum að auki á myndbandasíðu meistaraflokks.
Árangur Ármenninga á fyrri degi Meistaramóts fullorðinna:
Andri Snær Ólafsson
60m hlaup – 7,28 sek (persónuleg bæting úr 7,31 sek)
Þrístökk, 2. sæti – 13,47m
Haraldur Einarsson
60m hlaup, 3. sæti – 7,07 sek (persónuleg bæting úr 7,08 sek)
Ernir Jónsson
400m hlaup, 53,30 sek (persónuleg bæting úr 53,94 sek)
Endilega veljið full gæði á myndbandinu svo það njóti sín sem best.
