Ernir og Guðmundur Karl með Ármannsmet á Áramóti Fjölnis
Nokkrir vaskir piltar sem æfa með Ármanni kepptu á Áramóti Fjölnis í dag. Ernir Jónsson náði að bæta Ármannsmet Viktors Orra Péturssonar í 400m hlaupi 16-17 ára, með Viktor Orra á hælum sér. Mettími Ernis var 53,94s og tími Viktors Orra 54,06s. Fyrra met var 55,62s, svo heilmikil bæting hjá báðum.
Æfingafélagi þeirra Þór Daníel hljóp greitt í 800m hlaupi, en steig á línu og var dæmdur úr leik.
Í 200m hlaupinu voru tveir úr meistaraflokki félagsins á palli. Það voru þeir Haraldur Einarsson, HSK, með silfurverðlaun og Kristófer Þorgrímsson með brons. Haraldur hljóp á sínum besta tíma 22,90s (átti fyrir 22,92s). Kristófer stórbætti sinn besta tíma, um tvær sekúndur, hljóp nú á 23,25s en átti áður 25,25s frá árinu 2010. Þá sigraði Haraldur í 60m hlaupi á 7,22s.
Síðast en ekki síst náði Guðmundur Karl Úlfarsson að bæta eigin met í 200m hlaupi. Hann hljóp á 24,98s og náði þar með lágmarki fyrir Úrvalshóp FRÍ í greininni.
Heildar úrslit mótsins má sjá hér. Frekari samantekt má sjá á vef FRÍ hér.


Tög:Áramót Fjölnis, Ármannsmet, Ernir, Guðmundur Karl, Kristófer, Meistaraflokkur, Viktor Orri, Þór Daníel