Viktor Orri og Ernir bæta sig
Viktor Orri Pétursson og Ernir Jónsson reimuðu á sig gaddaskóna um helgina fyrir 800m hlaup á Silfurleikum ÍR. Það var vel þessi virði því þeir bættu sig báðir mikið. Viktor Orri sigraði í flokki 16-17 ára á tímanum 2:01,93. Viktor bætti með þessu eigin Ármannsmet. Ernir varð annar á 2:03,68. Sjá úrslit hlaupsins hér.
Tíminn er fínn á miðju uppbyggingartímabili hjá strákunum. Þeir æfa nú ásamt Þór Daníel Hólm undir stjórn Erlings Jóhanssonar. Upphaf samstarfsins lofar góðu.
Með hlaupi sínu náðu báðir lágmarki inn í Úrvalshóp FRÍ. En lágmarkið er 2:05,0 fyrir þeirra árgang, 1997.
Tími Viktors Orra er sá sjöundi besti frá upphafi samkvæmt afrekaskrá. Hann nær að lauma sér inn á milli bræðranna Sveins og Björns Margeirssona. Þó er rétt að taka fram að þeir bræður unnu sín afrek á krappri 100m braut.

Tög:800m, Ármannsmet, hlaup