Helgi Sveinsson var útnefndur frjálsíþróttamaður ársins 2015 og Trausti Þorsteins efnilegasti frjálsíþróttamaður Ármanns í afmælishófi Glímufélagsins Ármanns í gær sunnudag 13. des. Íþróttamaður ársins hjá félaginu var kjörinn Júlían J. K. Jóhannsson. Júlían varð á árinu heimsmeistari unglinga í kraftlyftingum.
Afrekssjóður Ármanns styrkti einnig íþróttamenn sem hafa skarað framúr á árinu í keppni innan lands og enn frekar utan. Frjálsíþróttamennirnir Guðmundur Karl Úlfarsson, Viktor Orri Pétursson, Trausti Þorstein, Ásdís Hjálmsdóttir og Helgi Sveinsson hlutu öll styrk úr sjóðnum í gær. Nánar má lesa um úthlutunina og tilnefningar allra deilda á vef Glímufélagsins hér.
Á myndinni að ofan má sjá Snorra Þorvaldsson formann Glímufélagsins Ármanns, Trausta Þór Þorsteins, Helga Sveinsson og Guðmund Karl Úlfarsson.
Trausti Þorsteins vann besta afrek dagsins á Aðventumóti Ármanns í Laugardalshöll í dag. Trausti bætti aldursflokkamet í flokki 17 ára um tæpa sekúndu þegar hann hljóp á 1:55,64s, sem eru 922 stig skv. stigatöflu IAAF. Með þessu bætti Trausti met Snorra Sigurðssonar ÍR frá 2008, metið var 1:56,45s.
Methlaupið hjá Trausta var mjög vel útfært en hann þurftið að leiða hlaupið seinni 400 metrana og því er greinilegt að hann á töluvert inn og getur bætti sig enn meira á næstu mótum.
Árangur Trausta er sérlega athyglisverður í ljósi þessi að hann byrjaði að æfa millivegalengd hlaup fyrir rúmlega ári síðan.
Erlingur Jóhannsson þjálfari Trausta sagði að þessu tilefni: „Trausti er mjög efnilegur hlaupari, metnaðfullur og æfir afburða vel. Hann er að mínu áliti einn efnilegasti millivegahlaupari á Íslandi í dag“.
Traust Þór Þorsteins kampakátur að hlaupi loknu.
Bestum árangri kvenna náði Helga Þóra Sigurjónsdóttir Fjölni sem stökk 1,66m í hástökki. Heildar úrslit í keppni fullorðinna má sjá hér að neðan.
60 metra hlaup kvenna 16 ára og eldri – 12.12.2015