Frjálsar.is » Helgi Sveinsson

Færslur merktar ‘Helgi Sveinsson’

Helgi Sveinsson & Aníta Hinriksdóttir eru Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur árið 2013

Á árinu urðu tveir frjálsíþróttamenn heimsmeistarar í sinni íþrótt í sínum flokki. Eftir þessu tóku Íslendingar vel í sumar. Eftir þessu tók líka stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur sem í dag valdi þessa glæsilegu frjálsíþróttamenn íþróttamenn ársins.

Helgi Sveinsson úr Ármanni hlýtur fyrstur karla sæmdartitilinn Íþróttakarl Reykjavíkur og Aníta Hinriksdóttir úr ÍR fyrst kvenna sæmdartitilinn Íþróttakona Reykjavíkur. Til þessa hefur verið valinn einn Íþróttamaður Reykjavíkur.

Frá afhendingu dagsins.

Helgi Sveinsson er íþróttamaður Ármanns 2013

Í dag var tilkynnt um val á íþróttamanni Ármanns fyrir árið 2013. Sá sem hlýtur sæmdartitilinn þetta árið er frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson.

Kempan er Reykvíkingur, fæddur 1979. Helgi fékk krabbamein í sköflungsbein hægri fótar 1998 og var fóturinn tekinn af fyrir ofan hné.

Frjálsíþróttaiðkun Helga hófst vorið 2011 með keppni á Ólympíumóti í Ríó 2016 sem helsta markmið. Framfarir urðu mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Eftir eitt ár í þjálfun var Helgi með A-lágmark í þremur greinum, 100m hlaupi, langstökki og spjótkasti.

Það er í spjótkasti sem Helgi hefur blómstrað. Hann náði fimmta sæti á Ólympíumóti fatlaðr 2012. Á liðnu ári náði Helgi síðan þeim magnaða árangri að ná heimsmeistaratitli í spjótkasti í sínum flokki á HM í frjálsum fatlaðra í Lyon. Sigurkast Helga mældis 50,98 metrar.

Helgi Sveinsson íþróttamaður Ármanns 2013

Helgi Sveinsson íþróttamaður Ármanns 2013 ásamt Kára Jónssyni þjálfara sínum. Mynd:Gunnlaugur Júl.

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns