Helgi Sveinsson var útnefndur frjálsíþróttamaður ársins 2015 og Trausti Þorsteins efnilegasti frjálsíþróttamaður Ármanns í afmælishófi Glímufélagsins Ármanns í gær sunnudag 13. des. Íþróttamaður ársins hjá félaginu var kjörinn Júlían J. K. Jóhannsson. Júlían varð á árinu heimsmeistari unglinga í kraftlyftingum.
Afrekssjóður Ármanns styrkti einnig íþróttamenn sem hafa skarað framúr á árinu í keppni innan lands og enn frekar utan. Frjálsíþróttamennirnir Guðmundur Karl Úlfarsson, Viktor Orri Pétursson, Trausti Þorstein, Ásdís Hjálmsdóttir og Helgi Sveinsson hlutu öll styrk úr sjóðnum í gær. Nánar má lesa um úthlutunina og tilnefningar allra deilda á vef Glímufélagsins hér.
Á myndinni að ofan má sjá Snorra Þorvaldsson formann Glímufélagsins Ármanns, Trausta Þór Þorsteins, Helga Sveinsson og Guðmund Karl Úlfarsson.
Góðar fréttir frá Swiss Open. Helgi Sveinsson sem varð heimsmeistari í sínum flokki á HM fatlaðra í fyrra var fyrr í kvöld að bæta Íslandsmet sitt svo um munar. Helgi kastaði 51,83m sem er bæting um tæpan metra frá fyrra ári þegar hann varð heimsmeistari með 50,98m kasti.
Á árinu urðu tveir frjálsíþróttamenn heimsmeistarar í sinni íþrótt í sínum flokki. Eftir þessu tóku Íslendingar vel í sumar. Eftir þessu tók líka stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur sem í dag valdi þessa glæsilegu frjálsíþróttamenn íþróttamenn ársins.
Helgi Sveinsson úr Ármanni hlýtur fyrstur karla sæmdartitilinn Íþróttakarl Reykjavíkur og Aníta Hinriksdóttir úr ÍR fyrst kvenna sæmdartitilinn Íþróttakona Reykjavíkur. Til þessa hefur verið valinn einn Íþróttamaður Reykjavíkur.
Það er gleðilegt að segja frá því að okkar glæsilegu afreksmenn, Ólympíufarinn Ásdís Hjálmsdóttir og heimsmeistarinn Helgi Sveinsson hafa fengið tilnefningar sem Íþróttakona og Íþróttakarl Reykjavíkur árið 2013. Þá má sjá einnig að ÍR ingurinn Aníta Hinriksdóttir er einnig tilnefnd. Því alls þrír frjálsíþróttamenn tilnefndir.
Tilkynnt verður hver hlýtur sæmdartitlana, Íþróttakarl og Íþróttakona ársins, í móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur 18. desember næstkomandi. Til þessa hefur aðeins verið valinn Íþróttamaður Reykjavíkur. Þá er nýlunda að tilkynnt verður um Íþróttalið Reykjavík árið 2013 við sama tilefni.
Þess má geta að Ásdís Hjálmsdóttir var valin Íþróttamaður Reykjavíkur 2009 og 2010. Þá var Helgi Sveinsson valinn Íþróttamaður ÍF á dögunum.
Listi í stafrófsröð yfir tilnefnda íþróttamenn má sjá að neðan.
Aníta Hinriksdóttir, ÍR
Anton Sveinn McKee, Sundfélaginu Ægi
Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni
Ásgeir Sigurgeirsson, Skotfélagi Reykjavíkur
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sundfélaginu Ægi
Hannes Þór Halldórsson, KR
Helga María Vilhjálmsdóttir, ÍR
Helgi Sveinsson, Ármanni
Jón Margeir Sverrisson, Fjölni
Konráð Valur Sveinsson, Fáki
Stella Sigurðardóttir, Fram
Sunna Víðisdóttir, GR