Frjálsar.is » Halli Einars

Færslur merktar ‘Halli Einars’

Spennandi frjálsíþróttakeppni RIG á sunnudag

Reykjavík International Games fer fram næstu tvær helgar í borginni. Frjálsíþróttahluti leikanna fer fram á sunnudaginn kemur milli klukkan 13 og 15.

Keppendalisti liggur nú fyrir og má sjá keppendur í karlaflokki hér og í kvennaflokki hér og tímaseðill hér.

Eins og sjá má eru Ármenningar fjölmennir í karlaflokki, alls munu sjö. Þeir eru:

Björn Margeirsson, Ernir Jónsson og Viktor Orri Pétursson í 800m hlaupi. Kristófer Þorgrímsson og Haraldur Einarsson í 60m hlaupi. Bjarni Malmquist Jónsson í 60m grindahlaupi og þjálfarinn Guðmundur Hólmar Jónsson í kúluvarpi.

Því miður er engin Ármannskona með þetta árið, vonandi þeim mun fleiri að ári.

Þetta er mót sem enginn áhugamanneskja um frjálsar ætti að láta framhjá sér fara!

Halli Einars með sína bestu byrjun á Aðventumóti Ármanns

Það er óhætt að setja að Haraldur Einarsson alþingismaður og Íslandsmeistari í 60m hlaupi nái fljúgandi starti á sínum keppnisvetri. Hans fyrsta 60m keppnishlaup á tímabilinu tók skamma stund, aðeins 7,13s. Fyrir sléttu ári á sama móti hljóp Halli 60 metrana á 7,35s. Það verður hægara sagt en gert fyrir keppinautana að halda í við alþingismanninn eftir áramótin.

Eins og sjá má á myndinni þá er hugur kempunnar kominn í Ármann. Halli tók forskot á sæluna og keppti í Ármannsbol, þó formleg félagaskipti geti ekki farið fram fyrr en um áramót.


60m Haraldur Einarsson

Halli Einars kemur fyrstu í mark í 60m hlaupi

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns