
Myndasafn Ármenninga skoðað meira en milljón sinnum
Við Ármenningar höfum náð ánægjulegum áfanga. Myndir í myndasafni okkar hafa nú verið skoðaðar 1,003,868 sinnum. Það er yfir milljón sinnum!
Myndirnar eru alls rétt tæplega 14.000, flokkaðar niður í 104 sett, eða viðburði sjá hér. Heiðurinn að lang flestum þeirra á gjaldkeri deildarinnar, ofurhlauparinn Gunnlaugur Júlíusson.
Í tilefni áfangans teljum við rétt að birta mynd af Gunnlaugi í kunnuglegri stöðu.
Þá fylgir einnig að neðan yfirlit yfir nokkrar vinsælustu myndirnar úr myndasafninu.
[AFG_gallery id=’3′]