Helgi Sveinsson var útnefndur frjálsíþróttamaður ársins 2015 og Trausti Þorsteins efnilegasti frjálsíþróttamaður Ármanns í afmælishófi Glímufélagsins Ármanns í gær sunnudag 13. des. Íþróttamaður ársins hjá félaginu var kjörinn Júlían J. K. Jóhannsson. Júlían varð á árinu heimsmeistari unglinga í kraftlyftingum.
Afrekssjóður Ármanns styrkti einnig íþróttamenn sem hafa skarað framúr á árinu í keppni innan lands og enn frekar utan. Frjálsíþróttamennirnir Guðmundur Karl Úlfarsson, Viktor Orri Pétursson, Trausti Þorstein, Ásdís Hjálmsdóttir og Helgi Sveinsson hlutu öll styrk úr sjóðnum í gær. Nánar má lesa um úthlutunina og tilnefningar allra deilda á vef Glímufélagsins hér.
Á myndinni að ofan má sjá Snorra Þorvaldsson formann Glímufélagsins Ármanns, Trausta Þór Þorsteins, Helga Sveinsson og Guðmund Karl Úlfarsson.
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið eftirtalda íþróttamenn til keppni á NM ungmenna í fjölþrautum sem fram fer í Kópavogi 7.-8. júní næstkomandi.
Flokkur 19-22 ára
Karlar: Hermann Þór Haraldsson FH, Ingi Rúnar Kristinsson Breiðablik, Stefán Þór Jósefsson UFA
Konur: Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH
Flokkur 18-19 ára
Piltar: Krister Blær Jónsson ÍR
Stúlkur: Arna Stefanía Guðmundsdóttir ÍR, Ásgerður Jana Ágústsdóttir UFA
Flokkur 16-17 ára
Piltar: Fannar Yngvi Rafnarsson HSK/UMF.Selfoss, Guðmundur Karl Úlfarsson Ármann, Tristan Freyr Jónsson ÍR, Ari Ari Eiríksson Breiðablik
Stúlkur: Hanna Þráinsdóttir ÍR, Irma Gunnarsdóttir Breiðablik
Nokkrir vaskir piltar sem æfa með Ármanni kepptu á Áramóti Fjölnis í dag. Ernir Jónsson náði að bæta Ármannsmet Viktors Orra Péturssonar í 400m hlaupi 16-17 ára, með Viktor Orra á hælum sér. Mettími Ernis var 53,94s og tími Viktors Orra 54,06s. Fyrra met var 55,62s, svo heilmikil bæting hjá báðum.
Æfingafélagi þeirra Þór Daníel hljóp greitt í 800m hlaupi, en steig á línu og var dæmdur úr leik.
Í 200m hlaupinu voru tveir úr meistaraflokki félagsins á palli. Það voru þeir Haraldur Einarsson, HSK, með silfurverðlaun og Kristófer Þorgrímsson með brons. Haraldur hljóp á sínum besta tíma 22,90s (átti fyrir 22,92s). Kristófer stórbætti sinn besta tíma, um tvær sekúndur, hljóp nú á 23,25s en átti áður 25,25s frá árinu 2010. Þá sigraði Haraldur í 60m hlaupi á 7,22s.
Síðast en ekki síst náði Guðmundur Karl Úlfarsson að bæta eigin met í 200m hlaupi. Hann hljóp á 24,98s og náði þar með lágmarki fyrir Úrvalshóp FRÍ í greininni.
Heildar úrslit mótsins má sjá hér. Frekari samantekt má sjá á vef FRÍ hér.