Það hefur verið virkilega gaman að sjá Kristófer Þorgrímsson aftur á hlaupabrautinni í vetur. Kristófer æfði og keppti í nokkrum greinum árið 2010 en hefur síðan þá einbeitt sér að knattspyrnu.
Í haust hefur hann byggt sig upp með Meistaraflokki Ármanns og vakti athygli góður tími hans í mælingum t.d. í 30m með ,,fljúgandi starti“.
Kristófer hefur náð að fylgja vel á eftir æfingatölunum í keppni. Hann náði 13. besta tíma ársins 2013 á landinu í 60m hlaupi, 7,28s á 3. Jólamóti ÍR. Á Áramóti Fjölnis hljóp hann svo 200m á 23,25 sekúndum. Sá árangur er Ármannsmet í flokki 20-22ja ára. Þessi metbæting fór framhjá ritstjórn frjalsar.is þegar við skrifuðum frétt um mótið og því áréttuð hér. Um liðna helgi náði hann svo þriðju verðlaunum á MÍ 15-22ja ára í 200m hlaupi á 23,49s.
Það verður gaman að fylgjast með Kristófer á hlaupabrautinni á næstunni. Hann, Haraldur Einarssonar og mögulega fleiri stefna áreiðanlega á að bæta Ármannsmetið í greininni (í karlaflokki), en það á Reynir Logi Ólafsson, 22,39s. Sett árið 2000.
Nokkrir vaskir piltar sem æfa með Ármanni kepptu á Áramóti Fjölnis í dag. Ernir Jónsson náði að bæta Ármannsmet Viktors Orra Péturssonar í 400m hlaupi 16-17 ára, með Viktor Orra á hælum sér. Mettími Ernis var 53,94s og tími Viktors Orra 54,06s. Fyrra met var 55,62s, svo heilmikil bæting hjá báðum.
Æfingafélagi þeirra Þór Daníel hljóp greitt í 800m hlaupi, en steig á línu og var dæmdur úr leik.
Í 200m hlaupinu voru tveir úr meistaraflokki félagsins á palli. Það voru þeir Haraldur Einarsson, HSK, með silfurverðlaun og Kristófer Þorgrímsson með brons. Haraldur hljóp á sínum besta tíma 22,90s (átti fyrir 22,92s). Kristófer stórbætti sinn besta tíma, um tvær sekúndur, hljóp nú á 23,25s en átti áður 25,25s frá árinu 2010. Þá sigraði Haraldur í 60m hlaupi á 7,22s.
Síðast en ekki síst náði Guðmundur Karl Úlfarsson að bæta eigin met í 200m hlaupi. Hann hljóp á 24,98s og náði þar með lágmarki fyrir Úrvalshóp FRÍ í greininni.
Heildar úrslit mótsins má sjá hér. Frekari samantekt má sjá á vef FRÍ hér.
Hinn 15 ára gamli Guðmundur Karl Úlfarsson náði góðum árangri á Aðventumóti Ármanns um helgina. Hann kastaði lengst sinna jafnaldra í kúluvarpi 12,04m (4kg kúla), stökk lengst í langstökki (5,64m), sem er persónulegt met og hljóp hraðast í 200m hlaup (25,07s).
Árangurinn í 200m hlaupinu er nálægt lágmarki fyrir 15 ára inn í Úrvalshóp FRÍ, það er 24,75s.
Tími Guðmundar Karls er nýtt Ármannsmet í 15 ára flokki. Fyrra met var tveggja ára gamalt í eigu Sölva Kolbeinssonar, 25,75s.
Guðmundur Karl Úlfarsson kastar kúlu á Aðventumótinu.
Viktor Orri Pétursson og Ernir Jónsson kampakátir á æfingu í dag.
Viktor Orri Pétursson og Ernir Jónsson reimuðu á sig gaddaskóna um helgina fyrir 800m hlaup á Silfurleikum ÍR. Það var vel þessi virði því þeir bættu sig báðir mikið. Viktor Orri sigraði í flokki 16-17 ára á tímanum 2:01,93. Viktor bætti með þessu eigin Ármannsmet. Ernir varð annar á 2:03,68. Sjá úrslit hlaupsins hér.
Tíminn er fínn á miðju uppbyggingartímabili hjá strákunum. Þeir æfa nú ásamt Þór Daníel Hólm undir stjórn Erlings Jóhanssonar. Upphaf samstarfsins lofar góðu.
Með hlaupi sínu náðu báðir lágmarki inn í Úrvalshóp FRÍ. En lágmarkið er 2:05,0 fyrir þeirra árgang, 1997.
Tími Viktors Orra er sá sjöundi besti frá upphafi samkvæmt afrekaskrá. Hann nær að lauma sér inn á milli bræðranna Sveins og Björns Margeirssona. Þó er rétt að taka fram að þeir bræður unnu sín afrek á krappri 100m braut.