Frjálsar.is » Ýmsar Hlaupaleiðir

Ýmsar Hlaupaleiðir

Hér eru kort af ýmsum hlaupaleiðum sem Hlaupahópur Ármanns fer stundum á æfingum.

Á þriðjudögum og fimmtudögum eru sprettæfingar þar sem mætt er í Frjálsíþróttahöllina. Þá er hlaupið á stígunum eða grasbrekkunum í Laugardalnum. Þá er oft hitað upp með rúmlega 2 Km leið frá Frjálsíþróttahöllinni að Þvottalaugunum. Við Þvottalaugarnar eru teknar hreyfiteygjur, tækniæfingar og hraðaaukningar og svo lagt í sprettina.

Á laugardögum er jafnan farið frá Laugardalslaug en einnig frá öðrum sundlaugum eða jafnvel Heiðmörk.

Götur og stígar frá Laugardalslaug eða Frjálsíþróttahöll
2,4 Km upphitun frá Frjálsíþróttahöll að Þvottalaugum (kort)
5,0 Km hringur um Laugardal, þessi klassíski, vægar brekkur (kort)
5,5 Km marflöt leið meðfram sjónum, Sæbrautarhringur (kort)
6,0 Km um Laugarnes, Klettagarða og til baka um Laugardal (kort)
6,0 Km lenging út frá klassíska hringnum um Langholtsveg og Suðurlandsbraut (kort)
7,0 Km krákustígar, klassíski Laugardalshringurinn með lengingu um Álfheima (kort)
10 Km frá Laugardalslaug, Suðurlandsbraut, Elliðaárdalur, Fossvogsdalur og Háaleiti, þokkaleg brekka (kort)
12 Km frá Laugardalslaug, Elliðaárstíflu og Rafstöðvarveg (kort)
12 Km um Sæbraut, Skólavörðustíg, Öskjuhlíð, Kirkjugarð og Kringlumýrarbraut – "Rocky-leiðin" (kort)
15 Km um Sæbraut, Rafstöðvarveg, Árbæjarlaug, niður Elliðárdal og Suðurlandsbraut (kort)
22 Km Reykjavíkurhringur, Sæbraut, Grandi, Eiðistorg, Ægissíða, Fossvogsdalur, Vogar (kort)
22 Km um efri byggðir Elliðaárdalur Árbær Rauðavatn Grafarholt Grafarvogur (kort)

Stígar innanbæjar
2,2 Km Öskjuhlíðarhringur (Death-laps), malarstígur u.þ.b. 45 m hækkun (kort) | Garmin Connect segment | Strava segment

Utanvegaleiðir
12,4 Km Ríkishringur í Heiðmörk (kort) | Garmin Connect course | Strava segment

Keppnisleiðir
10K Powerade Vetrarhlaupið (kort) | Garmin Connect course | Strava segment

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns