Frjálsar.is » Æfingar í maí

Æfingar í maí

Hópurinn hittist á þriðjud. og fimmtud. kl. 17:45 við innganginn á Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal og á laugardögum kl. 09:00 við innganginn á Laugardalslaug. Aðra daga hleypur fólk á “eigin vegum”.

MÁNUDAGAR: Rólegt skokk 30-70 mín eða aðrar úthaldsæfingar eins og hjól, sund, skíðavél og bootcamp. Láta skynsemina ráða hversu mikið þið reynið á ykkur en fyrst og fremst að ná úr sér þreytu og vera upplagður fyrir æfingu morgundagsins. Ef það er hjólað þá er tíminn tæplega tvöfaldur miðað við áætlaðan hlaupatíma.

ÞRIÐJUDAGAR: Tempóhlaup – hist við innganginn á Frjálsíþróttahöllinni kl. 17:45.
Í maí munum við ýmist taka þessar æfingar í dalnum eða Öskjuhlíðinni. Þá hitum við okkur upp með því að skokka í Öskjuhlíðina.

MIÐVIKUDAGAR: HVÍLD fyrir þá sem þurfa eða hafa ekki tíma fyrir meira hlaup. Annars er þetta góður dagur fyrir styrktaræfingar og létt skokk.

FIMMTUDAGAR: Brekkusprettir, interval eða úthaldssprettir – hist við innganginn á Frjálsíþróttahöllinni kl. 17:45.
Þessar æfingar eru yfirleitt í Laugardalnum.

FÖSTUDAGAR: 7-12 km rólegt skokk eða hvíld.

LAUGARDAGAR: Löng hlaup. Mæting kl. 9 við innganginn á Laugardalslaug eða fyrir utan bæinn þegar við hlaupum utanvega og þá er það auglýst sérstaklega á FB síðunni okkar.

SUNNUDAGAR: HVÍLD.  Ef einhverjir vilja dreifa álaginu er fínt að hjóla sig í form. Á sunnudögum eru hjólaæfingar frá World Class, Laugum kl. 9:30 sem Ægir þríþraut eru með. Sjá: http://aegir3.is/hjolaaefingar-uti/
Ef þessi hjólaæfing er tekin er best að sleppa hlaupi á föstudegi og taka hann sem hvíldardag.

Áherslur mánaðarins: Auka kílómetrafjölda, taka niðurskokkið rólega og halda hvíldardagana heilaga.

Byrjendr ættu ekki að hlaupa oftar en 3 x í viku, fyrstu 3 vikurnar. 

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns