Börn – 1. og 2. bekkur

Frjálsar fyrir 1. og 2. bekk

Æfingatími haustannar 2020 er 15:00–15:45, þriðjudaga og fimmtudaga.

Fyrsta æfing haustannarinnar er þriðjudaginn 1. september og stendur önnin fram í miðjan desember.

Æfingar 1. og 2. bekkjar hafa verið gríðar vinsælar, enda einkar fjölbreytt og uppbyggjandi starf undir stjórn góðra þjálfara. Fjölbreytt og skemmtileg þjálfun við bestu aðstæður. Æfingarnar í vetur verða líkt og áður tengdar frístundarútunni sem ekur iðkendum frá frístundaheimilum við Laugarnes-, Langholts- og Vogaskóla á æfingarnar.

Iðkendur þurfa ekki annað en hefðbundinn íþróttafatnað og annað hvort létta íþróttaskó eða sokka eftir því hvað þeim þykir þægilegast.

Æfingagjald haustannar 2019 er 27.500,- fyrir æfingar 2x í viku og 16.500,- fyrir æfingar 1x í viku. Innifalið í æfingagjöldum eru keppnisgjöld á tiltekin mót annarinnar, Ármannsbolur fyrir þá sem ekki eiga slíkt og 1.000,- króna iðkendagjald til FRÍ.

Skráning í æfingar OG frístundarútu fer fram í skráningarkerfi Ármanns á armenningar.felog.is. Mögulegt er að nota frístundakort Reykjavíkurborgar til greiðslu æfingagjalda.

 

Frjálsíþróttahöll afstöðumynd

Nánari upplýsingar veitir Örvar Ólafsson umsjónarþjálfari yngri flokka orvar (hjá) frjalsar.is

Æfingarnar fara fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sjá afstöðumynd að neðan.

10949248314_24697db8b9_z

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No connected account.

Please go to the Instagram Feed settings page to connect an account.

Aðventumót Ármanns