Frjálsar.is » Fréttir og pistlar

Meistaramót Íslands í víðavangshlaupi – úrslit

Neðangreint eru úrslit í Meistaramóti Íslands í víðavangshlaupi, haldið í Laugardal 9. maí 2015. Athugasemdir sendist á skra@frjalsar.is.

Karlar – 7,5km
Sæti Keppandi Félag F.ár Tími
1 Arnar Pétursson ÍR 91 26:06.0
2 Sæmundur Ólafsson ÍR 95 26:31.0
3 Guðni Páll Pálsson ÍR 87 27:10.0
4 Sigurbjörn Árni Arngrímsson UMFL 73 27:40.0
5 Þórólfur Ingi Þórsson ÍR 76 28:48.0
6 Vignir Már Lýðsson ÍR 89 30:31.0
7 Vilhjálmur Þór Svansson ÍR 86 35:09.0
8 Pétur Karlsson Ármann 69 43:20.0
Konur – 7,5km
Sæti Keppandi Félag F.ár Tími
1 María Birkisdóttir ÍR 95 31:58.0
2 Fríða Rún Þórðardóttir ÍR 70 32:16.0
3 Eva Skarpaas Einarsdóttir ÍR 71 34:42.0
4 Anna Þuríður Pálsdóttir ÍR 93 39:35.0
5 Sigríður Garðarsdóttir Sprettur 65 40:16.0
Piltar 18-19ára – 6km
Sæti Keppandi Félag F.ár Tími
1 Jóhann Ingi Harðarsson ÍR 97 25:11.3
Stúlkur 18-19ára – 6km
Sæti Keppandi Félag F.ár Tími
1 Aníta Hinriksdóttir ÍR 96 22:38.5
Piltar 15-17ára – 3km
Sæti Keppandi Félag F.ár Tími
1 Daði Arnarson Fjölnir 99 10:42.7
2 Bjarni Ármann Atlason Á 98 10:44.3
3 Daníel Einar Hauksson FH 98 10:52.7
4 Starri Snær Valdimarsson ÍR 98 11:24.0
5 Andri Már Hannesson ÍR 99 11:35.8
6 Hinrik Snær Steinsson FH 00 11:56.5
7 Árni Haukur Árnason ÍR 99 14:54.8
Stúlkur 15-17ára – 3km
Sæti Keppandi Félag F.ár Tími
1 Andrea Kolbeinsdóttir ÍR 99 11:38.8
2 Þórdís Eva Steinsdóttir FH 00 12:10.6
3 Vilborg María Loftsdóttir ÍR 99 14:01.6
4 Birta Karen Tryggvadóttir Fjölnir 00 14:37.4
5 Margrét Hlín Harðardóttir ÍR 99 14:58.7
6 Aníta Birna Berndsen ÍR 98 15:10.4
Piltar 13-14ára – 1,5 km
Sæti Keppandi Félag F.ár Tími
1 Ólíver Dór Örvarsson Ármann 02 06:10.0
2 Úlfur Árnason ÍR 01 06:22.8
3 Mikael Daníel Guðmarsson ÍR 01 06:24.3
4 Gisli Zanen ÍR 01 06:28.9
5 Theodór Tristan S. Sigurðsson Fjölnir 02 06:31.3
6 Ísar Freyr Jónasson ÍR 01 06:47.5
7 Ísar Ingason ÍR 01 06:58.7
8 Páll Rúnar Sigurðsson Ármann 02 07:14.4
9 Viktor Logi Pétursson Ármann 02 07:14.9
Stúlkur 13-14ára – 1,5km
Sæti Keppandi Félag F.ár Tími
1 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR 01 06:09.8
2 Arna Eiríksdóttir ÍR 02 06:18.9
3 Lára Björk Pétursdóttir UMFL 02 06:25.4
4 Helga Margrét Haraldsdóttir ÍR 01 06:32.9
5 Elísa Sverrisdóttir Fjölnir 02 06:34.6
Piltar 12 ára og yngri – 1,5km
Sæti Keppandi Félag F.ár Tími
1 Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson UMFL 03 06:51.4
Stúlkur 12 ára og yngri – 1,5km
Sæti Keppandi Félag F.ár Tími
1 Þórey Kjartansdóttir Ármann 03 06:55,7
2 Bryndís Eiríksdóttir ÍR 05 07:18,4
3 Vaka Sigríður Ingólfsdóttir GoIngó 04 08:48,4

 

 

 

 

 

Nú þegar rúmlega 70 forskráðir í fjölskylduhlaup Ármanns og garðyrkjubænda

Á öðrum degi skráningar eru rúmlega 70 forskráðir í fjölskylduhlaup Ármanns og garðyrkjubænda.

Óhætt er að segja að þetta stefni í fjölmennan og glæsilegan viðburð.

Hvetjum við alla til að leggja leið sína í Laugardalinn og eiga með okkur glaðan dag.

Glæsileg verðlaun frá garðyrkjubændum.

Grillaðar SS pylsur verða síðan í boði að hlaupi loknu.

Dagskrá má sjá hér: http://tinyurl.com/mdea7dv

Enn frábærar fréttir úr kasthópi mfl

Hulda Sigurjónsdóttir úr Suðra, sem æfir með kasthópi Ármenninga undir stjórn Paul Cota, landaði fjórða Íslandsmet sínu í kúlu á þessu ári og því fyrsta utanhúss, á kastmoti ÍR í Laugardalnum í kvöld. Nýja metið er 9,57m en það gamla var 9,04m síðan 2012 og jöfnun 2013.
Innanhúss hefur hún nú kastað 9.70m lengst.
Það er örugglega von á áframhaldi á metum frá Huldu í flokki 20 því nú fer kringlan líka á flug.
Til hamingju Hulda!

Byrjendanámskeið hjá hlaupahópi Ármanns

Viltu reima á þig hlaupaskóna og njóta þess að hreyfa þig úti í sumar í frábærum félagsskap?

Hlaupahópur Ármanns kynnir  8. vikna byrjendanámkseið sem hefst þriðjudaginn 12. maí.  Námskeiðið hentar þeim sem hafa lítinn eða jafnvel engan grunn í hlaupum. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti hlaupið samfellt 5 kílómetra í lok þess. Á námskeiðinu fá allir æfingaráætlun sem miðast við 3 æfingar í viku.

Allar æfingar fara fram í Laugardalnum. Í upphafi æfinga hittist hópurinn við F-inngang Laugardalshallarinnar.  Æfingarnar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:30 og laugardaga kl 10.

Þjálfari hópsins er Rut Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur og þjálfari hjá frjálsíþróttadeild Ármanns.

Námskeiðisgjald er 10.990 kr

Allar nánari upplýsingar fást hjá rutsigurjons@gmail.com

Orri og Eyrún halda áfram að slá persónuleg met

Coca Cola mótið í Kaplakrika fór fram í gær en keppt var í kúluvarpi og kringlukasti.

Óhætt er að segja að góður árangur hafi náðst hjá okkar fólki sem og öðrum keppendum þar sem mikið var um persónulegar bætingar. 

Einn fulltrúi fór fyrir okkar hönd það þessu sinni. Orri Davíðsson endaði í 4. sæti í Kúluvarpi með kasti uppá 14,60m og bætti jafnframt sitt persónulegt met.

Eyrún Halla sem keppir undir nafni Selfoss en æfir hjá kasthópnum okkar undir stjórn Paul Cota vann svo kúluvarp kvenna með kast uppá 11,10m.

Miklar og strangar æfingar hjá okkar fólki í vetur eru greinilega að skila sér og verður spennandi að fylgjast með gangi mála í sumar á komandi mótum.

Skráning hafin í fjölgreinaskóla Ármanns og Þróttar

Nú er mögulegt að skrá sig í Fjölgreinaskóla Ármanns og Þróttar í skráningarkerfi Ármanns hér.

Boðið er upp á faglegt tveggja vikna námskeið í útivistarparadís Reykjavíkur í Laugardalnum. Á námskeiðunum fá börnin að kynnast fjölmörgum íþróttagreinum í bland við leiki og vettvangsferðir. Mikil áhersla er lögð á hreyfingu á námskeiðinu og fara börnin fótgangandi sem víðast. Námskeiðið er fyrir börn fædd 2005-2009 og er allan daginn. Starfsmenn á námskeiðinu hafa breiðan bakgrunn úr ólíkum íþróttagreinum. Skipulögð dagskrá er á milli 9-12, svo er hádegismatur og frjáls leikur á milli 12-13, svo aftur skipulögð dagskrá á milli 13-16. Gæsla er í boði á milli 8-9 og 16-17 og er hún gjaldfrjáls. Verð á tveggja vikna námskeiði er 25.000 krónur og innifalinn er heitur hádegismatur. Veittur er 15% systkinaafsláttur af lægra gjaldi.

Námskeið 1:      22. júní – 3. júlí 
Námskeið 2:      6. – 17. júlí
Námskeið 3:      4. ágúst – 7. ágúst (4 daga námskeið)
Námskeið 4:      10. – 21. ágúst 

 

Fjölskylduhlaup Ármanns og grænmetisbænda 2015

Það verður grænt og skemmtilegt hjá okkur á laugardaginn, 9. maí. Ármann heldur hlaupahátíð í Laugardal. Hátíðin hefst klukkan 10:00 þegar Fjölskylduhlaup Ármanns og grænmetisbænda verður ræst við Þvottalaugarnar.

 

Hlaupið er víðavangshlaup þar sem börn og fullorðnir hlaupa saman einn um 1,5km hring um gras og stíga Laugardalsins. Allir hlauparar fá grænmeti að launum frá grænmetisbændum og pylsur frá SS. Vinsamlegast skráið ykkur í hlaupið hér, ótrúlegt en satt þá kostar ekkert að taka þátt: http://tinyurl.com/skramig  

 

Myndir frá hlaupinu í fyrra má sjá hér.

 

Á sama stað hefst klukkan 11:00 Meistaramót Íslands í víðavangshlaupi á skemmtilegri braut í Laugardalnum. Skráning og frekari upplýsingar má sjá hér.

 

 

 

Ný stjórn og ráð frjálsíþróttardeildar Ármanns

Aðalfundur frjálsíþróttardeildar Ármanns fór fram nú á vordögum.

Ákveðið var að þessu sinni að stækka og fjölga ráðum undir stjórn deildar. Vill frjálsíþróttadeildin með því fá fleiri aðila að deildinni og sækja því enn sterkar til sóknar.

Ný stjórn deildar var kjörin og skipa:

Freyr Ólafsson(formaður), Reynir Björgvinsson(ritari), Gunnlaugur Júlíusson(gjaldkeri), Friðbjörn Hólm(meðstj), Jóney Hrönn Gylfadóttir (meðstj), Sigfinnur Viggósson(meðstj), Haraldur Einarsson(meðstj).

Helstu nefndir og ráð undir stjórn deildar má nefna: Meistaraflokksráð, barna- og unglingaráð, hlaupahópsráð, útbreiðslunefnd, sölu- og markaðsnefnd og framkvæmdarnefnd.

 

 

 

 

 

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No connected account.

Please go to the Instagram Feed settings page to connect an account.

Aðventumót Ármanns