Frjálsar.is » Fréttir og pistlar

Mundi með góðan fyrri keppnisdag á MÍ í fjölþrautum

Nú um helgina fer fram MÍ í fjölþrautum í Kaplakrika. Guðmundur Karl Úlfarsson, oft kallaður Mundi, er mættur til leiks fyrir hönd okkar Ármenninga.

Þrátt fyrir mikinn vind og loftkulda gekk Munda mjög vel í sínum greinum á fyrri kepnnisdegi sem fram fór í dag.

Þess má geta að þá bætti Mundi sig í langstökki með stökki uppá 6,44m og varð í 1. sæti. 

Annars er Mundi í 2. sæti eftir fyrri keppnisdag, í flokki 16-17 ára, með 3114 stig.

Frábær byrjun hjá Munda og óhætt að segja að hann sé koma sterkur til leiks í byrjun keppnistímabils.

Önnur úrslit greina Munda má sjá hér:  http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/urslitib2457D1.htm

Fréttir um gengi Munda á seinni degi koma á morgunn.

Tilraun við heimsmet á JJ-móti Ármanns á Laugardalsvelli í dag

Ármenningurinn Helgi Sveinsson, heims og Evrópumeistari í spjótkasti karli í flokki F42/T42, mun keppa á JJ-móti Ármanns í dag. Helgi gerði góða atlögu að heims- og Evrópumeti í sínum flokki á Vormóti HSK á Selfossi síðastliðinn laugardag, þar sem hann kastaði spjótinu 52,69m, eða aðeins 5cm frá Evrópumetinu og 10cm frá heimsmetinu. Helgi virðist því ná góðum takti við þjálfarann öfluga Einar Vilhjálmsson, formann FRÍ. 

Keppni á mótinu hefst klukkan 18:00, keppni í spjótkasti karla hefst klukkan 19:00. 

Ágætis skráning er á mótið, yfir 80 keppendur alls. Auk keppni í spjótkasti má benda sérstaklega að landslið Íslands í 4*100m boðhlaupi mun keppa á mótinu og þannig æfa sig fyrir keppni á Smáþjóðaleikum. Í 100m hlaupi kvenna er ÍR-ingurinn Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir Íslandsmethafi í 60m hlaupi skráð til leiks og líkleg til sigurs. Í 400m hlaupi kvenna hlaupa m.a. tvær feikn efnilegar FH stúlkur, Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir. Í 100m hlaupi karla etja kappi helstu spretthlauparar landsins og ljóst að verður hörð barátta þar keppa m.a. Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA, Ari Bragi Konráðsson trompetleikari og spretthlaupari úr FH, ásamt félaga sínum Juan Ramon Borges FH  og ÍR ingarnir Ívar Kristinn Jasonarson og Einar Daði Lárusson, svo fáeinir séu nefndir. Frekari upplýsingar um greinar og keppendur má sjá að neðan og í mótakerfi FRÍ á thor.fri.is.

Það er ekki á hverjum degi sem möguleikar eru á heimsmeti í Laugardalnum. Nú er bara að fjölmenna í Laugardalinn til að hvetja keppendur áfram og auka þannig líkurnar á góðum afrekum í öllum greinum.

Keppendur Dags. Tími Grein Fjoldi
Keppendur 20.05.2015 18:00 Kúluvarp (7,26 kg) karla 2
Keppendur 20.05.2015 18:00 Spjótkast (600 gr) kvenna 5
Keppendur 20.05.2015 18:00 100 metra hlaup kvenna 17
Keppendur 20.05.2015 18:00 Langstökk karla 3
Keppendur 20.05.2015 18:30 100 metra hlaup karla 21
Keppendur 20.05.2015 19:00 800 metra hlaup kvenna 2
Keppendur 20.05.2015 19:00 Langstökk kvenna 9
Keppendur 20.05.2015 19:00 Kúluvarp (4,0 kg) kvenna 7
Keppendur 20.05.2015 19:00 Spjótkast (800 gr) karla 7
Keppendur 20.05.2015 19:15 800 metra hlaup karla 10
Keppendur 20.05.2015 19:30 4×100 metra boðhlaup karla  
Keppendur 20.05.2015 19:35 400 metra hlaup kvenna 4
Keppendur 20.05.2015 19:55 400 metra hlaup karla 9
Keppendur 20.05.2015 20:10 1500 metra hlaup kvenna  
Keppendur 20.05.2015 20:25 1500 metra hlaup karla 4
Keppendur 21.05.2015 18:00 Stangarstökk kvenna 4
Keppendur 21.05.2015 19:30 Stangarstökk karla  

 

Kempumót Íslands

Nú hefur verið boðað til móts sem nefnist Meistaramót Öldunga. Nafnið hefur ekki náð að heilla fjöldann til þátttöku til þessa, lítil von er til þess að það breytist. Kann að vera að Kempumót Íslands sé betra? Eða bara Kempumótið? Hvað sem nafngift líður þá er mótið bráð skemmtilegt. Þar etja kappi í frjálsíþróttum fullorðnir íþróttamenn í aldursflokkum, karlar 35 ára og eldri, konur 30 ára og eldri. 

Kempur í kúlu

Að þessu sinni er það FH sem býður kempum landsins að koma og keppa í Hafnarfirði 23. og 24. maí. Sjá allar frekari upplýsingar í útsendu boðsbréfi hér.

Fyrir áhugasama má skoða úrslit frá móti vetrarins hér og myndir á heimasíðu Ármanns hér.

 

 

 

RM 10 ára og yngri í næstu viku

Í næstu viku, þriðjudaginn 19. maí, fer Reykjavíkurmót 10 ára fram í Laugardalshöllinni, yfirstjórn móts í höndum Ármenninga. Mótið hefst klukkan 16:30 en mæting skal vera 30 mínútum fyrir mót, eða klukkan 16:00, og eru áætluð mótslok klukkan 18:00.

Fyrirkomulag keppninnar

Mótið verður í fjölþrautarformi og boðið verður uppá tvo aldursflokka, 8 ára og yngri og 9 til 10 ára. Allir þátttakendur fá verðlaun. Í hverju liði mega vera að hámarki 8 keppendur og skal vera liðsstjóri með hverju liði, foreldri eða þjálfari frá viðkomandi félagi sem sér um að skrá niður árangur í hverri þraut. Mæting er í anddyri A og B þar sem liðin finna sinn stað með sínum liðsstjóra. Þar fær liðsstjóri bækling í hendurnar með upplýsingum um þær þrautir sem farið verður í gegnum og á hvaða stöð hvert lið hefur keppni. Þegar liðsstjóri fær merki um að ganga inn í höllina þá leiðir hann sinn hóp á fyrstu stöð.

Skráning

Hvert félag sér um skráningu hjá sínum keppendum og raðar þeim upp í lið. Mótshaldarar áskilja sér rétt til að sameina fámenna hópa ef á þarf að halda.

Liðin finna sitt félag í flipum neðst í skjölunum, skráning í meðfylgjandi skjölum :

8 ára og yngri – smellið hér

9 – 10 ára – smellið hérSkráningafrestur er til miðnættis 15. maí.

Til þess að undirbúningur mótsins gangi sem best verða félög að senda sína skráningu áður en skráningarfrestur rennur út 15. maí. Auk liðsstjóra með hverjum hópi er gert ráð fyrir að hvert þátttökufélag útvegi jafn marga greinastjóra.

Gert er ráð fyrir að foreldrar séu staðsettir utan keppnissvæðis á meðan keppni fyrir fram.

Nánari upplýsingar veitir Ragna Baldvinsdóttir: ragnabaldvins@gmail.com

María Rún er komin aftur á spjótkastbrautina

JJ-mót Ármanns í næstu viku

Í næstu viku fer fram í Laugardal JJ-mót Ármanns, samkvæmt mótaskrá FRÍ. Mótið er nokkuð litað af því að nú styttist í Smáþjóðaleika. Starfsmenn munu æfa sig við að nota nýjan tæknibúnað á mótinu. Kastvöllur er lokaður vegna framkvæmda og sleggjukast ekki í boði eins og undanfarin ár. Af sömu ástæðu mun keppni í stangarstökki fara fram í Laugardalshöll á fimmtudaginn.
 
Skráning er hafin í nýja mótaforritinu á http://thor.fri.is og verður opið til miðnættis mánudaginn 18. maí. Endanlegur tímaseðill verður birtur í mótaforriti þriðjudaginn 19. maí.
 
Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir hverja grein. Ætlast er til þess að hvert félag eða héraðssamband geri upp fyrir sitt fólk. Vinsamlegast tryggið að þátttökugjald sé lagt inn á reikning 301-26-1150, kt: 491283-0339, fyrir klukkan 16:00 þriðjudaginn 19. maí og að kvittun berist í tölvupósti á: gjaldkeri@frjalsar.is.
 
Sigurvegarar í hverri grein hljóta verðlaun. 
 
Drög að tímaseðli fylgja að neðan:
 
Dagur 1 20. maí miðv.      
Tími Hlaup Langstökk Kúluvarp Spjótkast
18:00 100 m konur Karlar Karlar Konur
18:30 100 m karlar      
19:00 800 m konur Konur Konur Karlar
19:15 800 m karlar      
19:30 4*100m karlar      
19:40 400 m konur      
19:55 400 m karlar      
20:00        
20:10 1500 m konur      
20:25 1500 m karlar      
 
Dagur 2 21. maí fim.
Tími Stangarstökk
17:45 Konur
18:50 Karlar
 
 
Athugasemdum og fyrirspurnum svarar undirbúningsnefnd ef sent er á skraning@frjalsar.is
 
Vinsamlegast áframsendið á áhugasama, einnig má benda á Facebook viðburð mótsins hér.

Ásdís og María í landsliðshópnum fyrir Smáþjóðaleikana

Ásdís Hjálmsdóttir og María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni hafa verið valdnar í landslið Íslands til að keppa á Smáþjóðaleikunum í sumar en Smáþjóðaleikarnir verða jafnframt haldnir hér á landi.

Ásdís og María munu bæði keppa í spjótkasti á leikunum en ásamt spjótkastinu mun Ásdís einnig keppa í kringlukasti.

Undirbúningur fyrir Smáþjóðaleikana er nú að fara á fullt og hefst formlega næstkomandi föstudag þegar ÍSÍ boðar til fundar með sérsamböndum og þátttakendum leikanna.

Ármenningar geta verið stolt af sínum fulltrúum og óskum við þeim góðs gengið í undirbúningi og keppni.

Ásdís og María í landsliðshópnum fyrir Smáþjóðaleikana

Ásdís Hjálmsdóttir og María Rúna Gunnlaugsdóttir úr Ármanni hafa verið valdnar í landslið Íslands til að keppa á Smáþjóðaleikunum í sumar en Smáþjóðaleikarnir verða jafnframt haldnir hér á landi.

Ásdís og María munu bæði keppa í spjótkasti á leikunum en ásamt spjótkastinu mun Ásdís einnig keppa í kringlukasti.

Undirbúningur fyrir Smáþjóðaleikana er nú að fara á fullt og hefst formlega næstkomandi föstudag þegar ÍSÍ boðar til fundar með sérsamböndum og þátttakendum leikanna.

Ármenningar geta verið stolt af sínum fulltrúum og óskum við þeim góðs gengið í undirbúningi og keppni.

Ásdís og María í landsliðshópnum fyrir Smáþjóðaleikana

Ásdís Hjálmsdóttir og María Rúna Gunnlaugsdóttir úr Ármanni hafa verið valdnar í landslið Íslands til að keppa á Smáþjóðaleikunum í sumar en Smáþjóðaleikarnir verða jafnframt haldnir hér á landi.

Ásdís og María munu bæði keppa í spjótkasti á leikunum en ásamt spjótkastinu mun Ásdís einnig keppa í kringlukasti.

Undirbúningur fyrir Smáþjóðaleikana er nú að fara á fullt og hefst formlega næstkomandi föstudag þegar ÍSÍ boðar til fundar með sérsamböndum og þátttakendum leikanna.

Ármenningar geta verið stolt af sínum fulltrúum og óskum við þeim góðs gengið í undirbúningi og keppni.

Um 300 manns lögðu leið sína í Laugardalinn í gær

Óhætt er að segja að viðrað hafi vel til hlaupaiðkunar í gær þegar Víðavangshlaup Íslands og Fjölskylduhlaup Ármanns og garðyrkjubænda fór fram.

Um rúmlega 300 manns gerðu sér glaðan dag og lögðu leið sína í Laugardalinn til að hlaupa, hvetja og gæða sér á grænmeti og pylsum í boði grænmetisbænda og SS.

Vel heppnaður gærdagur að baki og þakkar frjálsíþróttadeildin þeim sem mættu fyrir samveruna.

Margar frábærar myndir af gærdeginum má sjá á fésbókarsíðu okkar.

Sömuleiðs má sjá úrslit Víðavangshlaupsins inná frjalsar.is

 

Reykjavíkurmót 10 ára og yngri

Þriðjudaginn 19. maí er komið að Reykjavíkurmóti 10 ára og yngri. Að þessu sinni er það frjálsíþróttadeild Ármanns sem heldur mótið með góðri aðstoð hinna Reykjavíkurfélaganna. Mótið hefst kl. 16.30 og lýkur kl. 18. Boðið verður uppá þrautabraut 8. ára og yngri og 9.-10. ára. Þrautirnar reyna á líkamlega burði, skemmtileg blanda af frjálsíþróttatengdum æfingum sem reyna á þol, styrk og snerpu. Sjáumst í höllinni þann 19. maí!

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No connected account.

Please go to the Instagram Feed settings page to connect an account.

Aðventumót Ármanns