Frjálsar.is » Fréttir og pistlar

Aðventumót Ármanns

Aðventumót Ármanns sem haldið var í dag í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal var afar vel heppnað. Mótið hófst á fjölþrautarmóti þar sem krakkar í 1.-4. bekk spreyttu sig í ýmsum þrautum sem reyna á ýmiss konar færni. Að því loknu tók við fjölþrautarmót krakka í 5.-8. bekk. Þar tóku fjölmargir þátt, sumir að taka þátt í sínu fyrsta móti meðan aðrir úr hópi keppenda eru þrautreyndir í keppni. Síðasti mótshlutinn var svo greinamót 14 ára og eldri. Á þeim hluta var keppendum sem náðu yfir 900 stigum samkvæmt stigatöflu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins veitt sérstök viðurkenning – sem og þeim sem settu aldursflokkamet á mótinu. Heildar úrslit mótsins má finna hér. Afar ánægjulegt er að sjá hvað margir keppenda voru að bæta sinn besta árangur, alls voru rétt tæplega 300 persónuleg met slegin á mótinu – heildarlista yfir bætingar keppenda má finna hér.

Þeir sem náðu yfir 900 stig á mótinu voru:

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR með 1036 fyrir að hlaupa 200 metra á 24,51, einnig náði Guðbjörg Jóna í 972 stig í 60m. hlaupi fyrir tíma sinn 7,75. Árangur Guðbjargar Jónu í 60 metra hlaupinu er aldursflokkamet í flokki 15 ára stúlkna og í 200 metra hlaupinu er um að ræða aldursflokkamet í flokki 15, 17 og 19 ára stúlkna.

Tíana Ósk Whitworth ÍR fékk 978 stig fyrir tíma sinn í 60m. hlaupi (7,73s) og 983 stig fyrir tíma sinn í 200 (25,11s.).

Þær Birna Kristín Kristjánsdóttir Breiðablik og Helga Margrét Haraldsdóttir hlupu báðar á tímanum 7,92s. í 60 metrum og hlutu fyrir það 920 stig.

Trausti Þór Þorsteinsson úr Ármanni bætti svo aldursflokkamet í 19 ára flokki þegar hann hljóp 1.000 metrana á tímanum 2:33,41.

 

Frjálsíþróttadeild Ármanns þakkar öllum sjálfboðaliðum deildarinnar, keppendum og öðrum gestum kærlega fyrir skemmtilegan dag.

 

Fjölskylduhlaup Ármanns og Víðavangshlaup Íslands

Víðavangshlaup Íslands fór fram í blíðskaparveðri við Þvottalaugarnar í Laugardal á laugardaginn. Sigurvegari í karlaflokki varð Kári Steinn Karlsson ÍR, Þorbergur Ingi Jónsson UFA varð í öðru sæti og ÍR ingurinn Guðni Páll Pálsson varð í þriðja sæti.  Í kvennaflokki sigraði Aníta Hinriksdóttir ÍR, Fríða Rún Þórðardóttir varð í öðru sæti og Helga Guðný Elíasdóttir Fjölni varð í þriðja sæti.

Aðrir sigurvegarar dagsins voru:

Arna Kristín Árnadóttir Ármanni í flokki stúlkna 12 ára og yngri

Björn Þór Gunnlaugsson Ármanni í flokki 13-14 ára pilta

Iðunn Björg Arnaldsdóttir ÍR í flokki 13-14 ára stúlkna

Gísli Igor Zanen ÍR í flokki 15-17 ára pilta

Andrea Kolbeinsdóttir ÍR í flokki 15-17 ára stúlkna

Daníel Einar Hauksson FH í flokki 18-19 ára pilta

Í stigakeppni félaga sigraði Ármann í flokki 13-14 ára pilta. ÍR bar sigur úr býtum í flokkum 15-17 ára pilta, 15-17 ára stúlkna, kvenna- og karlaflokki.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Fyrr um daginn stóð frjálsíþróttadeild Ármanns fyrir fjölskylduhlaupi sínu á sama stað í samstarfi við garðyrkjubændur. Þar gafst áhugasömum kostur á að hlaupa brautina sem notuð var við Víðavangshlaupið. Að loknu hlaupi var boðið uppá þrautir í umsjón þjálfara frjálsíþróttadeildarinnar. Að lokum var svo boðið uppá pylsur í boði SS í brauði frá Myllunni.

Myndir af Víðavangshlaupinu og fjölskylduhlaupi Ármanns má finna á myndasíðu frjálsíþróttadeildar Ármanns – sjá hér

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar mánudaginn 18. apríl klukkan 20:00 í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal

Á mánudaginn næsta skapast tækifæri fyrir þig. Undirritaður mun þá ganga inn á aðalfund sem formaður frjálsíþróttadeildar og Gunnlaugur Júlíusson sem gjaldkeri í síðasta sinn eftir 7 ára setu. Út af fundi er tækifæri fyrir þig að ganga sem formaður, gjaldkeri eða annað spennandi. Betra tækifæri til að þróa sig og þroska og um leið hjálpa ungu fólki að bæta sig er vandfundið.

Við Gunnlaugur ásamt fráfarandi stjórn náum að skila af okkur ágætis búi sem ætti að vera gaman að taka við. Aldrei hafa fleiri æft með deildinni, peningastaðan er fín og það sem er samt skemmtilegast fyrir nýja stjórn, sjaldan verið meiri möguleikar til að gera enn betur í miðju kröftugu og vaxandi hverfi með flottum þjálfurum í góðri æfingaaðstöðu.

Nú skora ég á þig að svara mér um leið og þú lest þetta, hvað Ármann getur gert fyrir þig og um leið þú fyrir Ármann næsta árið með því að senda póst á freyr@frjalsar.is.

Fyrir hönd stjórnar, 

Freyr Ólafsson formaður frjálsíþróttadeildar.

 

Morgunnámskeið í hlaupum fyrir nýliða

Í apríl og maí stendur Hlaupahópur Ármanns fyrir byrjendanámskeiði í hlaupum. Æfingarnar fara fram í Laugardalnum milli 6:30 og 7:15 á þriðjudögum og fimmtudögum. Mæting stundvíslega við Laugardalslaugina kl 06:30. Fyrsta æfingin fer fram 5. apríl. Verðið mætti kalla gjöf en ekki gjald fyrir góða heilsu eða aðeins 10.000kr fyrir 9 vikna námskeið!

Þjálfari verður Rut Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur og frjálsíþróttaþjálfari með meiru. Skráningar sendist á rutsigurjons@gmail.com

Er ekki tilvalið að taka daginn snemma nokkra morgna og koma sér þannig í gang fyrir sumarið? Muna bara að fara aðeins fyrr að sofa og mæta grjóthörð í gallanum á þriðjudaginn í næstu viku!

MFL í æfingabúðum á Alfa Mar

Meistaraflokkur Ármanns er þessa stundina staddur í æfingabúðum á Alfa Mar í Portúgal þar sem æft er við toppaðstæður. 

Er þetta liður að undirbúningstímabilinu fyrir komandi keppnistímabil í sumar. 

Hópurinn lagði af stað sl föstudag og er væntanlegur til landsins aftur 31. mars. Kastarahópurinn mun þó vera lengur eða til 3. april.

Með í för eru Kári Jónsson, yfirþjálfari og Paul Couta kast-og styrktarþjálfari.

Mikil stemning og gleði er í hópnum og er óhætt að segja að æft sé stíft þessa dagana.

Myndir og ferðasaga er væntanleg.

Stjórnin notar tækifærið og kastar kveðju út til okkar fólks og óskar þeim gleðilegra páska sem og velgengni á æfingum.

 

3 gull, silfur og brons á Mí 15-22 ára

Á sunnudaginn síðast liðinn lauk MÍ 15-22 ára. Á seinni keppnisdegi kepptu einungis Andrea og Trausti. Andrea vann þar silfur í stangarstökki stúlkna 16-17 ára með stökki uppá 2,90m. Hún keppti sömuleiðis í stangarstökki kvenna og lenti í 4.sæti með stökki uppá 3,00m.

Trausti gerði sér sömuleiðis lítið fyrir og vann sitt annað gull um helgina með sigri í 1500m hlaupi á tímanum 4:08,07.

Virkilega flott helgi hjá okkar fólki og varð heildarniðurstaðan 3 gull, 1 silfur og 1 brons og 30,5 stig í heildarstigakeppninni.

Framundan er síðan bikarkepnni FRÍ þar sem við munum senda karlalið að þessu sinni. Hvetjum við áhugasama Ármenninga að mæta og styðja okkar fólk 🙂

Fyrri degi á MÍ 15-22 ára lokið – Bjarni Á og Trausti með gull

Fyrri degi á MÍ 15-22 ára lauk í dag í Laugardalshöll. Ármann sendi til leiks 6 keppendur að þessu sinni en það voru þau Andrea Rún, Diljá, Bjarni Ármann, Breki, Patrekur Andrés og Trausti.

Andrea Rún keppti í 60m 16-17ára í dag á tímanum 8,94. Andra mun svo keppa í sinni aðalgrein, stangarstökki, á morgunn.

Diljá Mikaelsdóttir keppti í langstökki og hástökki 16-17ára og lenti í 5.sæti í báðum greinum með stökk uppá 1,52m í hástökki og 5,01m í langstökki.

Bjarni Ármann átti frábæran dag og sigraði 3000m hlaup pilta 20-22ára á tímanum 10:17,45. Hann á þó nóg inni en hann á best 9:57,31 úti. Hann vann sömuleiðis til bronsverðlauna í 800m hlaupi á tímanum 2:02,50. Hann mun svo keppa á morgunn í 400 og 1500m hlaupi.

Breki Ingibjargarson, sem byrjaði að æfa hjá okkur í haust og hefur farið gríðarlega fram, keppti í dag á sínu fyrsta móti í 60m og hástökki pilta 18-19ára og hljóp á 8,63 og stökk 1,50m. Hann mun jafnframt keppa í 200m hlaupi á morgunn.

Patrekur Axel keppti í 60m hlaupi á tímanum 8,27 sem skilaði honum 10.sæti. Hann var þar nærri sínum besta árangri en hann á þar 8,27.

Trausti Þór heldur uppteknum hætti og sigraði 1500m hlaup pilta 18-19ára á tímanum 1:56,41. Hann mun svo keppa í 1500m á morgunn.

Virkilega flottur dagur að baki hjá okkar fólki og verður morgundagurinn ekki síðri.

Fyrri keppnisdegi á MÍ 15-22 ára lokið – Trausti og Bjarni Á með gull

Fyrri degi á MÍ 15-22 ára lauk í dag í Laugardalshöll. Ármann sendi til leiks 7 keppendur að þessu sinni en það voru þau Andrea Rún, Diljá, Bjarni Ármann, Breki, Patrekur Andrés og Trausti.

Andrea Rún keppti í 60m 16-17ára í dag á tímanum 8,94. Andra mun svo keppa í sinni aðalgrein, stangarstökki, á morgunn.

Diljá Mikaelsdóttir keppti í langstökki og hástökki 16-17ára og lenti í 5.sæti í báðum greinum með stökk uppá 1,52m í hástökki og 5,01m í langstökki.

Bjarni Ármann átti frábæran dag og sigraði 3000m hlaup pilta 20-22ára á tímanum 10:17,45. Hann á þó nóg inni en hann á best 9:57,31 úti. Hann vann sömuleiðis til bronsverðlauna í 800m hlaupi á tímanum 2:02,50. Hann mun svo keppa á morgunn í 400 og 1500m hlaupi.

Breki Ingibjargarson, sem byrjaði að æfa hjá okkur í haust og hefur farið gríðarlega fram, keppti í dag á sínu fyrsta móti í 60m og hástökki pilta 18-19ára og hljóp á 8,63 og stökk 1,50m. Hann mun jafnframt keppa í 200m hlaupi á morgunn.

Patrekur Axel keppti í 60m hlaupi á tímanum 8,27 sem skilaði honum 10.sæti. Hann var þar nærri sínum besta árangri en hann á þar 8,27.

Trausti Þór heldur uppteknum hætti og sigraði 1500m hlaup pilta 18-19ára á tímanum 1:56,41. Hann mun svo keppa í 1500m á morgunn.

Virkilega flottur dagur að baki hjá okkar fólki og verður morgundagurinn ekki síðri.

 

Flott Meistaramót að baki – mikið um verðlaun og PB hjá okkar fólki

Meistaramót Íslands fór fram nú um helgina. Að þessu sinni kom það í hendur okkar Ármenninga að sjá um mótið. Framkvæmd mótsins gekk vel fyrir sig og eigum við sjálfboðaliðum miklar þakkir fyrir aðstoðina.

Góður árangur náðist hjá okkar fólki þar sem all nokkur verðlaun og persónulegar bætingar létu dagsins ljós. Ávallt gaman að sjá bætingar okkar keppenda enda langt og strangt undirbúningstímabil að baki þar sem allt kapp er lagt á að toppa á réttum tíma sem þessum

Kári Jónsson, yfirþjálfari, tók saman árangur okkar keppenda sem má sjá hér að neðan:

Andrea Rún: Brons í stöng með 3,12 – PB

Andri Snær: Brons í langstökki með 6,50 – PB. Sjötti í 60m á 7,23 – PB

Bjarni Ármann: Brons í 1500 á 4:11,99 – PB. Sjöundi í 800 á 2:01,81 – PB

Ernir Jónsson: Fjórði í 800 á 1:58,10

Orri Davíðs: Silfur í Kúlu með 14,96 – PB

Trausti Þór: Gull í 800 á 1:57,40

Þór Daníel með 4:38,21 í 1500

 

Ármann þakkar öllum sem lögðu leið sína í höllina og minnir á MÍ 15-22 ára um næstu helgi þar sem all nokkrir keppendur frá okkur mæta.

 

 

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns