Frjálsar.is » Ólympíufarar

Velgengni heimsmethafans heldur áfram

Velgengni Helga Sveins heldur áfram en hann fór með sigur af hólmi í spjótkasti í dag í flokki F42 á opna meistaramótinu í Grosseto á Ítalíu.

Helgi kastaði spjótinu 52,61 í fyrsta kasti og dugði það til sigurs.

Enn eitt gullið í safnið hjá honum og er óhætt að segja að Helgi sé í fanta formi þessa dagana en þess má geta að þá sló hann heimsmetið í sínum flokki um daginn eins og eflaust flestir vita.

 

Helgi Sveins og Patrekur mættir til Ítalíu

Ármenningarnir Helgi Sveins og Patrekur Andrés Axelsson eru staddir þessa stundina á Ítalíu, ásamt fleirum úr afrekshópi ÍF, þar sem þeir munu keppa á opna ítalska meistaramótinu í Grosseto á laugardag og sunnudag.

Farið var sl sunnudag og hafa undanfarnir dagar farið í að æfa og aðlaga sig að aðstæðum fyrir komandi keppni sem hefst núna um helgina.

Heims- og evrópumeistarinn, Helgi Sveins, mætir til leiks á föstudaginn og hefur keppni í spjótkasti í flokki F42.

Patrekur fer í formlega flokkun sjónskertra í T12 og keppir í fyrsta skipti erlendis. Hann mun keppa í 100m á laugardaginn og 200m hlaupi á sunnudaginn.

Hulda Sigurjónsdóttir sem æfir hjá Ármanni undir stjórn Paul Cota mun einnig keppa á mótinu þar sem hún keppir í kúlu og kringlu.

Yfirþjálfari Ármanns sem og landsliðsþjálfari ÍF Kári Jónsson er aðsjálfsögðu með í för og lætur okkur vita af gangi mál.

Fréttir af gangi mála munu birtast hérna á heimasíðunni.

Óskum við þeim öllum góðs gengis.

Ásdís með silfur í kringlunni

Kringlukast kvenna á Smáþjóðaleikunum var nú að ljúka rétt í þessu. Ásdis sem er betur þekkt fyrir afrek sín í spjótkasti var mætt til leiks í kringluna í dag og endaði í 2. sæti með kasti uppá 42,13m. Androniki Lada frá Kýpur sigraði með kasti uppá 53,73m.

Niðurstaða því gull og silfur hjá Ásdísi á Smáþjóðaleikunum. Glæsilegur árangur það og óskum við henni til hamingju með árangurinn!

Ásdís keppir á demantamótinu í Osló

Ásdís mun taka þátt í demantamóti í Osló í næstu viku eftir að hafa þegið boð frá Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu nú á dögunum.

Spennandi verður að fylgjast með gangi mála þar sem Ásdís er í toppformi þessa dagana en eins og flestir vita þá náði hún lágmarki inná HM og Ólympíuleikana nú um daginn og sömuleiðis sigur á Smáþjóðaleikunum í gær.

Að sögn Ásdísar mun svo stífur undirbúningur hefjast að loknu demantamótinu í Osló fyrir HM í sumar.

Óskum við Ásdísi góðs gengis á demantamótinu.

Fyrirliðar íslenska landsliðsins, Ásdís og Óðinn, mætt til Georgíu

Um helgina fer fram evrópukeppni landsliða í 3.deild. Keppnin að þessu sinni er haldin í Tbilisí höfuðborg Georgíu.

Við Ármenningar eigum aðsjálfsögðu fulltrúa þarna en það eru þau Ásdís og Óðinn en þau verða jafnframt fyrirliðar íslenska liðsins

Óskum við þeim og landsliðinu góðs gengis um helgina.

 

Óðinn í samstarf við Holta kjúkling og MS

Ólympíufarinn Óðinn Björn Þorsteinsson, sem gekk til liðs við okkur Ármenninga í vetur, hefur hafið samstarf við Holta kjúkling og MS.

Að sögn Óðins er hann mjög ánægður með þetta samstarf, sem muni hjálpa honum enn frekar við að ná markmiðum sínum.

Þetta er jafnframt frábær auglýsing fyrir MS og Holta enda Óðinn frábær íþróttamaður og fyrirmynd jafnt innan sem utan vallar.

Fínt upphaf hjá Ásdísi, fjórða í Leiria, Portúgal

Ásdís Hjálmsdóttir hóf keppnistímabil sitt í dag. Eins og undanfarin ár hóf Ásdís keppnisárið á því að etja kappi við margar af bestu spjótkösturum álfunnar á Vetrarkastmóti Evrópu í Leiria, Portúgal. Þar náði hún fjórða sæti með 59,10m löngu kasti. Sigurvegari varð Þjóðverjinn Linda Stahl, bronsverðlaunahafi frá síðustu Ólympíuleikum, með 61,20m kasti. Bæði Linda og Ásdísi voru nokkuð frá sínu besta í dag. Linda á 66,81m og Ásdís 62,77m. Enda eru að kastarar oft nokkuð frá sínu besta á Vetrarkastmótinu í upphafi keppnisárs.

Þetta upphaf í dag er það besta hjá Ásdísi frá 2010. Heildar úrslit úr keppninni má sjá hér.

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns