Frjálsar.is » Meistaraflokkur

Fimleikaæfing helgarinnar

Meistaraflokkurinn æfir flesta laugardaga í fimleikasal Ármanns. Aðstaðan þar er frábær og býður upp á mikla fjölbreytni í æfingum. Laugardaginn 23.nóvember hvíldu flestir eftir öfluga testviku en Bjarni Malmquist Jónsson og Kristófer Þorgrímsson slógu ekki slöku við eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Endilega skoðið öll hin meistaraflokksmyndböndin.

Viktor Orri og Ernir bæta sig

 
Viktor Orri og Ernir Jónsson

Viktor Orri Pétursson og Ernir Jónsson kampakátir á æfingu í dag.

Viktor Orri Pétursson og Ernir Jónsson reimuðu á sig gaddaskóna um helgina fyrir 800m hlaup á Silfurleikum ÍR. Það var vel þessi virði því þeir bættu sig báðir mikið. Viktor Orri sigraði í flokki 16-17 ára á tímanum 2:01,93. Viktor bætti með þessu eigin Ármannsmet. Ernir varð annar á 2:03,68. Sjá úrslit hlaupsins hér.

Tíminn er fínn á miðju uppbyggingartímabili hjá strákunum. Þeir æfa nú ásamt Þór Daníel Hólm undir stjórn Erlings Jóhanssonar. Upphaf samstarfsins lofar góðu.

Með hlaupi sínu náðu báðir lágmarki inn í Úrvalshóp FRÍ. En lágmarkið er 2:05,0 fyrir þeirra árgang, 1997.

Tími Viktors Orra er sá sjöundi besti frá upphafi samkvæmt afrekaskrá. Hann nær að lauma sér inn á milli bræðranna Sveins og Björns Margeirssona. Þó er rétt að taka fram að þeir bræður unnu sín afrek á krappri 100m braut.

Gleðin við völd

Meistaraflokkur Ármanns er búinn að æfa vel það sem af er hausti. Andinn er einstaklega góður jafnt á æfingum sem og utan þeirra. Af og til eru myndavélar iðkenda meðferðis og þá nást oftar en ekki glæsilegir taktar á „filmu“.  Sjá þetta og endilega fylgist með því sem bætist þarna við í framtíðinni.

Vígalegur hópur á lyftingaæfingu:

1456899_10152641144435110_956510403_n
Æfingahópurinn er afskaplega duglegur að hittast á milli æfinga og borða saman góðan mat. Hér hópurinn að borða rammíslenskan mat heima hjá Helgu Margéti. Slátur, grjónagrautur, flatkökur með hangikjöti og margt fleira.


1476996_10152641141065110_1638289733_n

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns