Frjálsar.is » Meistaraflokkur

Ásdís með silfur í kringlunni

Kringlukast kvenna á Smáþjóðaleikunum var nú að ljúka rétt í þessu. Ásdis sem er betur þekkt fyrir afrek sín í spjótkasti var mætt til leiks í kringluna í dag og endaði í 2. sæti með kasti uppá 42,13m. Androniki Lada frá Kýpur sigraði með kasti uppá 53,73m.

Niðurstaða því gull og silfur hjá Ásdísi á Smáþjóðaleikunum. Glæsilegur árangur það og óskum við henni til hamingju með árangurinn!

Ásdís keppir á demantamótinu í Osló

Ásdís mun taka þátt í demantamóti í Osló í næstu viku eftir að hafa þegið boð frá Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu nú á dögunum.

Spennandi verður að fylgjast með gangi mála þar sem Ásdís er í toppformi þessa dagana en eins og flestir vita þá náði hún lágmarki inná HM og Ólympíuleikana nú um daginn og sömuleiðis sigur á Smáþjóðaleikunum í gær.

Að sögn Ásdísar mun svo stífur undirbúningur hefjast að loknu demantamótinu í Osló fyrir HM í sumar.

Óskum við Ásdísi góðs gengis á demantamótinu.

Góðir dagar festir á filmu af Gunnlaugi

Mikill fjöldi fólks leggur á sig mikið sjálfboðastarf í tengslum við Smáþjóðaleikana í Laugardalnum þessa vikuna. Einn af fjölmörgum er Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupari með meiru. Gunnlaugur á heiður að langflestum myndum á myndasíðu frjálsíþróttadeildar Ármanns.

Í gær stóð Gunnlaugur vaktina sem fyrr. Myndir hans frá fyrsta degi mótsins má nú sjá í myndaalbúmi hér.

Nokkrar úrvalsmyndir má sjá einnig hér að neðan.18213225078_29ee4023b7_k 18213365248_0ae0be8528_k 18213452580_448198b37a_k 17780546603_d011e07483_h 18374697876_aebed1b1fa_k 17778446704_2658562a8f_h

 

Mundi með góðan fyrri keppnisdag á MÍ í fjölþrautum

Nú um helgina fer fram MÍ í fjölþrautum í Kaplakrika. Guðmundur Karl Úlfarsson, oft kallaður Mundi, er mættur til leiks fyrir hönd okkar Ármenninga.

Þrátt fyrir mikinn vind og loftkulda gekk Munda mjög vel í sínum greinum á fyrri kepnnisdegi sem fram fór í dag.

Þess má geta að þá bætti Mundi sig í langstökki með stökki uppá 6,44m og varð í 1. sæti. 

Annars er Mundi í 2. sæti eftir fyrri keppnisdag, í flokki 16-17 ára, með 3114 stig.

Frábær byrjun hjá Munda og óhætt að segja að hann sé koma sterkur til leiks í byrjun keppnistímabils.

Önnur úrslit greina Munda má sjá hér:  http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/urslitib2457D1.htm

Fréttir um gengi Munda á seinni degi koma á morgunn.

Mundi með góðan fyrri keppnisdag á MÍ í fjölþrautum

Nú um helgina fer fram MÍ í fjölþrautum í Kaplakrika. Guðmundur Karl Úlfarsson, oft kallaður Mundi, er mættur til leiks fyrir hönd okkar Ármenninga.

Þrátt fyrir mikinn vind og loftkulda gekk Munda mjög vel í sínum greinum á fyrri kepnnisdegi sem fram fór í dag.

Þess má geta að þá bætti Mundi sig í langstökki með stökki uppá 6,44m og varð í 1. sæti. 

Annars er Mundi í 2. sæti eftir fyrri keppnisdag, í flokki 16-17 ára, með 3114 stig.

Frábær byrjun hjá Munda og óhætt að segja að hann sé koma sterkur til leiks í byrjun keppnistímabils.

Önnur úrslit greina Munda má sjá hér:  http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/urslitib2457D1.htm

Fréttir um gengi Munda á seinni degi koma á morgunn.

Tilraun við heimsmet á JJ-móti Ármanns á Laugardalsvelli í dag

Ármenningurinn Helgi Sveinsson, heims og Evrópumeistari í spjótkasti karli í flokki F42/T42, mun keppa á JJ-móti Ármanns í dag. Helgi gerði góða atlögu að heims- og Evrópumeti í sínum flokki á Vormóti HSK á Selfossi síðastliðinn laugardag, þar sem hann kastaði spjótinu 52,69m, eða aðeins 5cm frá Evrópumetinu og 10cm frá heimsmetinu. Helgi virðist því ná góðum takti við þjálfarann öfluga Einar Vilhjálmsson, formann FRÍ. 

Keppni á mótinu hefst klukkan 18:00, keppni í spjótkasti karla hefst klukkan 19:00. 

Ágætis skráning er á mótið, yfir 80 keppendur alls. Auk keppni í spjótkasti má benda sérstaklega að landslið Íslands í 4*100m boðhlaupi mun keppa á mótinu og þannig æfa sig fyrir keppni á Smáþjóðaleikum. Í 100m hlaupi kvenna er ÍR-ingurinn Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir Íslandsmethafi í 60m hlaupi skráð til leiks og líkleg til sigurs. Í 400m hlaupi kvenna hlaupa m.a. tvær feikn efnilegar FH stúlkur, Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir. Í 100m hlaupi karla etja kappi helstu spretthlauparar landsins og ljóst að verður hörð barátta þar keppa m.a. Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA, Ari Bragi Konráðsson trompetleikari og spretthlaupari úr FH, ásamt félaga sínum Juan Ramon Borges FH  og ÍR ingarnir Ívar Kristinn Jasonarson og Einar Daði Lárusson, svo fáeinir séu nefndir. Frekari upplýsingar um greinar og keppendur má sjá að neðan og í mótakerfi FRÍ á thor.fri.is.

Það er ekki á hverjum degi sem möguleikar eru á heimsmeti í Laugardalnum. Nú er bara að fjölmenna í Laugardalinn til að hvetja keppendur áfram og auka þannig líkurnar á góðum afrekum í öllum greinum.

Keppendur Dags. Tími Grein Fjoldi
Keppendur 20.05.2015 18:00 Kúluvarp (7,26 kg) karla 2
Keppendur 20.05.2015 18:00 Spjótkast (600 gr) kvenna 5
Keppendur 20.05.2015 18:00 100 metra hlaup kvenna 17
Keppendur 20.05.2015 18:00 Langstökk karla 3
Keppendur 20.05.2015 18:30 100 metra hlaup karla 21
Keppendur 20.05.2015 19:00 800 metra hlaup kvenna 2
Keppendur 20.05.2015 19:00 Langstökk kvenna 9
Keppendur 20.05.2015 19:00 Kúluvarp (4,0 kg) kvenna 7
Keppendur 20.05.2015 19:00 Spjótkast (800 gr) karla 7
Keppendur 20.05.2015 19:15 800 metra hlaup karla 10
Keppendur 20.05.2015 19:30 4×100 metra boðhlaup karla  
Keppendur 20.05.2015 19:35 400 metra hlaup kvenna 4
Keppendur 20.05.2015 19:55 400 metra hlaup karla 9
Keppendur 20.05.2015 20:10 1500 metra hlaup kvenna  
Keppendur 20.05.2015 20:25 1500 metra hlaup karla 4
Keppendur 21.05.2015 18:00 Stangarstökk kvenna 4
Keppendur 21.05.2015 19:30 Stangarstökk karla  

 

María Rún er komin aftur á spjótkastbrautina

JJ-mót Ármanns í næstu viku

Í næstu viku fer fram í Laugardal JJ-mót Ármanns, samkvæmt mótaskrá FRÍ. Mótið er nokkuð litað af því að nú styttist í Smáþjóðaleika. Starfsmenn munu æfa sig við að nota nýjan tæknibúnað á mótinu. Kastvöllur er lokaður vegna framkvæmda og sleggjukast ekki í boði eins og undanfarin ár. Af sömu ástæðu mun keppni í stangarstökki fara fram í Laugardalshöll á fimmtudaginn.
 
Skráning er hafin í nýja mótaforritinu á http://thor.fri.is og verður opið til miðnættis mánudaginn 18. maí. Endanlegur tímaseðill verður birtur í mótaforriti þriðjudaginn 19. maí.
 
Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir hverja grein. Ætlast er til þess að hvert félag eða héraðssamband geri upp fyrir sitt fólk. Vinsamlegast tryggið að þátttökugjald sé lagt inn á reikning 301-26-1150, kt: 491283-0339, fyrir klukkan 16:00 þriðjudaginn 19. maí og að kvittun berist í tölvupósti á: gjaldkeri@frjalsar.is.
 
Sigurvegarar í hverri grein hljóta verðlaun. 
 
Drög að tímaseðli fylgja að neðan:
 
Dagur 1 20. maí miðv.      
Tími Hlaup Langstökk Kúluvarp Spjótkast
18:00 100 m konur Karlar Karlar Konur
18:30 100 m karlar      
19:00 800 m konur Konur Konur Karlar
19:15 800 m karlar      
19:30 4*100m karlar      
19:40 400 m konur      
19:55 400 m karlar      
20:00        
20:10 1500 m konur      
20:25 1500 m karlar      
 
Dagur 2 21. maí fim.
Tími Stangarstökk
17:45 Konur
18:50 Karlar
 
 
Athugasemdum og fyrirspurnum svarar undirbúningsnefnd ef sent er á skraning@frjalsar.is
 
Vinsamlegast áframsendið á áhugasama, einnig má benda á Facebook viðburð mótsins hér.

Ásdís og María í landsliðshópnum fyrir Smáþjóðaleikana

Ásdís Hjálmsdóttir og María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni hafa verið valdnar í landslið Íslands til að keppa á Smáþjóðaleikunum í sumar en Smáþjóðaleikarnir verða jafnframt haldnir hér á landi.

Ásdís og María munu bæði keppa í spjótkasti á leikunum en ásamt spjótkastinu mun Ásdís einnig keppa í kringlukasti.

Undirbúningur fyrir Smáþjóðaleikana er nú að fara á fullt og hefst formlega næstkomandi föstudag þegar ÍSÍ boðar til fundar með sérsamböndum og þátttakendum leikanna.

Ármenningar geta verið stolt af sínum fulltrúum og óskum við þeim góðs gengið í undirbúningi og keppni.

Ásdís og María í landsliðshópnum fyrir Smáþjóðaleikana

Ásdís Hjálmsdóttir og María Rúna Gunnlaugsdóttir úr Ármanni hafa verið valdnar í landslið Íslands til að keppa á Smáþjóðaleikunum í sumar en Smáþjóðaleikarnir verða jafnframt haldnir hér á landi.

Ásdís og María munu bæði keppa í spjótkasti á leikunum en ásamt spjótkastinu mun Ásdís einnig keppa í kringlukasti.

Undirbúningur fyrir Smáþjóðaleikana er nú að fara á fullt og hefst formlega næstkomandi föstudag þegar ÍSÍ boðar til fundar með sérsamböndum og þátttakendum leikanna.

Ármenningar geta verið stolt af sínum fulltrúum og óskum við þeim góðs gengið í undirbúningi og keppni.

Enn frábærar fréttir úr kasthópi mfl

Hulda Sigurjónsdóttir úr Suðra, sem æfir með kasthópi Ármenninga undir stjórn Paul Cota, landaði fjórða Íslandsmet sínu í kúlu á þessu ári og því fyrsta utanhúss, á kastmoti ÍR í Laugardalnum í kvöld. Nýja metið er 9,57m en það gamla var 9,04m síðan 2012 og jöfnun 2013.
Innanhúss hefur hún nú kastað 9.70m lengst.
Það er örugglega von á áframhaldi á metum frá Huldu í flokki 20 því nú fer kringlan líka á flug.
Til hamingju Hulda!

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns