Frjálsar.is » Meistaraflokkur

Samæfing meistaraflokks á Laugarvatni

Hópmynd Laugarvatn okt 2015

Starfið í meistaraflokknum er komið á fullan skrið, og er það ánægjulegt að sjá hversu margir mæta á hverja æfingu. Jafnan eru um 20 manns mættir, og enn drífur að nýtt fólk. Þegar svo margir æfa reglulega gerist það óhjákvæmilega að menn fari hver í sitt hornið, enda eru æfingaáherslur mismunandi eftir greinum. Við slíkar aðstæður má ekki gleyma að öll erum við í sama liði, og til að halda liðsandanum góðum er öðru hvoru haldið út á land í æfingaferðir, öðru nafni samæfingar. Nú í haust hafa þegar verið haldnar tvær litlar samæfingar, og munu þær stækka eftir því sem líður á veturinn. Sú fyrri var heima í Laugardalshöllinni fyrripart laugardagsins 10. október, en sú síðari var á Laugarvatni, þar sem hópurinn gisti eina nótt og tók vel á því.

Upphaflega stóð til að fara snemma á föstudagseftirmiðdeginum, en vegna verkfalls SFR var brottför frestað þar til eftir æfingu á föstudeginum. Lagt var í hann á nokkrum bílum og á endanum birtust Kári og Paul þjálfarar, auk Agga, Andra, Birtu, Bjarna, Breka, Eyrúnar, Huldu, Munda, Orra, Patreks, Reynis og Sigurlaugar. Haldinn var smá fundur eftir kvöldmat þar sem farið var yfir væntingar vetursins, og síðan beint í háttinn.

Fyrir allar aldir á laugardagsmorgni var svo komið að því að æfa. Morgunskokki frá íþróttavellinum að hjólhýsahverfinu og til baka fylgdi morgunmatur og lúr. Eftir lúrinn var hópnum skipt í tvennt og hugað að sérgreinaþjálfun, og aftur var matur og lúr á eftir. Loks tóku allir vel á því saman í íþróttahúsinu á skemmtilegri æfingu sem innihélt m.a. körfubolta og þrek. Afslöppun í lauginni var einmitt það sem fólkið okkar þurfti á að halda eftir svona strangan dag, og eftir að hafa látið líða úr sér var komið að því að halda heim aftur.

Drillur Laugarvatn okt 2015

Menn voru sammála um að samæfingin hefði heppnast vel og hlakka allir til þeirrar næstu. Sumir vildu þó meina að þá ætti að leggja áherslu á hvíldardaginn, sem verður í stóru samæfingunni í vor. Aðrir voru svo æstir í að halda áfram að þeir skildu íþróttabúnaðinn sinn eftir í æfingasalnum. Og svo voru enn aðrir sem notuðu æfingar í gamnislag. En það eru allt saman sögur sem bíða betri tíma.

www.iceland2015.is

Ásdís keppir á HM á morgun

Á morgun föstudag er komið að Ásdísi okkar Hjálmsdóttur á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Peking í Kína þessa dagana. Ásdís kastar spjótinu kl. 12.35 að íslenskum tíma. Tólf efstu að lokinni undankeppni fá tækifæri til að keppa í úrslitum sem fram fara á sunnudaginn. Ásdís sem kastað hefur 62,14 metra lengst á árinu er til alls líkleg á mótinu. Við sendum Ásdísi góða strauma og fylgjumst spennt með.

Á myndinni sem fylgir má sjá Ásdísi taka við gullverðlaunum á Smáþjóðaleikunum fyrr í sumar – www.iceland2015.is

Björn Margeirs með sigur í 400m og 800m

Svokallað bætingarmót FRÍ fer nú framm um helgina en þetta mót kom í staðinn fyrir bikarmótið sem framm átti að fara um helgina en var aflýst.

Björn Margeirs, Guðmundur Karl Úlfarsson, Sigurður Andrés og Orri Davíðsson kepptu í kvöld fyrir hönd okkar Ármenninga.

Þess má geta að þá sigraði Björn Margeirsson 400m hlaup karla á 52,79 og Guðmundur lenti í 2. sæti á tímanum 54,14.

Björn sigraði sömuleiðis í 800m á tímanum 1.57,30.

Orri Davíðsson lenti í 4.sæti í kúlunni með kasti uppá 14,15m en þess má geta að þá hefur Orri verið að kasta upp á 15m á æfingum undanfarið.

Í 100m karla kepptu Guðmundur og Sigurður Andrés og hlupu þeir á tímunum 11,64 og 12,56 en þetta var jafnframt fyrsta 100m hlaup Sigurðar.

Fleiri keppendur og greinar á morgunn og munu úrslit koma framm hér á morgunn.

Árangur á MÍ sl helgi

Meistaramót Íslands í frjálsum fullorðinna fór fram laugardaginn 25. júlí sl á Kópavogsvelli.

Meistaraflokkur Ármanns sendi 9 keppendur til leiks að þessu sinni en þess má geta að þá vantaði all nokkra frá okkur.

Flottur árangur náðist og má sjá niðurstöðu okkar fólks hér að neðan. Þess má geta að þá vann Ásdís þrenn gullverðlaun, María silfur í spjóti og Viktor með brons í 800m og sömuleiðis pb í 400m.

400m karla: Viktor Orri í 4. sæti á  51,28pb. Trausti Þór í 7. sæti á 52,35.

800m karla: Viktor í 3 sæti á 1.56,45. Björn margeirs í 4. sæti á 1.57,04. Traust í 5 sæti á 1.58,17

Langstökk karla: Guðmundur Karl í 8 sæti með 6,09m. Ásvaldur með 5,63 í 15. sæti

Kúluvarp karla: Orri Davíðs í 7 sæti með 14,23m

Kringla: Orri í 8 sæti með 38,76m

Spjótkast karla: Guðmundur karl með 40,31m í 6. sæti

Stangarstökk kvenna: Andrea Rún með 2,72m í 5. sæti

Kúluvarp kvenna: Ásdís með 14,74m í 1. sæti

Kringla kvenna: Ásdís með 49,31 pb í fyrsta sæti

Spjót kvenna: Ásdís með 55,38m í 1. sæti og María Rún með 44,18m í 2. sæti

 

 

5 Bætingar á Kópavogsmótinu 14.júlí

Kópavogsmótið í umsjón Breiðabliks fór fram á Kópavogsvelli þann 14. júlí sl. Mótið er jafnframt 5. í mótaröðinni.

Ármenningar sendu fjölmennt lið til leiks og náðist frábær árangur eða alls 5 bætingar hjá okkar fólki.

Kári Jónsson, yfirþjálfari, tók saman árangur okkar fólks sem sjá má hér að neðan:

Andrea Rún 2,75m í stöng.

Diljá Mikaelsdóttir stökk 4,97m í langstökki og átti langt stökk ógilt. Hún þjófaði sig út í 100m því miður.

Birna Kristín Kristjánsdóttir stökk PB 5,05m í langstökkinu og varð í 3. sæti næst á undan Diljá. Hún sett líka PB i 100m 13,13 sek í mótvindi -1,2m/s og varð fjórða.

María Rún Gunnlaugsdóttir átti ekki góðan dag í spjótinu 38,14m þar sem útkastið var allt of bratt. En krafturinn var nægur til að kasta 50m.


Eyrún Halla Haraldsdóttir varpaði 10,52m í kúlu og er að ná sér eftir veikindi. 
Guðrún 
Hulda Sigurjónsdóttir varpaði 9,47m í kúlu.
Guðmundur Karl Úlfarsson bætti sig í spjóti 40,71m og hljóp nálægt sínu besta í 100m 11,77m.

Björn Margeirsson hljóp 400m á 53,36 sek
Viktor Orri Pétursson hljóp 400m á 52,34 sek 
Trausti Þór Þorsteins hljóp 400m á 53,04 sek PB
Þór Daníel Hólm hljóp 400m á 54,11 sek PB
Patrekur Gísli Guðmundsson hljóp 400m á 60,06 sek
Guðmundur 
Holmar Jones kastaði spjótinu 56,16m og náði 2. sæti

 

Alls voru því 5 bætingar í kvöld.

Mundi sjötti í Köben

Guðmundur Úlfarsson keppti á Norðurlandamóti ungmenna í fjölþrautum sem fram fór í Kaupmannahöfn um síðast liðna helgi. Gerði hann sér lítið fyrir og lenti í 6. sæti af 11 keppendum með 6150 stig.

Úrslit greina má sjá hér: http://d.mars-net.dk/liveboard/Events?meetId=8916537b-5405-45bb-ad50-cf41d0f80631&groupId=D17&dayNo=0&sortBy=0

Frjábær árangur hjá okkar efnilega fjölþrautamanni og óskum við honum til hamingu með þennan árangur.

Velgengni heimsmethafans heldur áfram

Velgengni Helga Sveins heldur áfram en hann fór með sigur af hólmi í spjótkasti í dag í flokki F42 á opna meistaramótinu í Grosseto á Ítalíu.

Helgi kastaði spjótinu 52,61 í fyrsta kasti og dugði það til sigurs.

Enn eitt gullið í safnið hjá honum og er óhætt að segja að Helgi sé í fanta formi þessa dagana en þess má geta að þá sló hann heimsmetið í sínum flokki um daginn eins og eflaust flestir vita.

 

Helgi Sveins og Patrekur mættir til Ítalíu

Ármenningarnir Helgi Sveins og Patrekur Andrés Axelsson eru staddir þessa stundina á Ítalíu, ásamt fleirum úr afrekshópi ÍF, þar sem þeir munu keppa á opna ítalska meistaramótinu í Grosseto á laugardag og sunnudag.

Farið var sl sunnudag og hafa undanfarnir dagar farið í að æfa og aðlaga sig að aðstæðum fyrir komandi keppni sem hefst núna um helgina.

Heims- og evrópumeistarinn, Helgi Sveins, mætir til leiks á föstudaginn og hefur keppni í spjótkasti í flokki F42.

Patrekur fer í formlega flokkun sjónskertra í T12 og keppir í fyrsta skipti erlendis. Hann mun keppa í 100m á laugardaginn og 200m hlaupi á sunnudaginn.

Hulda Sigurjónsdóttir sem æfir hjá Ármanni undir stjórn Paul Cota mun einnig keppa á mótinu þar sem hún keppir í kúlu og kringlu.

Yfirþjálfari Ármanns sem og landsliðsþjálfari ÍF Kári Jónsson er aðsjálfsögðu með í för og lætur okkur vita af gangi mál.

Fréttir af gangi mála munu birtast hérna á heimasíðunni.

Óskum við þeim öllum góðs gengis.

Helgi Sveins og Patrekur mættir til Ítalíu

Ármenningarnir Helgi Sveins og Patrekur Andrés Axelsson eru staddir þessa stundina á Ítalíu, ásamt fleirum úr afrekshópi ÍF, þar sem þeir munu keppa á opna ítalska meistaramótinu í Grosseto á laugardag og sunnudag.

Farið var sl sunnudag og hafa undanfarnir dagar farið í að æfa og aðlaga sig að aðstæðum fyrir komandi keppni sem hefst núna um helgina.

Heims- og evrópumeistarinn, Helgi Sveins, mætir til leiks á sunnudaginn og hefur keppni í spjótkasti í flokki F42.

Patrekur fer í formlega flokkun sjónskertra í T12 og keppir í fyrsta skipti erlendis. Hann mun keppa í 100 og 200m hlaupi.

Hulda Sigurjónsdóttir sem æfir hjá Ármanni undir stjórn Paul Cota mun einnig keppa á mótinu þar sem hún keppir í kúlu og kringlu.

Yfirþjálfari Ármanns sem og landsliðsþjálfari ÍF Kári Jónsson er aðsjálfsögðu með í för og lætur okkur vita af gangi mál.

Fréttir af gangi mála munu birtast hérna á heimasíðunni.

Óskum við þeim öllum góðs gengis.

 

 

 

Þórdís Eva stigahæsta konan á JJ-móti Ármanns

Ármenningar héldu JJ-mót sitt á Laugardalsvelli þann 20. maí. Heildar úrslit má sjá hér. Ágætis árangur náðist á mótinu. Eftir að hafa rýnt í stigafjölda íþróttamanna í einstaklingsgreinum liggur fyrir að unglingurinn Þórdís Eva Steinsdóttir vann besta afrek mótsins í kvennaflokki, eða 995 stig. Að neðan má sjá tíu stigahæstu konur á mótinu. Lesa má um afrek í karlaflokki hér.

Grein Árangur IAAF stig Nafn keppanda Félag
400M 55,49 995 Þórdís Eva Steinsdóttir FH
400M 55,99 977 Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH
100M 12,12 968 Hrafnhild Eir R Hermóðsdóttir ÍR
100M 12,63 870 Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH
400M 61,77 779 María Birkisdóttir ÍR
LANGST 5,00 774 Diljá Mikaelsdóttir Ármann
400M 62,01 771 Fjóla Signý Hannesdóttir HSK
STÖNG 3,40 771 Hilda Steinunn Egilsdóttir FH
100M 13,31 749 Guðbjörg Bjarkadóttir FH
STÖNG 3,30 741 Auður María Óskarsdóttir ÍR

 

 

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns