Framfarir hollvinafélag millivegalengda- og langhlaupara veitti um helgina viðurkenningar vegna árangurs á árinu 2015. Ármenningurinn Trausti Þór Þorsteinsson fékk þar viðurkenningu fyrir mestu framfarir á árinu. Trausti Þór átti mjög gott ár og bætti árangur sinn verulega í m.a. 800 og 1500 metra hlaupum.
Á sunnudaginn síðast liðinn lauk MÍ 15-22 ára. Á seinni keppnisdegi kepptu einungis Andrea og Trausti. Andrea vann þar silfur í stangarstökki stúlkna 16-17 ára með stökki uppá 2,90m. Hún keppti sömuleiðis í stangarstökki kvenna og lenti í 4.sæti með stökki uppá 3,00m.
Trausti gerði sér sömuleiðis lítið fyrir og vann sitt annað gull um helgina með sigri í 1500m hlaupi á tímanum 4:08,07.
Virkilega flott helgi hjá okkar fólki og varð heildarniðurstaðan 3 gull, 1 silfur og 1 brons og 30,5 stig í heildarstigakeppninni.
Framundan er síðan bikarkepnni FRÍ þar sem við munum senda karlalið að þessu sinni. Hvetjum við áhugasama Ármenninga að mæta og styðja okkar fólk 🙂
Fyrri degi á MÍ 15-22 ára lauk í dag í Laugardalshöll. Ármann sendi til leiks 6 keppendur að þessu sinni en það voru þau Andrea Rún, Diljá, Bjarni Ármann, Breki, Patrekur Andrés og Trausti.
Andrea Rún keppti í 60m 16-17ára í dag á tímanum 8,94. Andra mun svo keppa í sinni aðalgrein, stangarstökki, á morgunn.
Diljá Mikaelsdóttir keppti í langstökki og hástökki 16-17ára og lenti í 5.sæti í báðum greinum með stökk uppá 1,52m í hástökki og 5,01m í langstökki.
Bjarni Ármann átti frábæran dag og sigraði 3000m hlaup pilta 20-22ára á tímanum 10:17,45. Hann á þó nóg inni en hann á best 9:57,31 úti. Hann vann sömuleiðis til bronsverðlauna í 800m hlaupi á tímanum 2:02,50. Hann mun svo keppa á morgunn í 400 og 1500m hlaupi.
Breki Ingibjargarson, sem byrjaði að æfa hjá okkur í haust og hefur farið gríðarlega fram, keppti í dag á sínu fyrsta móti í 60m og hástökki pilta 18-19ára og hljóp á 8,63 og stökk 1,50m. Hann mun jafnframt keppa í 200m hlaupi á morgunn.
Patrekur Axel keppti í 60m hlaupi á tímanum 8,27 sem skilaði honum 10.sæti. Hann var þar nærri sínum besta árangri en hann á þar 8,27.
Trausti Þór heldur uppteknum hætti og sigraði 1500m hlaup pilta 18-19ára á tímanum 1:56,41. Hann mun svo keppa í 1500m á morgunn.
Virkilega flottur dagur að baki hjá okkar fólki og verður morgundagurinn ekki síðri.
Fyrri degi á MÍ 15-22 ára lauk í dag í Laugardalshöll. Ármann sendi til leiks 7 keppendur að þessu sinni en það voru þau Andrea Rún, Diljá, Bjarni Ármann, Breki, Patrekur Andrés og Trausti.
Andrea Rún keppti í 60m 16-17ára í dag á tímanum 8,94. Andra mun svo keppa í sinni aðalgrein, stangarstökki, á morgunn.
Diljá Mikaelsdóttir keppti í langstökki og hástökki 16-17ára og lenti í 5.sæti í báðum greinum með stökk uppá 1,52m í hástökki og 5,01m í langstökki.
Bjarni Ármann átti frábæran dag og sigraði 3000m hlaup pilta 20-22ára á tímanum 10:17,45. Hann á þó nóg inni en hann á best 9:57,31 úti. Hann vann sömuleiðis til bronsverðlauna í 800m hlaupi á tímanum 2:02,50. Hann mun svo keppa á morgunn í 400 og 1500m hlaupi.
Breki Ingibjargarson, sem byrjaði að æfa hjá okkur í haust og hefur farið gríðarlega fram, keppti í dag á sínu fyrsta móti í 60m og hástökki pilta 18-19ára og hljóp á 8,63 og stökk 1,50m. Hann mun jafnframt keppa í 200m hlaupi á morgunn.
Patrekur Axel keppti í 60m hlaupi á tímanum 8,27 sem skilaði honum 10.sæti. Hann var þar nærri sínum besta árangri en hann á þar 8,27.
Trausti Þór heldur uppteknum hætti og sigraði 1500m hlaup pilta 18-19ára á tímanum 1:56,41. Hann mun svo keppa í 1500m á morgunn.
Virkilega flottur dagur að baki hjá okkar fólki og verður morgundagurinn ekki síðri.
Meistaramót Íslands fór fram nú um helgina. Að þessu sinni kom það í hendur okkar Ármenninga að sjá um mótið. Framkvæmd mótsins gekk vel fyrir sig og eigum við sjálfboðaliðum miklar þakkir fyrir aðstoðina.
Góður árangur náðist hjá okkar fólki þar sem all nokkur verðlaun og persónulegar bætingar létu dagsins ljós. Ávallt gaman að sjá bætingar okkar keppenda enda langt og strangt undirbúningstímabil að baki þar sem allt kapp er lagt á að toppa á réttum tíma sem þessum
Kári Jónsson, yfirþjálfari, tók saman árangur okkar keppenda sem má sjá hér að neðan:
Andrea Rún: Brons í stöng með 3,12 – PB
Andri Snær: Brons í langstökki með 6,50 – PB. Sjötti í 60m á 7,23 – PB
Bjarni Ármann: Brons í 1500 á 4:11,99 – PB. Sjöundi í 800 á 2:01,81 – PB
Ernir Jónsson: Fjórði í 800 á 1:58,10
Orri Davíðs: Silfur í Kúlu með 14,96 – PB
Trausti Þór: Gull í 800 á 1:57,40
Þór Daníel með 4:38,21 í 1500
Ármann þakkar öllum sem lögðu leið sína í höllina og minnir á MÍ 15-22 ára um næstu helgi þar sem all nokkrir keppendur frá okkur mæta.
Frjálsíþróttadeild og lyftingadeild Ármanns hafa gengið frá samkomulagi um aukið samstarf deildanna. Með samkomulaginu hefur meistaraflokkur frjálsíþróttadeildar verið tryggt aðgengi að góðri lyftingaraðstöðu í Laugardal. Deildirnar gera ráð fyrir að þetta skref verði það fyrsta í auknu samstarfi deildanna. Þrekþjálfari meistaraflokks frjálsíþróttadeildar, Paul Cota er nú þegar byrjaður að nýta sér aðstöðuna með sinn hóp.
Ólympískar lyftingar eru hornsteinninn í styrktar og sprengikraftsþjálfun allra íþróttamanna og er stjórn Lyftingadeildar Ármanns ánægð með að formlegt samstarf sé nú komið í höfn, iðkendum beggja deilda til hagsbóta. Með formlegum samstarfssamningi getur lyftingadeildin haldið áfram þeirri uppbyggingu sem hafinn er með nýrri aðstöðu deildarinnar í húsnæði Laugardalslaugar.
Myndin að neðan var tekin þegar Freyr Ólafsson formaður frjálsíþróttadeildar og Lárus Páll Pálsson gjaldkeri lyftingadeildar undirrituðu samkomulagið.
Helgi Sveinsson var útnefndur frjálsíþróttamaður ársins 2015 og Trausti Þorsteins efnilegasti frjálsíþróttamaður Ármanns í afmælishófi Glímufélagsins Ármanns í gær sunnudag 13. des. Íþróttamaður ársins hjá félaginu var kjörinn Júlían J. K. Jóhannsson. Júlían varð á árinu heimsmeistari unglinga í kraftlyftingum.
Afrekssjóður Ármanns styrkti einnig íþróttamenn sem hafa skarað framúr á árinu í keppni innan lands og enn frekar utan. Frjálsíþróttamennirnir Guðmundur Karl Úlfarsson, Viktor Orri Pétursson, Trausti Þorstein, Ásdís Hjálmsdóttir og Helgi Sveinsson hlutu öll styrk úr sjóðnum í gær. Nánar má lesa um úthlutunina og tilnefningar allra deilda á vef Glímufélagsins hér.
Á myndinni að ofan má sjá Snorra Þorvaldsson formann Glímufélagsins Ármanns, Trausta Þór Þorsteins, Helga Sveinsson og Guðmund Karl Úlfarsson.
Trausti Þorsteins vann besta afrek dagsins á Aðventumóti Ármanns í Laugardalshöll í dag. Trausti bætti aldursflokkamet í flokki 17 ára um tæpa sekúndu þegar hann hljóp á 1:55,64s, sem eru 922 stig skv. stigatöflu IAAF. Með þessu bætti Trausti met Snorra Sigurðssonar ÍR frá 2008, metið var 1:56,45s.
Methlaupið hjá Trausta var mjög vel útfært en hann þurftið að leiða hlaupið seinni 400 metrana og því er greinilegt að hann á töluvert inn og getur bætti sig enn meira á næstu mótum.
Árangur Trausta er sérlega athyglisverður í ljósi þessi að hann byrjaði að æfa millivegalengd hlaup fyrir rúmlega ári síðan.
Erlingur Jóhannsson þjálfari Trausta sagði að þessu tilefni: „Trausti er mjög efnilegur hlaupari, metnaðfullur og æfir afburða vel. Hann er að mínu áliti einn efnilegasti millivegahlaupari á Íslandi í dag“.
Traust Þór Þorsteins kampakátur að hlaupi loknu.
Bestum árangri kvenna náði Helga Þóra Sigurjónsdóttir Fjölni sem stökk 1,66m í hástökki. Heildar úrslit í keppni fullorðinna má sjá hér að neðan.
60 metra hlaup kvenna 16 ára og eldri – 12.12.2015
Laugardaginn 12. desember fer fram Aðventumót Ármanns í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Að þessu sinni er mótinu skipt í þrjá mótshluta, fyrir hádegi tveir mótshlutar yngri iðkenda og áhersla á skemmtun og fjölþraut. Eftir hádegi er keppni þar sem horft er til árangurs og afreka.
Í barna og unglingahlutanum er áhersla á að keppnin sé hnitmiðuð og skemmtileg, virkni sé góð og horft til fleiri hluta en bara sentimetra og sekúndubrota. Nánari upplýsingar má finna hér: Aðventumót Ármanns 2015 Æskan
Undanfarin ár hafa mörg glæsileg afrek verið unnin á Aðventumóti Ármanns. Mótið í ár verður vonandi engin undantekning. Nú eins og í fyrra er áherslan í keppni fullorðinna á afrek einstaklinga. Við verðlaunum með veglegum hætti þá sem ná yfir 900 stigum samkvæmt stigatöflu IAAF og einnig þá sem ná að bæta aldursflokka- eða Íslandsmet. Upplýsingar má finna hér: Aðventumót Ármanns 2015 Afreksmenn
Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 9. desember. Fyrirspurnir má senda á adventumot@frjalsar.is