MÍ 11-14 ára

Um síðustu helgi fór fram MÍ 11-14 ára í Kaplakrika í umsjón FH-inga. Mjög góð þátttaka var á mótinu, þar á meðal fjölmargir Ármenningar. Þátttakendur okkar stóðu sig með miklum ágætum, mikið um persónulegar bætingar og margir að reyna sig í fyrsta sinn á Meistaramóti. Sérstaka athygli vakti árangur þeirra Kristjáns Viggós Sigfinnssonar og Birnu Kristínar Kristjánsdóttur. Kristján Viggó sigraði í hástökki og langstökki í flokki 13 ára pilta, í hástökkinu bætti  hann aldursflokkamet með stökki uppá 1.80m. Birna Kristín sigraði langstökk, 60 metra hlaup og 60 metra grindahlaup í flokki 14 ára stúlkna.

Helgi Sveins og Trausti Þorsteins verðlaunaðir á afmæli Glímufélagsins Ármanns

Helgi Sveinsson var útnefndur frjálsíþróttamaður ársins 2015 og Trausti Þorsteins efnilegasti frjálsíþróttamaður Ármanns í afmælishófi Glímufélagsins Ármanns í gær sunnudag 13. des. Íþróttamaður ársins hjá félaginu var kjörinn Júlían J. K. Jóhannsson. Júlían varð á árinu heimsmeistari unglinga í kraftlyftingum. 

Afrekssjóður Ármanns styrkti einnig íþróttamenn sem hafa skarað framúr á árinu í keppni innan lands og enn frekar utan. Frjálsíþróttamennirnir Guðmundur Karl Úlfarsson, Viktor Orri Pétursson, Trausti Þorstein, Ásdís Hjálmsdóttir og Helgi Sveinsson hlutu öll styrk úr sjóðnum í gær. Nánar má lesa um úthlutunina og tilnefningar allra deilda á vef Glímufélagsins hér.

Afmæli Ármanns

Á myndinni að ofan má sjá Snorra Þorvaldsson formann Glímufélagsins Ármanns, Trausta Þór Þorsteins, Helga Sveinsson og Guðmund Karl Úlfarsson.

Aðventumót Ármanns fyrir æskuna og afreksmennina

Laugardaginn 12. desember fer fram Aðventumót Ármanns í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Að þessu sinni er mótinu skipt í þrjá mótshluta, fyrir hádegi tveir mótshlutar yngri iðkenda og áhersla á skemmtun og fjölþraut. Eftir hádegi er keppni þar sem horft er til árangurs og afreka.

Í barna og unglingahlutanum er áhersla á að keppnin sé hnitmiðuð og skemmtileg, virkni sé góð og horft til fleiri hluta en bara sentimetra og sekúndubrota. Nánari upplýsingar má finna hér: Aðventumót Ármanns 2015 Æskan

Undanfarin ár hafa mörg glæsileg afrek verið unnin á Aðventumóti Ármanns. Mótið í ár verður vonandi engin undantekning. Nú eins og í fyrra er áherslan í keppni fullorðinna á afrek einstaklinga. Við verðlaunum með veglegum hætti þá sem ná yfir 900 stigum samkvæmt stigatöflu IAAF og einnig þá sem ná að bæta aldursflokka- eða Íslandsmet. Upplýsingar má finna hér: Aðventumót Ármanns 2015 Afreksmenn

 

Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 9. desember. Fyrirspurnir má senda á adventumot@frjalsar.is

Haustmót Ármanns

Síðastliðinn laugardag fór Haustmót Ármanns fyrir 1.-4. bekk fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Á mótinu voru ýmsar þrautir lagðar fyrir krakkana sem leystu þær með glæsibrag og bros á vör. Í lok móts fengu þátttakendur verðlaunapening fyrir þátttökuna og ávaxta og grænmetishressingu. Svipmyndir frá mótinu má sjá á myndasíðu frjálsíþróttadeildarinnar hér. Þátttaka var afar góð og komu þátttakendur að þessu sinni frá Ármanni, Álftanesi, ÍR, Aftureldingu og HSS.

Samæfing meistaraflokks á Laugarvatni

Hópmynd Laugarvatn okt 2015

Starfið í meistaraflokknum er komið á fullan skrið, og er það ánægjulegt að sjá hversu margir mæta á hverja æfingu. Jafnan eru um 20 manns mættir, og enn drífur að nýtt fólk. Þegar svo margir æfa reglulega gerist það óhjákvæmilega að menn fari hver í sitt hornið, enda eru æfingaáherslur mismunandi eftir greinum. Við slíkar aðstæður má ekki gleyma að öll erum við í sama liði, og til að halda liðsandanum góðum er öðru hvoru haldið út á land í æfingaferðir, öðru nafni samæfingar. Nú í haust hafa þegar verið haldnar tvær litlar samæfingar, og munu þær stækka eftir því sem líður á veturinn. Sú fyrri var heima í Laugardalshöllinni fyrripart laugardagsins 10. október, en sú síðari var á Laugarvatni, þar sem hópurinn gisti eina nótt og tók vel á því.

Upphaflega stóð til að fara snemma á föstudagseftirmiðdeginum, en vegna verkfalls SFR var brottför frestað þar til eftir æfingu á föstudeginum. Lagt var í hann á nokkrum bílum og á endanum birtust Kári og Paul þjálfarar, auk Agga, Andra, Birtu, Bjarna, Breka, Eyrúnar, Huldu, Munda, Orra, Patreks, Reynis og Sigurlaugar. Haldinn var smá fundur eftir kvöldmat þar sem farið var yfir væntingar vetursins, og síðan beint í háttinn.

Fyrir allar aldir á laugardagsmorgni var svo komið að því að æfa. Morgunskokki frá íþróttavellinum að hjólhýsahverfinu og til baka fylgdi morgunmatur og lúr. Eftir lúrinn var hópnum skipt í tvennt og hugað að sérgreinaþjálfun, og aftur var matur og lúr á eftir. Loks tóku allir vel á því saman í íþróttahúsinu á skemmtilegri æfingu sem innihélt m.a. körfubolta og þrek. Afslöppun í lauginni var einmitt það sem fólkið okkar þurfti á að halda eftir svona strangan dag, og eftir að hafa látið líða úr sér var komið að því að halda heim aftur.

Drillur Laugarvatn okt 2015

Menn voru sammála um að samæfingin hefði heppnast vel og hlakka allir til þeirrar næstu. Sumir vildu þó meina að þá ætti að leggja áherslu á hvíldardaginn, sem verður í stóru samæfingunni í vor. Aðrir voru svo æstir í að halda áfram að þeir skildu íþróttabúnaðinn sinn eftir í æfingasalnum. Og svo voru enn aðrir sem notuðu æfingar í gamnislag. En það eru allt saman sögur sem bíða betri tíma.

Byrjendanámskeið í hlaupum 15.sept.2015

Hlaupahópur Ármanns kynnir byrjendanámskeið sem hefst 15. september

Viltu reima á þig hlaupaskóna og njóta þess að hreyfa þig úti í haust í frábærum félagsskap?

Hlaupahópur Ármanns kynnir 8. vikna byrjendanámskeið sem hefst þriðjudaginn 15. september. Námskeiðið hentar þeim sem hafa lítinn eða jafnvel engan grunn í hlaupum. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti hlaupið samfellt 5 kílómetra í lok þess. Á námskeiðinu fá allir æfingaráætlun sem miðast við 3 æfingar í viku.
Allar æfingar fara fram í Laugardalnum. Í upphafi æfinga hittist hópurinn við F-inngang Laugardalshallarinnar. Æfingarnar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:30 og svo er ein heimaæfing. 
Þjálfari hópsins er Rut Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur og þjálfari hjá frjálsíþróttadeild Ármanns.Námskeiðisgjald er 10.990 kr. Allar nánari upplýsingar og skráning er í gegnum netfangið rutsigurjons@gmail.com

www.iceland2015.is

Ásdís keppir á HM á morgun

Á morgun föstudag er komið að Ásdísi okkar Hjálmsdóttur á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Peking í Kína þessa dagana. Ásdís kastar spjótinu kl. 12.35 að íslenskum tíma. Tólf efstu að lokinni undankeppni fá tækifæri til að keppa í úrslitum sem fram fara á sunnudaginn. Ásdís sem kastað hefur 62,14 metra lengst á árinu er til alls líkleg á mótinu. Við sendum Ásdísi góða strauma og fylgjumst spennt með.

Á myndinni sem fylgir má sjá Ásdísi taka við gullverðlaunum á Smáþjóðaleikunum fyrr í sumar – www.iceland2015.is

Björn Margeirs með sigur í 400m og 800m

Svokallað bætingarmót FRÍ fer nú framm um helgina en þetta mót kom í staðinn fyrir bikarmótið sem framm átti að fara um helgina en var aflýst.

Björn Margeirs, Guðmundur Karl Úlfarsson, Sigurður Andrés og Orri Davíðsson kepptu í kvöld fyrir hönd okkar Ármenninga.

Þess má geta að þá sigraði Björn Margeirsson 400m hlaup karla á 52,79 og Guðmundur lenti í 2. sæti á tímanum 54,14.

Björn sigraði sömuleiðis í 800m á tímanum 1.57,30.

Orri Davíðsson lenti í 4.sæti í kúlunni með kasti uppá 14,15m en þess má geta að þá hefur Orri verið að kasta upp á 15m á æfingum undanfarið.

Í 100m karla kepptu Guðmundur og Sigurður Andrés og hlupu þeir á tímunum 11,64 og 12,56 en þetta var jafnframt fyrsta 100m hlaup Sigurðar.

Fleiri keppendur og greinar á morgunn og munu úrslit koma framm hér á morgunn.

Árangur á MÍ sl helgi

Meistaramót Íslands í frjálsum fullorðinna fór fram laugardaginn 25. júlí sl á Kópavogsvelli.

Meistaraflokkur Ármanns sendi 9 keppendur til leiks að þessu sinni en þess má geta að þá vantaði all nokkra frá okkur.

Flottur árangur náðist og má sjá niðurstöðu okkar fólks hér að neðan. Þess má geta að þá vann Ásdís þrenn gullverðlaun, María silfur í spjóti og Viktor með brons í 800m og sömuleiðis pb í 400m.

400m karla: Viktor Orri í 4. sæti á  51,28pb. Trausti Þór í 7. sæti á 52,35.

800m karla: Viktor í 3 sæti á 1.56,45. Björn margeirs í 4. sæti á 1.57,04. Traust í 5 sæti á 1.58,17

Langstökk karla: Guðmundur Karl í 8 sæti með 6,09m. Ásvaldur með 5,63 í 15. sæti

Kúluvarp karla: Orri Davíðs í 7 sæti með 14,23m

Kringla: Orri í 8 sæti með 38,76m

Spjótkast karla: Guðmundur karl með 40,31m í 6. sæti

Stangarstökk kvenna: Andrea Rún með 2,72m í 5. sæti

Kúluvarp kvenna: Ásdís með 14,74m í 1. sæti

Kringla kvenna: Ásdís með 49,31 pb í fyrsta sæti

Spjót kvenna: Ásdís með 55,38m í 1. sæti og María Rún með 44,18m í 2. sæti

 

 

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No connected account.

Please go to the Instagram Feed settings page to connect an account.

Aðventumót Ármanns